Innlent

Langþreyttir á heitavatnsleysi

Ingvar Haraldsson skrifar
Enginn hitaveita er í Grundarfirði.
Enginn hitaveita er í Grundarfirði. vísir/vilhelm
Bæjarstjórn Grundarfjarðar vill að Orkuveita Reykjavíkur standi við samninga sem Orkuveitan gerði við bæinn árið 2005 um að hitaveituvæða Grundarfjörð. Árið 2005 tók Orkuveitan við vatnsveitu Grundarfjarðar og skuldbatt sig þá til að koma á hitaveitu í bænum.

„Annaðhvort semja þeir sig frá samningnum eða það verður bara farið í málaferli vegna vanefnda á samningi,“ segir Eyþór Garðarsson, forseti bæjarstjórnar Grundarfjarðar. „Við viljum náttúrulega helst að þeir klári að hitaveituvæða Grundarfjörð eins og stendur í samningnum,“ segir Eyþór.



Eyþór Garðarsson
Í svari við fyrirspurn Fréttablaðsins segir Orkuveitan að sérfræðingar Orkuveitunnar og Íslenskra orkurannsókna telji fullreynt að finna nothæft heitt vatn á svæðinu. Það heita vatn sem fundist hafi sé of ríkt af salti, kolsýru og of súrt. Orkuveitan hafi borað 11 leitarholur og eina vinnsluholu á árunum 2007 til 2008 án viðunandi árangurs. Heildarfjárfesting Orkuveitunnar vegna borana fyrir hitaveitu á árunum 2005 til 2009 á hafi numið 141 milljón króna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×