Samkynja hjónabönd lögleg í öllum fylkjum Bandaríkjanna Stefán Ó. Jónsson skrifar 26. júní 2015 14:25 Samkynja pör og stuðningsmenn þeirra fagna innilega fyrir framan byggingu Hæstaréttar Bandaríkjanna í Washington Vísir/AFP Hæstiréttur Bandaríkjanna kvað upp dóm nú fyrir skömmu sem tekur af allan vafa um að samkynja hjónabönd stangist ekki á við stjórnarskrá landsins. Úrskurðurinn hefur í för með sér að öll fylki Bandaríkjanna verða skylduð til að gefa saman fólk af sama kyni. Þó er búist við því að einhver fylki kunni að andmæla niðurstöðum dómsins. Fyrir dóm dagsins voru samkynja hjónabönd lögleg í 37 af 50 fylkjum landsins og verður hinum 13 fylkjunum sem eftir standa gert að aflétta bönnum sínum hið fyrsta. Það gæti þýtt að fullkomnu jafnrétti í þessum málaflokki verði komið á í landinu öllu innan örfárra vikna. Hér að neðan er sagan rakin frá því að Massachusetts varð fyrsta ríkið til aflétta banninu á samkynja hjónaböndum árið 2004 allt til tíðinda dagsins. Níu dómarar kváðu upp dóm í málinu og mátti kosning þeirra vart tæpara standa. Fimm dómararar sögðu bann við samkynja hjónaböndum stangast á við stjórnarskrá Bandaríkjanna en fjórir ekki. Lokaorð dómsins eru allt að því póetísk. Þar er kveðið á um hjónabönd séu táknmynd ástar sem eru dauðanum yfirsterkari og að Hæstiréttur Bandaríkjanna vilji aflétta einsemd þeirra sem meinað er gifta sig sökum kynhneigðar sinnar. Lokaorðin má lesa hér að neðan. Supreme Court recognizes gay marriage nationwide http://t.co/M70IrdEbyE pic.twitter.com/Slqw7dHtkd— TIME.com (@TIME) June 26, 2015 Margir hafa fagnað úrskurði dómsins en hann er talinn stórt skref í jafnréttisbaráttu Bandaríkjanna. Þeirra á meðal er forsti landsins, Barack Obama, sem tísti eftirfarandi skilaboðum eftir að niðurstöðurnar lágu fyrir. Today is a big step in our march toward equality. Gay and lesbian couples now have the right to marry, just like anyone else. #LoveWins— President Obama (@POTUS) June 26, 2015 Hvíta húsið skipti um mynd á opinberri Facebook-síðu sinni eftir að niðurstöðurnar lágu fyrir. The White House changes their Facebook profile picture #SCOTUSMarriage pic.twitter.com/ozqqSZAFYv— Ashley Codianni (@AshleyCodianni) June 26, 2015 Hillary Clinton, forsetaframbjóðandi, lét sitt ekki eftir liggja og tísti orðinu 'Saga' í regnbogalitunum. Proud. pic.twitter.com/9J44PCYeuQ— Hillary Clinton (@HillaryClinton) June 26, 2015 Metsöluhöfundur Harry Potter-bókanna, J. K. Rowling fagnaði úrskurðinum sömuleiðis. Wow. Another historic day for #MarriageEquality! https://t.co/rkeVQUWb6r— J.K. Rowling (@jk_rowling) June 26, 2015 Þá hafa nær allar stærstu fréttamiðlar heimsins gert úrskurðinum skil. Hér að neðan má til að mynda sjá umfjöllun Time um málið og svipmyndir frá mannmergðinni sem beið niðurstaðnanna fyrr í dag. Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Fleiri fréttir Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Sjá meira
Hæstiréttur Bandaríkjanna kvað upp dóm nú fyrir skömmu sem tekur af allan vafa um að samkynja hjónabönd stangist ekki á við stjórnarskrá landsins. Úrskurðurinn hefur í för með sér að öll fylki Bandaríkjanna verða skylduð til að gefa saman fólk af sama kyni. Þó er búist við því að einhver fylki kunni að andmæla niðurstöðum dómsins. Fyrir dóm dagsins voru samkynja hjónabönd lögleg í 37 af 50 fylkjum landsins og verður hinum 13 fylkjunum sem eftir standa gert að aflétta bönnum sínum hið fyrsta. Það gæti þýtt að fullkomnu jafnrétti í þessum málaflokki verði komið á í landinu öllu innan örfárra vikna. Hér að neðan er sagan rakin frá því að Massachusetts varð fyrsta ríkið til aflétta banninu á samkynja hjónaböndum árið 2004 allt til tíðinda dagsins. Níu dómarar kváðu upp dóm í málinu og mátti kosning þeirra vart tæpara standa. Fimm dómararar sögðu bann við samkynja hjónaböndum stangast á við stjórnarskrá Bandaríkjanna en fjórir ekki. Lokaorð dómsins eru allt að því póetísk. Þar er kveðið á um hjónabönd séu táknmynd ástar sem eru dauðanum yfirsterkari og að Hæstiréttur Bandaríkjanna vilji aflétta einsemd þeirra sem meinað er gifta sig sökum kynhneigðar sinnar. Lokaorðin má lesa hér að neðan. Supreme Court recognizes gay marriage nationwide http://t.co/M70IrdEbyE pic.twitter.com/Slqw7dHtkd— TIME.com (@TIME) June 26, 2015 Margir hafa fagnað úrskurði dómsins en hann er talinn stórt skref í jafnréttisbaráttu Bandaríkjanna. Þeirra á meðal er forsti landsins, Barack Obama, sem tísti eftirfarandi skilaboðum eftir að niðurstöðurnar lágu fyrir. Today is a big step in our march toward equality. Gay and lesbian couples now have the right to marry, just like anyone else. #LoveWins— President Obama (@POTUS) June 26, 2015 Hvíta húsið skipti um mynd á opinberri Facebook-síðu sinni eftir að niðurstöðurnar lágu fyrir. The White House changes their Facebook profile picture #SCOTUSMarriage pic.twitter.com/ozqqSZAFYv— Ashley Codianni (@AshleyCodianni) June 26, 2015 Hillary Clinton, forsetaframbjóðandi, lét sitt ekki eftir liggja og tísti orðinu 'Saga' í regnbogalitunum. Proud. pic.twitter.com/9J44PCYeuQ— Hillary Clinton (@HillaryClinton) June 26, 2015 Metsöluhöfundur Harry Potter-bókanna, J. K. Rowling fagnaði úrskurðinum sömuleiðis. Wow. Another historic day for #MarriageEquality! https://t.co/rkeVQUWb6r— J.K. Rowling (@jk_rowling) June 26, 2015 Þá hafa nær allar stærstu fréttamiðlar heimsins gert úrskurðinum skil. Hér að neðan má til að mynda sjá umfjöllun Time um málið og svipmyndir frá mannmergðinni sem beið niðurstaðnanna fyrr í dag.
Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Fleiri fréttir Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Sjá meira