Telur ólíklegt að aukinn ferðatími breyti miklu Aðalsteinn Kjartansson skrifar 26. júní 2015 12:33 Slökkviliðsstjórinn á höfuðborgarsvæðinu segir að sjaldan sé talin þörf á að flytja fólk með forgangsakstri frá flugvellinum á Landspítalann. Vísir/Stefán Almennt er ekki ekið með bláum ljósum frá flugvelli á spítala, að því er segir í skýrslu Rögnu-nefndarinnar. Sé forgangsakstur notaður við flutning frá mögulegum flugvelli í Hvassahrauni má hins vegar gera ráð fyrir að flutningstíminn lengist um allt að 11,5 mínútur frá því sem nú er. Hvassahraun er það flugvallarstæði sem skoðað var sem er í mestri vegalengd frá Landspítalanum. Voru því gerðar mælingar á flutngstímanum þaðan á Landspítalanum. Gert er ráð fyrir því í skýrslunni að flutningstíminn af hinum flugvallarstæðunum á Landspítalanum verði styttri. Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri á höfuðborgarsvæðinu, segir að alla jafna sé ekki talin þörf á forgangsakstri frá flugvellinum þar sem sjúklingar séu þegar komnir undir hendur heilbrigðisstarfsfólks í flutningunum. „Ef ég man rétt eftir umfjöllun þá erum við að tala um að meðaltími sjúkraflugs sé eitthvað um 150 mínútur sem þýðir það að viðkomandi sjúklingur er búinn að vera undir umsjón heilbrigðisstarfsfólks, sem er búið að undirbúa hann undir flutning og gera einhverjar ráðstafanir, sem gerir það að verkum að þetta krefst kannski ekki forgangsflutnings þessir síðustu metrar inn á spítalann. Það er búið að undirbúa sjúklinginn það vel fyrir flutninginn sjálfan,“ segir hann. En hversu miklu máli telur þú að þessar mínútur skipta, miðað við reynsluna? „Það er náttúrulega búið að vera að flytja viðkomandi sjúkling í vel á þriðja klukkutíma, þá kæmi mér á óvart ef þessar síðustu mínútur myndu skipta sköpum hvað hann varðar,“ segir hann. Jón Viðar segir að sá tími sem fari í akstur frá flugvellinum í Reykjavík og á Landspítalann sé lítill hluti heildarflutningstíma sjúklinga. „Þessi litli leggur sem að kemur á okkar borð hér í Reykjavík, er kannski bara brota brot af heildartímanum,“ segir hann. „Hvort að það skipti öllu máli, þarf náttúrulega bara að ræða frekar og fara í dýpri greiningar en svona alla vega líta staðreyndirnar út í dag.“ Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira
Almennt er ekki ekið með bláum ljósum frá flugvelli á spítala, að því er segir í skýrslu Rögnu-nefndarinnar. Sé forgangsakstur notaður við flutning frá mögulegum flugvelli í Hvassahrauni má hins vegar gera ráð fyrir að flutningstíminn lengist um allt að 11,5 mínútur frá því sem nú er. Hvassahraun er það flugvallarstæði sem skoðað var sem er í mestri vegalengd frá Landspítalanum. Voru því gerðar mælingar á flutngstímanum þaðan á Landspítalanum. Gert er ráð fyrir því í skýrslunni að flutningstíminn af hinum flugvallarstæðunum á Landspítalanum verði styttri. Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri á höfuðborgarsvæðinu, segir að alla jafna sé ekki talin þörf á forgangsakstri frá flugvellinum þar sem sjúklingar séu þegar komnir undir hendur heilbrigðisstarfsfólks í flutningunum. „Ef ég man rétt eftir umfjöllun þá erum við að tala um að meðaltími sjúkraflugs sé eitthvað um 150 mínútur sem þýðir það að viðkomandi sjúklingur er búinn að vera undir umsjón heilbrigðisstarfsfólks, sem er búið að undirbúa hann undir flutning og gera einhverjar ráðstafanir, sem gerir það að verkum að þetta krefst kannski ekki forgangsflutnings þessir síðustu metrar inn á spítalann. Það er búið að undirbúa sjúklinginn það vel fyrir flutninginn sjálfan,“ segir hann. En hversu miklu máli telur þú að þessar mínútur skipta, miðað við reynsluna? „Það er náttúrulega búið að vera að flytja viðkomandi sjúkling í vel á þriðja klukkutíma, þá kæmi mér á óvart ef þessar síðustu mínútur myndu skipta sköpum hvað hann varðar,“ segir hann. Jón Viðar segir að sá tími sem fari í akstur frá flugvellinum í Reykjavík og á Landspítalann sé lítill hluti heildarflutningstíma sjúklinga. „Þessi litli leggur sem að kemur á okkar borð hér í Reykjavík, er kannski bara brota brot af heildartímanum,“ segir hann. „Hvort að það skipti öllu máli, þarf náttúrulega bara að ræða frekar og fara í dýpri greiningar en svona alla vega líta staðreyndirnar út í dag.“
Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira