Tiny segir lögreglu hafa leitað til Arons Pálmarssonar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 25. júní 2015 09:00 Gísli Pálmi (í gulri og svartri peysu) og Aron Pálmarsson fylgist með fyrir aftan. Tónlistarmaðurinn, hjólabrettakappinn og meðlimur Jackass, Bam Margera, hafði tvo daga í röð ekki þolinmæði í að bíða eftir því að skýrslutaka gæti hafist yfir honum hjá lögreglu svo hann gæti lagt fram kæru vegna líkamsárásar á Secret Solstice. Fjölmörg vitni urðu að árásinni og má þar nefna Erp Eyvindarson, betur þekktan sem Blaz Roca og einn besta handboltamann Íslands og heimsins, Aron Pálmarsson. Gunnar Hilmarsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir í samtali við Vísi að rannsókn á málinu hafi í raun aldrei hafist. Í tvígang hafi Margera mætt á lögreglustöðina en óþolinmæði hafi gætt í bæði skiptin og engin kæra lögð fram.Bam Margera var illa útleikinn þegar blaðamaður Vísis ræddi við hann á sunnudaginn.Vísir/Stefán Ó.Nennti ekki að bíða Árásin, sem náðist á myndband og Margera kom til Vísis, varð síðastliðið laugardagskvöld. Margera mætti á lögreglustöðina á sunnudeginum til að leggja fram kæru. „Það þurfti að kalla til rannsóknarlögreglumann til að taka af honum skýrslu. Áður en hann kom þá fór hann,“ segir Gunnar um fyrri heimsókn Margera í samtali við Vísi. Svipað hafi verið upp á teningnum daginn eftir þegar Margera mætti á svæðið. „Þá þurfti að kalla til túlk. Hann nennti því ekki,“ segir Gunnar.Myndbandið af slagsmálunum sem Margera sendi Vísi má sjá hér að neðan. Þar bregður bæði Aroni Pálmarssyni og Erpi Eyvindarsyni fyrir.Enginn boðaður í skýrslutöku Þar sem ekki hefur verið lögð fram kæra er málið ekki til rannsóknar hjá lögreglu. Enginn hefur verið boðaður í skýrslutöku. Margera getur hins vegar enn kært árásina sýnist honum svo. Hann hefur sjálfur lýst því yfir að reiði hans beinist að Leon Hill, umboðsmanni og starfsmanni á Secret Solstice, en ekki íslensku röppurunum Agli „Tiny“ Thorarensen og Gísla Pálma sem voru á meðal þeirra sem reiddu til höggs. Margera heldur því fram að Hill hafi svikið sig og skuldi sér pening. Hill hefur sagt ásakanir Margera út í hött.Gísli Pálmi nýtur töluverðra vinsælda um þessar mundir en ný plata hans hefur selst afar vel.Tiny, sem einnig er einn skipuleggjenda hátíðarinnar, mætti í Harmageddon í gærmorgun og ítrekaði að myndbandið sýndi langt í frá alla söguna. Margera hafi verið búinn að skalla sig og hrækja á sig og Tiny reynt að kalla til gæslu. Þegar það hafi brugðist hafi Gísli Pálmi komið honum til bjargar eins og fjallað var um á Vísi í gær. Tiny viðurkenndi þó að hafa orðið reiður og slegið til Margera. Það hefði verið gert í bræði. Ofbeldi sé þó aldrei lausnin. Þá sagði Tiny Margera hafa verið með vesen svo til alla hátíðina. Hann hefði viljað spila á aðalsviðinu þrátt fyrir að vera bókaður á annað svið. Þá hafi ástand hans verið þannig að erfitt hafi verið að skilja orð af því sem hann sagði.Viðtal Harmageddon við Egil „Tiny“ má heyra í spilaranum að neðan. Rætt er um samskipti lögreglu við Aron Pálmarsson eftir um 15 mínútur og 40 sekúndur.Segir Aron hafa sagst myndu grípa inn í Tiny telur að um 50 vitni hafi verið að atburðarásinni sem geti staðfest hans frásögn. Þeirra á meðal sé nafntogaður íþróttamaður, sem Tiny nafngreinir þó ekki í viðtalinu en Vísir hefur fyrir víst að sé fyrrnefnd stórskytta Aron Pálmarsson. Lögregla hafi rætt við kappann. „Þeir fara til hans því þeir treysta honum best,“ segir Tiny og bætir við að það hafi verið af þeim sökum að lögregla hafi kannast við kappann. Lögregla hafi spurt Hafnfirðinginn hvað gerst hafi. Tiny segir inntakið í svari Arons til lögreglu hafa verið á þá leið að hefðu Gísli Pálmi og félagar ekki gripið inn í þá hefði handboltakappinn sjálfur gert það. Ekki náðist í Aron í dag þrátt fyrir endurteknar tilraunir. Tengdar fréttir Hljóðstig á Secret Solstice ekki yfir mörk hávaðareglugerðar Fulltrúar heilbrigðiseftirlits Reykjavíkurborgar mældu hljóðstig á viðburðum hátíðarinnar í þá þrjá daga sem hátíðin stóð. 24. júní 2015 15:01 Byrjuð að plana næstu Secret Solstice hátíð Aðeins um tvö hundruð miðar voru eftir á Secret Solstice hátíðina í ár, sem gekk mjög vel í ár. 24. júní 2015 09:30 Tiny um Bam Margera: "Allt sem hann segir er kjaftæði“ Egil Thorarensen var í viðtali við Harmageddon og sagði frá sinni hlið af árásinni á Jackass stjörnuna. Hann segir Gísla Pálma hafa komið sér til bjargar. 24. júní 2015 09:47 Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Sjá meira
Tónlistarmaðurinn, hjólabrettakappinn og meðlimur Jackass, Bam Margera, hafði tvo daga í röð ekki þolinmæði í að bíða eftir því að skýrslutaka gæti hafist yfir honum hjá lögreglu svo hann gæti lagt fram kæru vegna líkamsárásar á Secret Solstice. Fjölmörg vitni urðu að árásinni og má þar nefna Erp Eyvindarson, betur þekktan sem Blaz Roca og einn besta handboltamann Íslands og heimsins, Aron Pálmarsson. Gunnar Hilmarsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir í samtali við Vísi að rannsókn á málinu hafi í raun aldrei hafist. Í tvígang hafi Margera mætt á lögreglustöðina en óþolinmæði hafi gætt í bæði skiptin og engin kæra lögð fram.Bam Margera var illa útleikinn þegar blaðamaður Vísis ræddi við hann á sunnudaginn.Vísir/Stefán Ó.Nennti ekki að bíða Árásin, sem náðist á myndband og Margera kom til Vísis, varð síðastliðið laugardagskvöld. Margera mætti á lögreglustöðina á sunnudeginum til að leggja fram kæru. „Það þurfti að kalla til rannsóknarlögreglumann til að taka af honum skýrslu. Áður en hann kom þá fór hann,“ segir Gunnar um fyrri heimsókn Margera í samtali við Vísi. Svipað hafi verið upp á teningnum daginn eftir þegar Margera mætti á svæðið. „Þá þurfti að kalla til túlk. Hann nennti því ekki,“ segir Gunnar.Myndbandið af slagsmálunum sem Margera sendi Vísi má sjá hér að neðan. Þar bregður bæði Aroni Pálmarssyni og Erpi Eyvindarsyni fyrir.Enginn boðaður í skýrslutöku Þar sem ekki hefur verið lögð fram kæra er málið ekki til rannsóknar hjá lögreglu. Enginn hefur verið boðaður í skýrslutöku. Margera getur hins vegar enn kært árásina sýnist honum svo. Hann hefur sjálfur lýst því yfir að reiði hans beinist að Leon Hill, umboðsmanni og starfsmanni á Secret Solstice, en ekki íslensku röppurunum Agli „Tiny“ Thorarensen og Gísla Pálma sem voru á meðal þeirra sem reiddu til höggs. Margera heldur því fram að Hill hafi svikið sig og skuldi sér pening. Hill hefur sagt ásakanir Margera út í hött.Gísli Pálmi nýtur töluverðra vinsælda um þessar mundir en ný plata hans hefur selst afar vel.Tiny, sem einnig er einn skipuleggjenda hátíðarinnar, mætti í Harmageddon í gærmorgun og ítrekaði að myndbandið sýndi langt í frá alla söguna. Margera hafi verið búinn að skalla sig og hrækja á sig og Tiny reynt að kalla til gæslu. Þegar það hafi brugðist hafi Gísli Pálmi komið honum til bjargar eins og fjallað var um á Vísi í gær. Tiny viðurkenndi þó að hafa orðið reiður og slegið til Margera. Það hefði verið gert í bræði. Ofbeldi sé þó aldrei lausnin. Þá sagði Tiny Margera hafa verið með vesen svo til alla hátíðina. Hann hefði viljað spila á aðalsviðinu þrátt fyrir að vera bókaður á annað svið. Þá hafi ástand hans verið þannig að erfitt hafi verið að skilja orð af því sem hann sagði.Viðtal Harmageddon við Egil „Tiny“ má heyra í spilaranum að neðan. Rætt er um samskipti lögreglu við Aron Pálmarsson eftir um 15 mínútur og 40 sekúndur.Segir Aron hafa sagst myndu grípa inn í Tiny telur að um 50 vitni hafi verið að atburðarásinni sem geti staðfest hans frásögn. Þeirra á meðal sé nafntogaður íþróttamaður, sem Tiny nafngreinir þó ekki í viðtalinu en Vísir hefur fyrir víst að sé fyrrnefnd stórskytta Aron Pálmarsson. Lögregla hafi rætt við kappann. „Þeir fara til hans því þeir treysta honum best,“ segir Tiny og bætir við að það hafi verið af þeim sökum að lögregla hafi kannast við kappann. Lögregla hafi spurt Hafnfirðinginn hvað gerst hafi. Tiny segir inntakið í svari Arons til lögreglu hafa verið á þá leið að hefðu Gísli Pálmi og félagar ekki gripið inn í þá hefði handboltakappinn sjálfur gert það. Ekki náðist í Aron í dag þrátt fyrir endurteknar tilraunir.
Tengdar fréttir Hljóðstig á Secret Solstice ekki yfir mörk hávaðareglugerðar Fulltrúar heilbrigðiseftirlits Reykjavíkurborgar mældu hljóðstig á viðburðum hátíðarinnar í þá þrjá daga sem hátíðin stóð. 24. júní 2015 15:01 Byrjuð að plana næstu Secret Solstice hátíð Aðeins um tvö hundruð miðar voru eftir á Secret Solstice hátíðina í ár, sem gekk mjög vel í ár. 24. júní 2015 09:30 Tiny um Bam Margera: "Allt sem hann segir er kjaftæði“ Egil Thorarensen var í viðtali við Harmageddon og sagði frá sinni hlið af árásinni á Jackass stjörnuna. Hann segir Gísla Pálma hafa komið sér til bjargar. 24. júní 2015 09:47 Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Sjá meira
Hljóðstig á Secret Solstice ekki yfir mörk hávaðareglugerðar Fulltrúar heilbrigðiseftirlits Reykjavíkurborgar mældu hljóðstig á viðburðum hátíðarinnar í þá þrjá daga sem hátíðin stóð. 24. júní 2015 15:01
Byrjuð að plana næstu Secret Solstice hátíð Aðeins um tvö hundruð miðar voru eftir á Secret Solstice hátíðina í ár, sem gekk mjög vel í ár. 24. júní 2015 09:30
Tiny um Bam Margera: "Allt sem hann segir er kjaftæði“ Egil Thorarensen var í viðtali við Harmageddon og sagði frá sinni hlið af árásinni á Jackass stjörnuna. Hann segir Gísla Pálma hafa komið sér til bjargar. 24. júní 2015 09:47