Innlent

Rögnunefnd hefur lokið störfum: Lestu skýrsluna í heild sinni

Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Ragna Árnadóttir kynnti niðurstöðurnar á kynningarfundi í dag.
Ragna Árnadóttir kynnti niðurstöðurnar á kynningarfundi í dag. Vísir/Ernir
Rögnunefndin svokallaða komst að þeirri niðurstöðu að Hvassahraun væri besti kosturinn undir flugvöll. Þetta kemur fram í skýrslu nefndarinnar sem birt var í dag. Skýrsluna má nálgast neðst í fréttinni.

Starfshópurinn var settur á laggirnar í október 2013 og hafði það að markmiði að skoða kosti undir flugvöll á höfuðborgarsvæðinu. Nefndin átti að skila skýrslunni fyrir áramót en fékk frest til þess að skila þar til nú í júní.

Skýrslan er ítarleg en hún skoðaði fjóra kosti fyrir þá starfsemi sem nú er í Vatnsmýrinni. Taldi nefndin alla staðina geta rúmað flugvöllinn en Hólmsheiðin var talin hvað sísti valkosturinn. Hinir voru Bessastaðanes, Löngusker og breyttar útfærslur flugvallar í Vatnsmýri.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×