Borgarstjóri og ráðherra rífast um Hvassahraun: „Þið ætlið að hrekja völlinn í burtu“ Birgir Olgeirsson skrifar 26. júní 2015 14:33 Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra og Dagur B. Eggertsson borgarstjóri hafa tekist á um flugsamgöngur á Facebook í dag. Vísir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra hafa tekist á um málefni Reykjavíkurflugvallar og niðurstöður Rögnunefndarinnar á Facebook-síðu ráðherrans. Líkt og fram hefur komið telur Rögnunefndin vænlegast að byggja nýjan flugvöll í Hvassahrauni af þeim möguleikum sem voru skoðaðir en Gunnar Bragi sagði í kjölfari á Facebook-síðu sinni að það kæmi ekki til greina að ríkið myndi bera kostnað við framkvæmdir á nýjum flugvöllinn sem er talinn nema 22 milljörðum króna.Segir Dag ætla að láta borgarbúa borga Gunnar hélt því fram að með þessu væri augljóst að Dagur B. Eggertsson borgarstjóri ætli að láta borgarbúa bera þann kostnað sem hlýst af framkvæmdum við nýjan flugvöll í Hvassahrauni. Dagur var snöggur til að svara þessu skoti utanríkisráðherrans og spurði hvort Seyðisfirðingar eigi að borga fyrir Fjarðaheiðargöng en Degi var í kjölfarið bent á að ef þau göng væru til staðar og Seyðisfirðingar vildu fá ný göng þá ættu þeir að bera kostnaðinn. Gunnar Bragi svaraði Degi á þá leið að borgarstjórnarmeirihlutinn væri að hrekja flugvöllinn úr Vatnsmýrinni og hljóti því að taka ábyrgð á því. Bætti hann því við að samlíkingin við Fjarðarheiðargöng væri órökrétt.Vildi málefnalegar umræður Dagur segir í kjölfarið við Gunnar Braga að eflaust eigi eftir að ræða margt varðandi þetta málefni á næstunni. „Skulum setjast að því borði og halda þessu á málefnalegum og uppbyggilegum nótum, er það ekki?“ Gunnar Bragi spyr á á móti hvort Dagur sé með þessu að segjast vera opinn fyrir því að ræða að flugvöllurinn verði á fram í Vatnsmýrinni. „Skýrslan og gögnin sem þar birtast leggur nýjan grunn að umræðunni og ég hef sagst vera tilbúinn til að tryggja rekstraröryggi í Vatnsmýri á meðan nauðsynlegar kannanir og framkvæmdir við nýjan völl standa yfir. Það stendur,“ svarar Dagur.Uppbyggingin á herðar borgarbúa Gunnar spyr á móti hvort að málefnalega umræðan sem Dagur bauð upp á snúist um hver muni borga flutninginn á flugvellinum í Hvassahraun. „Þess þarf ekki, þið ætlið að hrekja völlinn í burtu og setjið það þá á herðar borgarbúa að borga uppbyggingu á nýjum stað.“ Dagur segir Gunnar Braga misskilja málið því það hafi verið ráðherrann sem lagði málið upp þannig að það snúist um hver eigi að bera kostnaðinn. „Ég sagði að það þyrfti að ræða margt í þessu - og án þess að vera með einhvern tón - á báða bóga.“22 milljarðar króna í nýjan flugvöll. Kemur ekki til greina að ríkið beri þann kostnað, augljóst að Dagur ætlar borgarbúum að borga brúsann.Posted by Gunnar Bragi Sveinsson on Friday, June 26, 2015 Tengdar fréttir Höskuldur segir tímasóun að velta fyrir sér nýjum flugvelli í Hvassahrauni „Mín skoðun er sú að ég held að það verði aldrei meirihluti fyrir því á Alþingi að byggja alþjóðaflugvöll rétt hjá þeim sem er fyrir.“ 26. júní 2015 13:11 Telur ólíklegt að aukinn ferðatími breyti miklu Slökkviliðsstjórinn á höfuðborgarsvæðinu segir að sjaldan sé talin þörf á að flytja fólk með forgangsakstri frá flugvellinum á Landspítalann. 26. júní 2015 12:33 Forseti bæjarstjórnar segir skiptar skoðanir á mögulegum flugvelli í Hafnarfirði Guðlaug Kristjánsdóttir segir að ekki eigi að útiloka neina möguleika og segir Hvassahraun verða skoðað nánar sem mögulegt flugvallarstæði. 26. júní 2015 12:35 Mest lesið Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Sjá meira
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra hafa tekist á um málefni Reykjavíkurflugvallar og niðurstöður Rögnunefndarinnar á Facebook-síðu ráðherrans. Líkt og fram hefur komið telur Rögnunefndin vænlegast að byggja nýjan flugvöll í Hvassahrauni af þeim möguleikum sem voru skoðaðir en Gunnar Bragi sagði í kjölfari á Facebook-síðu sinni að það kæmi ekki til greina að ríkið myndi bera kostnað við framkvæmdir á nýjum flugvöllinn sem er talinn nema 22 milljörðum króna.Segir Dag ætla að láta borgarbúa borga Gunnar hélt því fram að með þessu væri augljóst að Dagur B. Eggertsson borgarstjóri ætli að láta borgarbúa bera þann kostnað sem hlýst af framkvæmdum við nýjan flugvöll í Hvassahrauni. Dagur var snöggur til að svara þessu skoti utanríkisráðherrans og spurði hvort Seyðisfirðingar eigi að borga fyrir Fjarðaheiðargöng en Degi var í kjölfarið bent á að ef þau göng væru til staðar og Seyðisfirðingar vildu fá ný göng þá ættu þeir að bera kostnaðinn. Gunnar Bragi svaraði Degi á þá leið að borgarstjórnarmeirihlutinn væri að hrekja flugvöllinn úr Vatnsmýrinni og hljóti því að taka ábyrgð á því. Bætti hann því við að samlíkingin við Fjarðarheiðargöng væri órökrétt.Vildi málefnalegar umræður Dagur segir í kjölfarið við Gunnar Braga að eflaust eigi eftir að ræða margt varðandi þetta málefni á næstunni. „Skulum setjast að því borði og halda þessu á málefnalegum og uppbyggilegum nótum, er það ekki?“ Gunnar Bragi spyr á á móti hvort Dagur sé með þessu að segjast vera opinn fyrir því að ræða að flugvöllurinn verði á fram í Vatnsmýrinni. „Skýrslan og gögnin sem þar birtast leggur nýjan grunn að umræðunni og ég hef sagst vera tilbúinn til að tryggja rekstraröryggi í Vatnsmýri á meðan nauðsynlegar kannanir og framkvæmdir við nýjan völl standa yfir. Það stendur,“ svarar Dagur.Uppbyggingin á herðar borgarbúa Gunnar spyr á móti hvort að málefnalega umræðan sem Dagur bauð upp á snúist um hver muni borga flutninginn á flugvellinum í Hvassahraun. „Þess þarf ekki, þið ætlið að hrekja völlinn í burtu og setjið það þá á herðar borgarbúa að borga uppbyggingu á nýjum stað.“ Dagur segir Gunnar Braga misskilja málið því það hafi verið ráðherrann sem lagði málið upp þannig að það snúist um hver eigi að bera kostnaðinn. „Ég sagði að það þyrfti að ræða margt í þessu - og án þess að vera með einhvern tón - á báða bóga.“22 milljarðar króna í nýjan flugvöll. Kemur ekki til greina að ríkið beri þann kostnað, augljóst að Dagur ætlar borgarbúum að borga brúsann.Posted by Gunnar Bragi Sveinsson on Friday, June 26, 2015
Tengdar fréttir Höskuldur segir tímasóun að velta fyrir sér nýjum flugvelli í Hvassahrauni „Mín skoðun er sú að ég held að það verði aldrei meirihluti fyrir því á Alþingi að byggja alþjóðaflugvöll rétt hjá þeim sem er fyrir.“ 26. júní 2015 13:11 Telur ólíklegt að aukinn ferðatími breyti miklu Slökkviliðsstjórinn á höfuðborgarsvæðinu segir að sjaldan sé talin þörf á að flytja fólk með forgangsakstri frá flugvellinum á Landspítalann. 26. júní 2015 12:33 Forseti bæjarstjórnar segir skiptar skoðanir á mögulegum flugvelli í Hafnarfirði Guðlaug Kristjánsdóttir segir að ekki eigi að útiloka neina möguleika og segir Hvassahraun verða skoðað nánar sem mögulegt flugvallarstæði. 26. júní 2015 12:35 Mest lesið Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Sjá meira
Höskuldur segir tímasóun að velta fyrir sér nýjum flugvelli í Hvassahrauni „Mín skoðun er sú að ég held að það verði aldrei meirihluti fyrir því á Alþingi að byggja alþjóðaflugvöll rétt hjá þeim sem er fyrir.“ 26. júní 2015 13:11
Telur ólíklegt að aukinn ferðatími breyti miklu Slökkviliðsstjórinn á höfuðborgarsvæðinu segir að sjaldan sé talin þörf á að flytja fólk með forgangsakstri frá flugvellinum á Landspítalann. 26. júní 2015 12:33
Forseti bæjarstjórnar segir skiptar skoðanir á mögulegum flugvelli í Hafnarfirði Guðlaug Kristjánsdóttir segir að ekki eigi að útiloka neina möguleika og segir Hvassahraun verða skoðað nánar sem mögulegt flugvallarstæði. 26. júní 2015 12:35