Lögreglustjórinn á Akureyri klúðraði kröfu Ásdísar um nálgunarbann Nadine Guðrún Yaghi skrifar 14. ágúst 2015 07:00 "Frá því að fréttin birtist á þriðjudaginn hefur hann sent mér þrjátíu og fimm skilaboð,“ segir Ásdís Hrönn Viðarsdóttir. Myndin er sviðsett. vísir/pjetur „Málið er að þetta klúðraðist hjá okkur. Hún átti ekki að þurfa að bíða svona lengi,“ segir Eyþór Þorbergsson, fulltrúi lögreglustjórans á Akureyri, um kröfu Ásdísar Hrannar Viðarsdóttur um nálgunarbann gegn fyrrverandi sambýlismanni hennar. Fréttablaðið greindi frá því á þriðjudaginn að fyrrverandi sambýlismaður Ásdísar Hrannar Viðarsdóttur væri aftur farinn að ofsækja hana eftir tíu mánaða hlé. Hann hafi sent henni um tvö hundruð skilaboð í júlí síðastliðnum í kjölfar þess að hann var sakfelldur í Héraðsdómi Reykjaness fyrir líkamsárás, um átta hundruð brot á nálgunarbanni, brot gegn barnaverndarlögum og að hafa brotið gegn blygðunarsemi hennar. Ásdís krafðist nálgunarbanns á ný í byrjun júlí þar sem maðurinn byrjaði að ofsækja hana aftur í kjölfar dómsins. Meira en mánuði eftir kröfu hennar var enn ekki búið að úrskurða hann í nálgunarbann.Eyþór ÞorbergssonMaðurinn var úrskurðaður í nálgunarbann á miðvikudaginn að sögn Eyþórs. „Það á bara eftir að birta það. Lögreglan í Reykjavík birtir það,“ segir Eyþór. Mál Ásdísar hefur vakið athygli en hún og maðurinn bjuggu saman í um tíu mánuði árið 2011. Eftir að samvistum lauk hefur hann meira og minna ofsótt hana. Hún sagði sögu sína í Kastljósi í fyrra og veitti innsýn í líf þeirra sem þola ofsóknir fyrrverandi maka. „Þetta lá á borðinu hjá mér og við höfum bara sólarhring frá því krafan kemur upp til þess að úrskurða um nálgunarbann, það er stuttur tími,“ segir Eyþór og bætir við að málið hafi verið sent til Reykjavíkur þann 27. júlí í þeim tilgangi að láta taka skýrslu af manninum. „Það hefði hugsanlega ekki þurft. Ég gerði mér bara ekki grein fyrir því um hvaða mál ræddi. Þetta var í bunkanum hérna hjá mér og ég var ekki alveg að tengja,“ segir Eyþór. Ásdís Hrönn Viðarsdóttir„Þetta er ekki í fyrsta skipti sem þessu er klúðrað. Ég lenti í því sama árið 2013. Ég bað um nálgunarbann og þurfti svo að fara aftur því það klúðraðist eitthvað. Ég fékk aldrei að vita hvað það var,“ segir Ásdís um málið. Þegar blaðamaður náði tali af Ásdísi hafði hún ekki fengið fregnir af því að loks væri búið að úrskurða manninn í nálgunarbann. Að sögn Ásdísar talaði hún við lögreglustjórann á Þórshöfn í júlímánuði og lét vita af því að ekkert hefði verið aðhafst í kröfu hennar um nálgunarbann og að maðurinn héldi sífellt áfram að ofsækja hana. „Lögregluvarðstjórinn á Þórshöfn sagði þá við mig að hann væri búinn að ýta á eftir málinu á Akureyri og að málið hefði forgang. Samt gerðist ekki neitt í heilan mánuð,“ segir Ásdís og bætir við að reynsla hennar af kerfinu sé ekki góð. „Frá því að fréttin birtist á þriðjudaginn hefur hann sent mér þrjátíu og fimm skilaboð. Síðustu skilaboðin fékk ég í gærkvöldi þannig að hann er að brjóta nálgunarbannið eins og svo oft áður.“ Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
„Málið er að þetta klúðraðist hjá okkur. Hún átti ekki að þurfa að bíða svona lengi,“ segir Eyþór Þorbergsson, fulltrúi lögreglustjórans á Akureyri, um kröfu Ásdísar Hrannar Viðarsdóttur um nálgunarbann gegn fyrrverandi sambýlismanni hennar. Fréttablaðið greindi frá því á þriðjudaginn að fyrrverandi sambýlismaður Ásdísar Hrannar Viðarsdóttur væri aftur farinn að ofsækja hana eftir tíu mánaða hlé. Hann hafi sent henni um tvö hundruð skilaboð í júlí síðastliðnum í kjölfar þess að hann var sakfelldur í Héraðsdómi Reykjaness fyrir líkamsárás, um átta hundruð brot á nálgunarbanni, brot gegn barnaverndarlögum og að hafa brotið gegn blygðunarsemi hennar. Ásdís krafðist nálgunarbanns á ný í byrjun júlí þar sem maðurinn byrjaði að ofsækja hana aftur í kjölfar dómsins. Meira en mánuði eftir kröfu hennar var enn ekki búið að úrskurða hann í nálgunarbann.Eyþór ÞorbergssonMaðurinn var úrskurðaður í nálgunarbann á miðvikudaginn að sögn Eyþórs. „Það á bara eftir að birta það. Lögreglan í Reykjavík birtir það,“ segir Eyþór. Mál Ásdísar hefur vakið athygli en hún og maðurinn bjuggu saman í um tíu mánuði árið 2011. Eftir að samvistum lauk hefur hann meira og minna ofsótt hana. Hún sagði sögu sína í Kastljósi í fyrra og veitti innsýn í líf þeirra sem þola ofsóknir fyrrverandi maka. „Þetta lá á borðinu hjá mér og við höfum bara sólarhring frá því krafan kemur upp til þess að úrskurða um nálgunarbann, það er stuttur tími,“ segir Eyþór og bætir við að málið hafi verið sent til Reykjavíkur þann 27. júlí í þeim tilgangi að láta taka skýrslu af manninum. „Það hefði hugsanlega ekki þurft. Ég gerði mér bara ekki grein fyrir því um hvaða mál ræddi. Þetta var í bunkanum hérna hjá mér og ég var ekki alveg að tengja,“ segir Eyþór. Ásdís Hrönn Viðarsdóttir„Þetta er ekki í fyrsta skipti sem þessu er klúðrað. Ég lenti í því sama árið 2013. Ég bað um nálgunarbann og þurfti svo að fara aftur því það klúðraðist eitthvað. Ég fékk aldrei að vita hvað það var,“ segir Ásdís um málið. Þegar blaðamaður náði tali af Ásdísi hafði hún ekki fengið fregnir af því að loks væri búið að úrskurða manninn í nálgunarbann. Að sögn Ásdísar talaði hún við lögreglustjórann á Þórshöfn í júlímánuði og lét vita af því að ekkert hefði verið aðhafst í kröfu hennar um nálgunarbann og að maðurinn héldi sífellt áfram að ofsækja hana. „Lögregluvarðstjórinn á Þórshöfn sagði þá við mig að hann væri búinn að ýta á eftir málinu á Akureyri og að málið hefði forgang. Samt gerðist ekki neitt í heilan mánuð,“ segir Ásdís og bætir við að reynsla hennar af kerfinu sé ekki góð. „Frá því að fréttin birtist á þriðjudaginn hefur hann sent mér þrjátíu og fimm skilaboð. Síðustu skilaboðin fékk ég í gærkvöldi þannig að hann er að brjóta nálgunarbannið eins og svo oft áður.“
Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira