Lífið

Íslensk bönd að spila á Hróarskeldu: „Ætlaði mér aldrei að fara nema ég væri að spila“

Stefán Árni Pálsson skrifar
Margrét og Logi
Margrét og Logi vísir
„Ég hef farið þrisvar sinnum áður á Hróarskeldu,“ segir Margrét Rán Magnúsdóttir, í Vök, en hljómsveitin kom fram á Húrra á miðvikudagskvöldið. Núna er hún á leiðinni á Hróarskeldu til að koma fram.

Í tilefni þess að Vök og Young Karin halda til Danmerkur til þess að spila á Hróarskeldu, núna um mánaðamótin, var ákveðið að  hljómsveitirnar skildu halda sína eigin Húrraskeldu hérna heima.

Sú hátíð fór fram á miðvikudagskvöldið og heppnaðist vel en eðlilega fóru tónleikarnir fram á skemmtistaðnum Húrra.

„Þetta var algjör snilld, ég mæli mjög mikið með því að fara á Hróarskeldu. Mér finnst hátíðin bara frábær upplifun, þú ert með svo ógeðslega mikið af fólki að sjá svo geðveika listamenn og þetta er bara algjör snilld. Við erum að spila á Apollo-sviðinu klukkan 19:30 á þriðjudeginum. Það er svakalegur heiður að fá að spila þarna.“

„Ég hef aldrei farið áður á Hróa og þetta er því mitt fyrsta skipti,“ segir Logi Pedro sem er í hljómsveitinni Young Karin en hún er einnig leiðinni á Hróarskeldu.

„Við erum að spila á sunnudeginum á Apollo-sviðinu. Ég er svo lítið fyrir útihátíðir og sérstaklega svona mannmergð og því hef ég aldrei farið á Hróa. Ég hef heyrt góðar sögur en ætlaði mér aldrei að fara nema ég væri að spila.“

Hér að neðan má sjá viðtölin við þau bæði. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×