Húsnæðisfélög ábyrg í eldvörnum Garðar H. Guðjónsson skrifar 14. ágúst 2015 08:00 Í ljósi þess að rannsóknir hafa sýnt að eldvörnum virðist einkum vera áfátt hjá fólki sem býr í leiguhúsnæði grennslaðist Eldvarnabandalagið fyrir um hvernig staðið er að eldvörnum hjá nokkrum stórum leigu- og húsnæðisfélögum. Haft var samband við sex félög sem leigja út og annast rekstur á um 6.000 íbúðum víða um land. Óhætt er að segja að niðurstaðan hafi komið einkar ánægjulega á óvart. Í ljós kom að félögin standa almennt vel að eldvörnum í íbúðum sínum og sum alveg framúrskarandi vel. Það er því ljóst að það eru ekki leigjendur þessara félaga sem koma illa út í rannsóknum á eldvörnum á íslenskum heimilum. Þar sem best lætur sjá umrædd félög til þess að reykskynjarar eru í öllum aðskildum rýmum, slökkvitæki við helstu flóttaleið og eldvarnateppi á aðgengilegum stað í eldhúsi. Nokkur dæmi eru um að skynjararnir séu tengdir kerfum öryggisfyrirtækja. Sum félög senda leigjendum sínum árlega áminningu um mikilvægi eldvarna og þess að halda búnaðinum við, svo sem með því að skipta um rafhlöður í reykskynjurum. Jafnvel eru dæmi um að félögin láti leigjendum rafhlöður í té og í að minnsta kosti einu tilviki býðst félag til að aðstoða við rafhlöðuskipti ef þess gerist þörf. Dæmi eru um að stór húsnæðisfélög leiti ráðgjafar slökkviliðs um eldvarnir, ekki síst eldvarnir í sameign fjölbýlishúsa. Handbók um eldvarnirDæmi eru einnig um að félög hafi sent leigjendum gagnlegar upplýsingar um eldvarnir. Þannig sendi Klettur leigufélag til að mynda öllum leigjendum sínum handbók Eldvarnabandalagsins um eldvarnir síðastliðið vor ásamt sameiginlegu bréfi Kletts og Eldvarnabandalagsins um mikilvægi eldvarna og viðhalds eldvarnabúnaðar. Handbókin er einnig aðgengileg á heimasíðu félagsins. Fleiri stór húsnæðisfélög hyggjast fara að dæmi Kletts nú með haustinu. Það er sannarlega fagnaðarefni að þessi stóru húsnæðis- og leigufélög skuli standa með svo ábyrgum hætti að eldvörnum. Vonandi taka aðrir leigusalar þau sér til fyrirmyndar. Eldvarnir og aðgátEngu að síður er ljóst að eldvörnum er mjög ábótavant á mörgum íslenskum heimilum og ástæða til að hvetja fólk til að tryggja viðunandi eldvarnir í íbúðum sínum. Þær eru í aðalatriðum þessar: 1. Reykskynjarar, tveir eða fleiri. Best er að hafa reykskynjara í öllum aðskildum rýmum en að lágmarki framan við eða í hverri svefnálmu og á hverri hæð. 2. Léttvatns- eða duftslökkvitæki við helstu flóttaleið. 3. Eldvarnateppi á aðgengilegum stað í eldhúsi, þó ekki svo nærri eldavél að erfitt sé að ná til þess komi upp eldur. Umfram allt þarf svo auðvitað að fara varlega. Samkvæmt upplýsingum Mannvirkjastofnunar er opinn eldur, það er kertaljós og reykingar, helsta orsök eldsvoða þar sem banaslys hafa orðið síðan 2001. Rafmagn er einnig algeng orsök eldsvoða, ekki síst vegna notkunar eldavéla, þvottavéla og þurrkara. Því ber að sýna aðgát við eldamennsku og alls ekki hafa þvottavélar og þurrkara í gangi þegar heimilið er mannlaust. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Skilum skömminni Elín Birna Olsen Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson Skoðun Halldór 23.11.2024 Halldór Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson Skoðun Skoðun Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson skrifar Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason skrifar Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson skrifar Skoðun Skapandi skattur og skapandi fólk Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson skrifar Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Í ljósi þess að rannsóknir hafa sýnt að eldvörnum virðist einkum vera áfátt hjá fólki sem býr í leiguhúsnæði grennslaðist Eldvarnabandalagið fyrir um hvernig staðið er að eldvörnum hjá nokkrum stórum leigu- og húsnæðisfélögum. Haft var samband við sex félög sem leigja út og annast rekstur á um 6.000 íbúðum víða um land. Óhætt er að segja að niðurstaðan hafi komið einkar ánægjulega á óvart. Í ljós kom að félögin standa almennt vel að eldvörnum í íbúðum sínum og sum alveg framúrskarandi vel. Það er því ljóst að það eru ekki leigjendur þessara félaga sem koma illa út í rannsóknum á eldvörnum á íslenskum heimilum. Þar sem best lætur sjá umrædd félög til þess að reykskynjarar eru í öllum aðskildum rýmum, slökkvitæki við helstu flóttaleið og eldvarnateppi á aðgengilegum stað í eldhúsi. Nokkur dæmi eru um að skynjararnir séu tengdir kerfum öryggisfyrirtækja. Sum félög senda leigjendum sínum árlega áminningu um mikilvægi eldvarna og þess að halda búnaðinum við, svo sem með því að skipta um rafhlöður í reykskynjurum. Jafnvel eru dæmi um að félögin láti leigjendum rafhlöður í té og í að minnsta kosti einu tilviki býðst félag til að aðstoða við rafhlöðuskipti ef þess gerist þörf. Dæmi eru um að stór húsnæðisfélög leiti ráðgjafar slökkviliðs um eldvarnir, ekki síst eldvarnir í sameign fjölbýlishúsa. Handbók um eldvarnirDæmi eru einnig um að félög hafi sent leigjendum gagnlegar upplýsingar um eldvarnir. Þannig sendi Klettur leigufélag til að mynda öllum leigjendum sínum handbók Eldvarnabandalagsins um eldvarnir síðastliðið vor ásamt sameiginlegu bréfi Kletts og Eldvarnabandalagsins um mikilvægi eldvarna og viðhalds eldvarnabúnaðar. Handbókin er einnig aðgengileg á heimasíðu félagsins. Fleiri stór húsnæðisfélög hyggjast fara að dæmi Kletts nú með haustinu. Það er sannarlega fagnaðarefni að þessi stóru húsnæðis- og leigufélög skuli standa með svo ábyrgum hætti að eldvörnum. Vonandi taka aðrir leigusalar þau sér til fyrirmyndar. Eldvarnir og aðgátEngu að síður er ljóst að eldvörnum er mjög ábótavant á mörgum íslenskum heimilum og ástæða til að hvetja fólk til að tryggja viðunandi eldvarnir í íbúðum sínum. Þær eru í aðalatriðum þessar: 1. Reykskynjarar, tveir eða fleiri. Best er að hafa reykskynjara í öllum aðskildum rýmum en að lágmarki framan við eða í hverri svefnálmu og á hverri hæð. 2. Léttvatns- eða duftslökkvitæki við helstu flóttaleið. 3. Eldvarnateppi á aðgengilegum stað í eldhúsi, þó ekki svo nærri eldavél að erfitt sé að ná til þess komi upp eldur. Umfram allt þarf svo auðvitað að fara varlega. Samkvæmt upplýsingum Mannvirkjastofnunar er opinn eldur, það er kertaljós og reykingar, helsta orsök eldsvoða þar sem banaslys hafa orðið síðan 2001. Rafmagn er einnig algeng orsök eldsvoða, ekki síst vegna notkunar eldavéla, þvottavéla og þurrkara. Því ber að sýna aðgát við eldamennsku og alls ekki hafa þvottavélar og þurrkara í gangi þegar heimilið er mannlaust.
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar