Lífið

Eins og þruma úr heiðskýru lofti - Myndband

Samúel Karl Ólason skrifar
Drónaflugmaður í Ástralíu komst í hann krappan þegar örn réðst á dróna hans í lofti. Örninn kemur á fleygiferð að drónanum með klærnar útréttar og skemmir hann.

Greinilegt er að örninn er með gífurlega góða sjón því hann sér drónann úr mikilli fjarlægð og virðist halda að um bráð sé að ræða. Sem betur fer komst örninn óskaddaður frá átökunum en hið sama er ekki hægt að segja um drónann.

Við myndbandið skrifar sá sem á drónann að hann hafi þurft að fara í viðgerð áður en hægt var að fljúga honum aftur.

Hæg upptaka





Fleiri fréttir

Sjá meira


×