Lífið

Christian Gray segir sína hlið

Bækurnar um Christian og Anastaciu hafa svo sannarlega slegið í gegn. Nordicphotos/Getty
Bækurnar um Christian og Anastaciu hafa svo sannarlega slegið í gegn. Nordicphotos/Getty
Nýjasta afurð rithöfundarins E.L. James sem skrifaði þríleikinn um hina Fimmtíu gráu skugga, leit dagsins ljós í síðustu viku og má með sanni segja að um algert laumuspil hafi verið að ræða.

Ku þessi óvænta viðbót vera frásögn frá sjónarhóli Christians Gray, sem er önnur aðalpersónanna í sögunum.

Bókin féll gríðarvel í kramið, en frá því að bókinni var komið fyrir í hillum vestanhafs rauk út rúmlega ein milljón eintaka á aðeins fjórum dögum.



Herma sögur að nú þegar séu uppi plön um að koma hinum tveimur bókunum á hvíta tjaldið, og staðfest hefur verið að leikstjóri fyrstu myndarinnar, E.L. James, muni ekki koma nálægt gerð þeirra.


Tengdar fréttir

Undirbjó sig í kynlífsdýflissu

„Ég fór þangað, þau buðu mér bjór og gerðu...það sem þau fíla,“ segir leikarinn Jamie Dornan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×