Húsnæðisfélög ábyrg í eldvörnum Garðar H. Guðjónsson skrifar 14. ágúst 2015 08:00 Í ljósi þess að rannsóknir hafa sýnt að eldvörnum virðist einkum vera áfátt hjá fólki sem býr í leiguhúsnæði grennslaðist Eldvarnabandalagið fyrir um hvernig staðið er að eldvörnum hjá nokkrum stórum leigu- og húsnæðisfélögum. Haft var samband við sex félög sem leigja út og annast rekstur á um 6.000 íbúðum víða um land. Óhætt er að segja að niðurstaðan hafi komið einkar ánægjulega á óvart. Í ljós kom að félögin standa almennt vel að eldvörnum í íbúðum sínum og sum alveg framúrskarandi vel. Það er því ljóst að það eru ekki leigjendur þessara félaga sem koma illa út í rannsóknum á eldvörnum á íslenskum heimilum. Þar sem best lætur sjá umrædd félög til þess að reykskynjarar eru í öllum aðskildum rýmum, slökkvitæki við helstu flóttaleið og eldvarnateppi á aðgengilegum stað í eldhúsi. Nokkur dæmi eru um að skynjararnir séu tengdir kerfum öryggisfyrirtækja. Sum félög senda leigjendum sínum árlega áminningu um mikilvægi eldvarna og þess að halda búnaðinum við, svo sem með því að skipta um rafhlöður í reykskynjurum. Jafnvel eru dæmi um að félögin láti leigjendum rafhlöður í té og í að minnsta kosti einu tilviki býðst félag til að aðstoða við rafhlöðuskipti ef þess gerist þörf. Dæmi eru um að stór húsnæðisfélög leiti ráðgjafar slökkviliðs um eldvarnir, ekki síst eldvarnir í sameign fjölbýlishúsa. Handbók um eldvarnirDæmi eru einnig um að félög hafi sent leigjendum gagnlegar upplýsingar um eldvarnir. Þannig sendi Klettur leigufélag til að mynda öllum leigjendum sínum handbók Eldvarnabandalagsins um eldvarnir síðastliðið vor ásamt sameiginlegu bréfi Kletts og Eldvarnabandalagsins um mikilvægi eldvarna og viðhalds eldvarnabúnaðar. Handbókin er einnig aðgengileg á heimasíðu félagsins. Fleiri stór húsnæðisfélög hyggjast fara að dæmi Kletts nú með haustinu. Það er sannarlega fagnaðarefni að þessi stóru húsnæðis- og leigufélög skuli standa með svo ábyrgum hætti að eldvörnum. Vonandi taka aðrir leigusalar þau sér til fyrirmyndar. Eldvarnir og aðgátEngu að síður er ljóst að eldvörnum er mjög ábótavant á mörgum íslenskum heimilum og ástæða til að hvetja fólk til að tryggja viðunandi eldvarnir í íbúðum sínum. Þær eru í aðalatriðum þessar: 1. Reykskynjarar, tveir eða fleiri. Best er að hafa reykskynjara í öllum aðskildum rýmum en að lágmarki framan við eða í hverri svefnálmu og á hverri hæð. 2. Léttvatns- eða duftslökkvitæki við helstu flóttaleið. 3. Eldvarnateppi á aðgengilegum stað í eldhúsi, þó ekki svo nærri eldavél að erfitt sé að ná til þess komi upp eldur. Umfram allt þarf svo auðvitað að fara varlega. Samkvæmt upplýsingum Mannvirkjastofnunar er opinn eldur, það er kertaljós og reykingar, helsta orsök eldsvoða þar sem banaslys hafa orðið síðan 2001. Rafmagn er einnig algeng orsök eldsvoða, ekki síst vegna notkunar eldavéla, þvottavéla og þurrkara. Því ber að sýna aðgát við eldamennsku og alls ekki hafa þvottavélar og þurrkara í gangi þegar heimilið er mannlaust. