Lífið

Hvar er hægt að sitja úti á sólríkum dögum?

Íslendingar eiga það til að safnast saman á veitingahúsum bæjarins á sólardögum
Íslendingar eiga það til að safnast saman á veitingahúsum bæjarins á sólardögum Vísir/Daníel
Þar sem sólin er byrjuð að vera duglegri að sýna sig og hitastigið hækkar er mikilvægt að vita hvert er hægt að fara til þess að sitja úti og fá sér mat eða drykk.

Mörg veitingahús í Reykjavík eru með frábæra aðstöðu sem fá ekki nógu mörg tækifæri til að nýtast til útisetu. Þrátt fyrir að Austurvöllur og veitingastaðirnir þar í kring séu yfirleitt vinsælasti kosturinn þá hefur Reykjavík að geyma þó nokkrar perlur sem lesendur ættu að kanna betur á meðan sólin er hæst á lofti.

Vísir hafði samband við nokkra Íslendinga til þess að forvitnast um hvert væri best að fara á sólardögum. Vonandi fá lesendur betri hugmynd um hvert hægt er að fara, hvort sem fólk er í sumarfríi eða langar að kíkja í sólina eftir langan vinnudag.

Gauti ÞeyrVísir/Stefán
Emmsjé Gauti / Gauti Þeyr

Tónlistarmaður


„Ég verð reyndar í Danmörku um helgina, en þegar það er sól á Íslandi reyni ég alltaf að njóta þess á meðan hún er. Minn staður er auðvitað Prikið en þar fer maður oft í körfubolta í portinu."















María Rut.Vísir/ArnþórBirkisson
María Rut Kristinsdóttir

Markaðsstjóri GoMobile


„Heyrðu ég er svo heppin að vera að vinna á Austurstræti með svalir yfir Austurvöll þannig að á sólríkum dögum í Reykjavík sit ég bara úti á svölum og vinn. En ef ég er ekki að fara í sund eða göngutúr með fjölskyldunni fer ég á staðina hjá Austurvelli, Uno eða efri hæðina á Lebowski."











Sigríður Thorlacius.Vísir/Vilhelm
Sigríður Thorlacius

Söngkona


„Ef að það er sól úti þá finnst mér alltaf best að vera úti í garðinum hjá mér. Ef ég fer hinsvegar niður í bæ þá finnst mér gott að sitja úti á Kexinu eða á Óðinstorgi."













Svavar Örn.Vísir/Vilhelm
Svavar Örn Svavarsson

Hárgreiðslumeistari


„Þegar veðrið er gott fer ég lang oftast á Jómfrúnna á Lækjartorgi og sit þar úti. Annars finnst mér líka gaman að fara á Kaffivagninn úti á Granda."













Andrea RöfnMynd/Aðsend
Andrea Röfn Jónasdóttir

Flugfreyja og módel


„Í góðu veðri sest ég yfirleitt niður á Vegamótum, en pallurinn á Kex kemur líka sterkur inn."

















Önnur dæmi um staði sem má hafa í huga ef að lesendum langar að sóla sig í miðbænum um helgina eru:

Loft Hostel, Iða Zimsen, Nora Magasin, Coocoo‘s Nest, Kjarvalsstaðir, Te og Kaffi í Eymundsson á Austurstræti, Cafe Babalú, Sjóminjasafnið, Reykjavík Roasters, Hressó og Cafe Sólon. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×