Viðskipti innlent

Yfir 30 milljónir falla á ríkið vegna SPRON-málsins

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Birgir Jónasson, aðstoðarsaksóknari, ásamt aðstoðarmönnum sínum í dómsal í dag.
Birgir Jónasson, aðstoðarsaksóknari, ásamt aðstoðarmönnum sínum í dómsal í dag. vísir/stefán
Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í dag fyrrverandi forstjóra SPRON og fjóra fyrrum stjórnarmenn sparisjóðsins af ákæru um umboðssvik. Allur málskostnaður, alls um 32 milljónir króna, fellur á ríkissjóð samkvæmt dómnum.

Guðmundur Hauksson, fyrrverandi forstjóri, og stjórnarmennirnir Rannveig Rist, Jóhann Ásgeir Baldurs, Ari Bergmann Einarsson og Margrét Guðmundsdóttir voru ákærð af sérstökum saksóknara vegna tveggja milljarða króna peningamarkaðsláns sem SPRON veitti Exista þann 30. september. Vildi saksóknari meina að fimmmenningarnir hefðu farið út fyrir heimildir sínar til lánveitinga og stefnt fé hans í verulega hættu.

Það var þéttsetið við dómsuppsöguna í dómsal í morgun en einungis tvö af þeim sem ákærðir voru í málinu mættu, þau Rannveig og Jóhann Ásgeir.


Tengdar fréttir

Öll sýknuð í SPRON-málinu

Fyrrverandi forstjóri SPRON og fjórir fyrrverandi stjórnarmenn sparisjóðsins voru sýknaðir í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag af ákæru um umboðssvik.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×