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Hver er mannúð? – saga Amirs Toshiki Toma Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Í ljósi þess að rannsóknir hafa sýnt að eldvörnum virðist einkum vera áfátt hjá fólki sem býr í leiguhúsnæði grennslaðist Eldvarnabandalagið fyrir um hvernig staðið er að eldvörnum hjá nokkrum stórum leigu- og húsnæðisfélögum. Haft var samband við sex félög sem leigja út og annast rekstur á um 6.000 íbúðum víða um land. Óhætt er að segja að niðurstaðan hafi komið einkar ánægjulega á óvart. Í ljós kom að félögin standa almennt vel að eldvörnum í íbúðum sínum og sum alveg framúrskarandi vel. Það er því ljóst að það eru ekki leigjendur þessara félaga sem koma illa út í rannsóknum á eldvörnum á íslenskum heimilum. Þar sem best lætur sjá umrædd félög til þess að reykskynjarar eru í öllum aðskildum rýmum, slökkvitæki við helstu flóttaleið og eldvarnateppi á aðgengilegum stað í eldhúsi. Nokkur dæmi eru um að skynjararnir séu tengdir kerfum öryggisfyrirtækja. Sum félög senda leigjendum sínum árlega áminningu um mikilvægi eldvarna og þess að halda búnaðinum við, svo sem með því að skipta um rafhlöður í reykskynjurum. Jafnvel eru dæmi um að félögin láti leigjendum rafhlöður í té og í að minnsta kosti einu tilviki býðst félag til að aðstoða við rafhlöðuskipti ef þess gerist þörf. Dæmi eru um að stór húsnæðisfélög leiti ráðgjafar slökkviliðs um eldvarnir, ekki síst eldvarnir í sameign fjölbýlishúsa. Handbók um eldvarnirDæmi eru einnig um að félög hafi sent leigjendum gagnlegar upplýsingar um eldvarnir. Þannig sendi Klettur leigufélag til að mynda öllum leigjendum sínum handbók Eldvarnabandalagsins um eldvarnir síðastliðið vor ásamt sameiginlegu bréfi Kletts og Eldvarnabandalagsins um mikilvægi eldvarna og viðhalds eldvarnabúnaðar. Handbókin er einnig aðgengileg á heimasíðu félagsins. Fleiri stór húsnæðisfélög hyggjast fara að dæmi Kletts nú með haustinu. Það er sannarlega fagnaðarefni að þessi stóru húsnæðis- og leigufélög skuli standa með svo ábyrgum hætti að eldvörnum. Vonandi taka aðrir leigusalar þau sér til fyrirmyndar. Eldvarnir og aðgátEngu að síður er ljóst að eldvörnum er mjög ábótavant á mörgum íslenskum heimilum og ástæða til að hvetja fólk til að tryggja viðunandi eldvarnir í íbúðum sínum. Þær eru í aðalatriðum þessar: 1. Reykskynjarar, tveir eða fleiri. Best er að hafa reykskynjara í öllum aðskildum rýmum en að lágmarki framan við eða í hverri svefnálmu og á hverri hæð. 2. Léttvatns- eða duftslökkvitæki við helstu flóttaleið. 3. Eldvarnateppi á aðgengilegum stað í eldhúsi, þó ekki svo nærri eldavél að erfitt sé að ná til þess komi upp eldur. Umfram allt þarf svo auðvitað að fara varlega. Samkvæmt upplýsingum Mannvirkjastofnunar er opinn eldur, það er kertaljós og reykingar, helsta orsök eldsvoða þar sem banaslys hafa orðið síðan 2001. Rafmagn er einnig algeng orsök eldsvoða, ekki síst vegna notkunar eldavéla, þvottavéla og þurrkara. Því ber að sýna aðgát við eldamennsku og alls ekki hafa þvottavélar og þurrkara í gangi þegar heimilið er mannlaust.
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun