Skýrslan breytir engu um baráttuna fyrir flugvelli í Vatnsmýri Jakob Bjarnar skrifar 25. júní 2015 16:25 Viðbrögð minnihlutans í borginni við skýrslu Rögnunefndarinnar eru blendin. Rögnunefndin hefur skila niðurstöðum sínum og þar segir að hagkvæmasti kosturinn til uppbyggingar á nýjum flugvelli á höfuðborgarsvæðinu sé Hvassahraun, sunnan Hafnarfjarðar. Vísir spurði Sveinbjörgu Birnu Sveinbjörnsdóttur oddvita Framsóknarmanna og flugvallarvina hvort þetta þýddi ekki einfaldlega það að helsta kosningamálið væri þar með afgreitt og þá rétt að snúa sér að einhverju öðru, en því að vera vinur flugvallarins? Sveinbjörg Birna hélt ekki. Hún segist ekki búin að lesa skýrsluna í þaula en niðurstöðuna.Breytir engu„Nefnilega ekki,“ segir Sveinbjörg Birna. „Afstaða okkar Framsóknar og flugvallavina er jafn skýr nú og hún hefur verið áður. Við styðjum áframhaldandi veru flugvallarins í Vatnsmýrinni í óbreyttri mynd. Þarna er lykilhugtak „í óbreyttri mynd“. Vegna þess að Rögnunefndinni var ekki falið að leggja mat á hagkvæmni þess að halda Reykjavíkurflugvelli í núverandi mynd. Heldur átti hún, og þetta er á blaðsíðu 11 í skýrslunni, aðeins að athuga hvort önnur flugvallastæði en Vatnsmýrin kæmi til greina undir flugvallarekstur á höfuðborgarsvæðinu. Þess vegna, vegna þess að svo taka þeir fjórar breytur; og skoða Vatnsmýrina í breyttri mynd og leggja mat á hann sem valkost versus hina fjóra kostina en ekki í óbreyttri myndi. Við höfum, frá því við komum inn í borgarstjórn, alltaf greitt atkvæði gegn öllum mögulegum breytingum á Reykjavíkurflugvelli, og sett athugsemd í þá veru að við séum ekki að bíða eftir niðurstöðum Rögnu-nefndarinnar. Vegna þess að það lá alltaf ljóst fyrir í skilgreiningum á verkefnum hópsins að hann væri ekki að skoða áframhaldandi veru flugvallarins í óbreyttri mynd.“ Guðfinna Jóh. Guðmundsdóttir borgarfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina áréttar svo þessa skoðun á Facebooksíðu sína, eins og sjá má neðar.Ætla að standa „keikréttar“Sveinbjörg Birna jánkar því að skilja beri hana sem svo að skýrslan breyti sem sagt engu um efni deilunnar um flugvöll í Vatnsmýrinni. „Hún tekur á því að skoða aðra kosti en Reykjavíkurflugvöll. En ekki í núverandi mynd, þetta hef ég vitað allan tímann. Vita allir sem lásu erindisbréf hópsins, en slegið er ryki í augu fólks að það væri verið að meta aðra kosti versus flugvöllinn í núverandi mynd.“Þannig að skýrslan breytir í sjálfu sér engu um átökin um flugvöllinn í Vatnsmýrina? „Við stöndum keikréttar og höldum áfram að berjast fyrir því að flugvöllurinn verði áfram þar sem hann er núna. Langtímahagsmunum höfuðborgarsvæðisins gegn skammtímagróðasjónarmiðum um uppbyggingu á svæðinu.“Vill leggja áherslu á rekstraröryggi flugvallarinsSjálfstæðismenn í borginni hafa, í hverri einustu bókun sem þeir hafa gert, slegið þann varnagla að þeir vilji bíða eftir niðurstöðu Rögnunefndarinnar. Því er ekki úr vegi að heyra sjónarmið. „„Sem stendur þá læt ég nægja að segja að það er gott að skýrslan er komin út,“ segir Halldór Halldórsson, oddviti Sjálfstæðismanna í borginni. „Ég á hins vegar eftir að kynna mér hana miklu betur. Að lokum þá vil ég leggja gríðarlega áherslu á að rekstraröryggi flugvallar í Vatnsmýrinni sé tryggt áfram því allar þessar áætlanir munu taka tíma.“Afstaða Framsóknar og flugvallarvina er jafnskýr nú sem áður, við styðjum áframhaldandi veru Reykjavíkurflugvallar í...Posted by Guðfinna Jóh. Guðmundsdóttir on 25. júní 2015 Tengdar fréttir Rögnunefndin: Áætlaður stofnkostnaður flugvallar í Hvassahrauni 22 til 25 milljarðar Verði farið í breytingar á núverandi flugvelli í Vatnsmýri er áætlaður stofnkostnaður um 18 til 32 milljarðar króna. 25. júní 2015 14:36 Rögnunefnd hefur lokið störfum: Lestu skýrsluna í heild sinni Hvassahraun var talið besti staðurinn undir nýjan innanlandsflugvöll. 25. júní 2015 14:43 Rögnunefndin telur Hvassahraun besta kostinn fyrir flugvöll Telur nefndin að allir þeir staðir sem skoðaðir voru geti rúmað þá starfsemi sem nú er í Vatnsmýrinni. 25. júní 2015 14:13 Rögnunefndin kynnir skýrslu sína á Nauthól í dag Skýrslan sem kveður á um örlög Reykjavíkurflugvallar er tilbúin. 25. júní 2015 13:33 Mest lesið Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Rögnunefndin hefur skila niðurstöðum sínum og þar segir að hagkvæmasti kosturinn til uppbyggingar á nýjum flugvelli á höfuðborgarsvæðinu sé Hvassahraun, sunnan Hafnarfjarðar. Vísir spurði Sveinbjörgu Birnu Sveinbjörnsdóttur oddvita Framsóknarmanna og flugvallarvina hvort þetta þýddi ekki einfaldlega það að helsta kosningamálið væri þar með afgreitt og þá rétt að snúa sér að einhverju öðru, en því að vera vinur flugvallarins? Sveinbjörg Birna hélt ekki. Hún segist ekki búin að lesa skýrsluna í þaula en niðurstöðuna.Breytir engu„Nefnilega ekki,“ segir Sveinbjörg Birna. „Afstaða okkar Framsóknar og flugvallavina er jafn skýr nú og hún hefur verið áður. Við styðjum áframhaldandi veru flugvallarins í Vatnsmýrinni í óbreyttri mynd. Þarna er lykilhugtak „í óbreyttri mynd“. Vegna þess að Rögnunefndinni var ekki falið að leggja mat á hagkvæmni þess að halda Reykjavíkurflugvelli í núverandi mynd. Heldur átti hún, og þetta er á blaðsíðu 11 í skýrslunni, aðeins að athuga hvort önnur flugvallastæði en Vatnsmýrin kæmi til greina undir flugvallarekstur á höfuðborgarsvæðinu. Þess vegna, vegna þess að svo taka þeir fjórar breytur; og skoða Vatnsmýrina í breyttri mynd og leggja mat á hann sem valkost versus hina fjóra kostina en ekki í óbreyttri myndi. Við höfum, frá því við komum inn í borgarstjórn, alltaf greitt atkvæði gegn öllum mögulegum breytingum á Reykjavíkurflugvelli, og sett athugsemd í þá veru að við séum ekki að bíða eftir niðurstöðum Rögnu-nefndarinnar. Vegna þess að það lá alltaf ljóst fyrir í skilgreiningum á verkefnum hópsins að hann væri ekki að skoða áframhaldandi veru flugvallarins í óbreyttri mynd.“ Guðfinna Jóh. Guðmundsdóttir borgarfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina áréttar svo þessa skoðun á Facebooksíðu sína, eins og sjá má neðar.Ætla að standa „keikréttar“Sveinbjörg Birna jánkar því að skilja beri hana sem svo að skýrslan breyti sem sagt engu um efni deilunnar um flugvöll í Vatnsmýrinni. „Hún tekur á því að skoða aðra kosti en Reykjavíkurflugvöll. En ekki í núverandi mynd, þetta hef ég vitað allan tímann. Vita allir sem lásu erindisbréf hópsins, en slegið er ryki í augu fólks að það væri verið að meta aðra kosti versus flugvöllinn í núverandi mynd.“Þannig að skýrslan breytir í sjálfu sér engu um átökin um flugvöllinn í Vatnsmýrina? „Við stöndum keikréttar og höldum áfram að berjast fyrir því að flugvöllurinn verði áfram þar sem hann er núna. Langtímahagsmunum höfuðborgarsvæðisins gegn skammtímagróðasjónarmiðum um uppbyggingu á svæðinu.“Vill leggja áherslu á rekstraröryggi flugvallarinsSjálfstæðismenn í borginni hafa, í hverri einustu bókun sem þeir hafa gert, slegið þann varnagla að þeir vilji bíða eftir niðurstöðu Rögnunefndarinnar. Því er ekki úr vegi að heyra sjónarmið. „„Sem stendur þá læt ég nægja að segja að það er gott að skýrslan er komin út,“ segir Halldór Halldórsson, oddviti Sjálfstæðismanna í borginni. „Ég á hins vegar eftir að kynna mér hana miklu betur. Að lokum þá vil ég leggja gríðarlega áherslu á að rekstraröryggi flugvallar í Vatnsmýrinni sé tryggt áfram því allar þessar áætlanir munu taka tíma.“Afstaða Framsóknar og flugvallarvina er jafnskýr nú sem áður, við styðjum áframhaldandi veru Reykjavíkurflugvallar í...Posted by Guðfinna Jóh. Guðmundsdóttir on 25. júní 2015
Tengdar fréttir Rögnunefndin: Áætlaður stofnkostnaður flugvallar í Hvassahrauni 22 til 25 milljarðar Verði farið í breytingar á núverandi flugvelli í Vatnsmýri er áætlaður stofnkostnaður um 18 til 32 milljarðar króna. 25. júní 2015 14:36 Rögnunefnd hefur lokið störfum: Lestu skýrsluna í heild sinni Hvassahraun var talið besti staðurinn undir nýjan innanlandsflugvöll. 25. júní 2015 14:43 Rögnunefndin telur Hvassahraun besta kostinn fyrir flugvöll Telur nefndin að allir þeir staðir sem skoðaðir voru geti rúmað þá starfsemi sem nú er í Vatnsmýrinni. 25. júní 2015 14:13 Rögnunefndin kynnir skýrslu sína á Nauthól í dag Skýrslan sem kveður á um örlög Reykjavíkurflugvallar er tilbúin. 25. júní 2015 13:33 Mest lesið Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Rögnunefndin: Áætlaður stofnkostnaður flugvallar í Hvassahrauni 22 til 25 milljarðar Verði farið í breytingar á núverandi flugvelli í Vatnsmýri er áætlaður stofnkostnaður um 18 til 32 milljarðar króna. 25. júní 2015 14:36
Rögnunefnd hefur lokið störfum: Lestu skýrsluna í heild sinni Hvassahraun var talið besti staðurinn undir nýjan innanlandsflugvöll. 25. júní 2015 14:43
Rögnunefndin telur Hvassahraun besta kostinn fyrir flugvöll Telur nefndin að allir þeir staðir sem skoðaðir voru geti rúmað þá starfsemi sem nú er í Vatnsmýrinni. 25. júní 2015 14:13
Rögnunefndin kynnir skýrslu sína á Nauthól í dag Skýrslan sem kveður á um örlög Reykjavíkurflugvallar er tilbúin. 25. júní 2015 13:33
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent