Lífið

Tónlistarveisla á Hellissandi

Gunnar Leó Pálsson skrifar
Dj. flugvél og geimskip er á meðal þeirra listamanna sem fram koma á hátíðinni.
Dj. flugvél og geimskip er á meðal þeirra listamanna sem fram koma á hátíðinni. vísir/vilhelm
Íslenska tónlistarhátíðin Extreme Chill Festival – Undir jökli verður haldin helgina 7.-9. ágúst næstkomandi á Hellissandi við rætur Snæfellsjökuls.

Þetta er í sjötta sinn sem hátíðin fer fram, en fimm ára afmæli hátíðarinnar var haldið í Berlín síðastliðið sumar við frábærar undirtektir.

Dagskráin í ár er ekki af verri endanum en tónlistarmenn á borð við Biosphere, Hilmar Örn Hilmarsson, Steindór Andersen, Mixmaster Morris, Studnitzky, Stereo Hypnosis, Dj flugvél og geimskip, Jónas Sen, Tonik Ensemble, Futuregrapher, Ruxpin, Skurken, Jóhann Eiríksson o.fl. munu koma fram á hátíðinni.

Takmarkaður fjöldi miða verður í boði í ár.

Góð stemning hefur verið á hátíðinni undanfarin ár.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×