Hlaupa heim frá Reykjavík til Akureyrar yfir Sprengisand Elísabet Margeirsdóttir skrifar 25. júní 2015 09:30 Ísfirsku hlaupafélagarnir Óskar og Gísli ætla að hlaupa frá Reykjavík til Akureyrar yfir Sprengisand í byrjun júlí. Með hlaupinu ætla þeir styðja við bakið á níu ára gleðigjafanum, Kristjáni Loga Kárasyni en hann er fjölfatlaður og hefur átt við mikil langvarandi veikindi að stríða. Verkefnið ber yfirskriftina Hlaupið heim, en Kristján Logi og Gísli eru búsettir á Akureyri. Þetta er í annað sinn sem Óskar hleypur landshluta á milli til að vekja athygli á stöðu langveikra barna, en árið 2013 hljóp hann til styrktar Finnboga Arnar Arnarsson, frá Reykjavík til gamla heimabæjar síns, Ísafjarðar. Verkefnið byrjar við Bílaumboðið Öskju í Grafarholtinu klukkan 16:30 föstudaginn 3. júlí og eru allir hjartanlega velkomnir að hlaupa með af stað eða hvar sem er á leiðinni. Þeir vonast til að hlaupa út Eyjafjörð og koma inn á Akureyri laugardaginn 11. Júlí. Fyrirtæki og einstaklingar eru hvattir til að styðja við málefnið með því að leggja inn á reikning sjóðsins Hlaupið heim eða hringja í styrktarnúmer. Reikningsnúmer Hlaupið Heim: 565-14-404427 og kennitala: 141005-3750 Hægt er að fylgjast með hlaupinu á Facebook: www.facebook.com/Hlaupidheim Heilsa Heilsa video Mest lesið Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Lífið Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Lífið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Lífið Stefán Einar og Sara Lind í sundur Lífið Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Lífið Elti ástina til Íslands Tónlist Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Gagnrýni Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið
Ísfirsku hlaupafélagarnir Óskar og Gísli ætla að hlaupa frá Reykjavík til Akureyrar yfir Sprengisand í byrjun júlí. Með hlaupinu ætla þeir styðja við bakið á níu ára gleðigjafanum, Kristjáni Loga Kárasyni en hann er fjölfatlaður og hefur átt við mikil langvarandi veikindi að stríða. Verkefnið ber yfirskriftina Hlaupið heim, en Kristján Logi og Gísli eru búsettir á Akureyri. Þetta er í annað sinn sem Óskar hleypur landshluta á milli til að vekja athygli á stöðu langveikra barna, en árið 2013 hljóp hann til styrktar Finnboga Arnar Arnarsson, frá Reykjavík til gamla heimabæjar síns, Ísafjarðar. Verkefnið byrjar við Bílaumboðið Öskju í Grafarholtinu klukkan 16:30 föstudaginn 3. júlí og eru allir hjartanlega velkomnir að hlaupa með af stað eða hvar sem er á leiðinni. Þeir vonast til að hlaupa út Eyjafjörð og koma inn á Akureyri laugardaginn 11. Júlí. Fyrirtæki og einstaklingar eru hvattir til að styðja við málefnið með því að leggja inn á reikning sjóðsins Hlaupið heim eða hringja í styrktarnúmer. Reikningsnúmer Hlaupið Heim: 565-14-404427 og kennitala: 141005-3750 Hægt er að fylgjast með hlaupinu á Facebook: www.facebook.com/Hlaupidheim
Heilsa Heilsa video Mest lesið Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Lífið Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Lífið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Lífið Stefán Einar og Sara Lind í sundur Lífið Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Lífið Elti ástina til Íslands Tónlist Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Gagnrýni Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið