Fjórtán ára gamalt „shaken baby“ mál tekið upp að nýju Samúel Karl Ólason skrifar 26. júní 2015 21:01 Sigurður Guðmundsson og Sveinn Andri Sveinsson. Vísir/Ernir Beiðni Sigurðar Guðmundssonar um endurupptöku máls þar sem hann var sakfelldur fyrir að hafa valdið ungbarni dauða með því að hrista það, hefur verið samþykkt. Sigurður var dæmdur í þriggja ára fangelsi árið 2002 yfir að hafa valdið dauða níu mánaða drengs sem var í daggæslu hjá honum og þáverandi konu hans í maí 2001. Hæstiréttur mildaði dóminn í átján mánuði. Hann sat í fangelsi í ár, þar sem hann lenti í slysi sem gerði hann að öryrkja. Sigurður hefur barist fyrir endurupptöku málsins síðan þá. Sigurður hefur ávalt haldið fram sakleysi sínu og nú verður málið tekið upp að nýju. Lögmaður hans, Sveinn Andri Sveinsson, fór fram á endurupptöku þann 15. ágúst 2013. Endurupptökunefnd úrskurðaði í málinu í gær. Beiðnin byggir að miklu leyti á nýjum gögnum sem hefðu haft veruleg áhrif á niðurstöðu málsins hefðu þau komið í ljós áður en dæmt var í málinu. Þar að auki séu verulegar líkur leiddar að því að sönnunargögn hafi verið rangt metin við meðferð málsins.Aðrar orsakir ekki útilokaðar Dr. Wayne Squier var fenginn til að leggja mat á hver væri líklegasta dánarorsök drengsins. Ef ekki væri hægt að kveða um það, var hann beðinn um að leggja mat á hvort hægt væri að útiloka að aðrar orsakir kynnu að hafa leitt drenginn til dauða. Hann komst ekki að niðurstöðu um dánarorsök. Hann sagði einnig að taugameinafræðileg einkenni hafi ekki verið ótilgreind í þeim hlutum sem hann kannaði og hefðu getað stafað af truflunum á blóðstreymi og/eða súrefnisflæði til heilans. Í þriðja lagi komst Squier að þeirri niðurstöðu að engin ótvíræð gögn hafi verið um högg og engin merki um áverka sem samsvari harkalegum hristingi. Þar að auki sagði hann að engar klínískar rannsóknir og krufning hafi sýnt fram á merki um ofbeldi eða gripför, mar eða rifsbeinsbrot. Það væri viðbúið ef níu mánaða barn væri hrist harkalega. Að lokum taldi hann að skoða þyrfti margar aðrar samanburðargreiningar. Í niðurstöðu nefndarinnar segir að mælingar og rannsóknir sem gætu hafa útilokað aðrar orsakir hafi ekki verið gerðar. Tengdar fréttir Efast um að drengurinn hafi látist vegna hristings Dr. Waney Squier, breskur sérfræðingur í meinafræði, gaf álit sitt í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag varðandi dánarorsök 9 mánaða gamals drengs sem lést í umsjón dagforeldra árið 2001. 9. desember 2014 17:07 Dæmdur fyrir að verða kornabarni að bana - vill endurupptöku málsins Maður sem dæmdur var í átján mánaða fangelsi í Hæstarétti fyrir níu árum fyrir að valda dauða níu mánaða drengs með hristingi, ætlar að fara fram á að mál sitt verði endurupptekið. Hann vísar í álit erlendra sérfæðinga og nýjar rannsóknir. 20. febrúar 2012 18:28 Segir útilokað að andlát megi rekja til ungbarnahristings Breskur taugameinafræðingur og dómkvaddur sérfræðingur í máli manns sem dæmdur var í átján mánaða fangelsi fyrir að valda dauða 9 mánaða drengs með hristingi fyrir áratug, hefur í skýrslu sinni útilokað að dauða barnsins megi rekja til heilkennis ungbarnahristings. Lögmaður mannsins segir skýrsluna verða lagða fyrir endurupptökunefnd og farið verði fram á endurupptöku málsins. 4. júní 2013 18:45 Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Innlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Erlent „Allt tal um baktjaldamakk er tóm þvæla“ Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent Kórmenn fastir um allan fjörð og uppseldum tónleikum frestað Innlent Fleiri fréttir Mannskætt flugslys, öfgaveður og Alfreð Finnboga Kórmenn fastir um allan fjörð og uppseldum tónleikum frestað „Allt tal um baktjaldamakk er tóm þvæla“ Straumar og stefnur stjórnmálanna 2024 Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Sjá meira
Beiðni Sigurðar Guðmundssonar um endurupptöku máls þar sem hann var sakfelldur fyrir að hafa valdið ungbarni dauða með því að hrista það, hefur verið samþykkt. Sigurður var dæmdur í þriggja ára fangelsi árið 2002 yfir að hafa valdið dauða níu mánaða drengs sem var í daggæslu hjá honum og þáverandi konu hans í maí 2001. Hæstiréttur mildaði dóminn í átján mánuði. Hann sat í fangelsi í ár, þar sem hann lenti í slysi sem gerði hann að öryrkja. Sigurður hefur barist fyrir endurupptöku málsins síðan þá. Sigurður hefur ávalt haldið fram sakleysi sínu og nú verður málið tekið upp að nýju. Lögmaður hans, Sveinn Andri Sveinsson, fór fram á endurupptöku þann 15. ágúst 2013. Endurupptökunefnd úrskurðaði í málinu í gær. Beiðnin byggir að miklu leyti á nýjum gögnum sem hefðu haft veruleg áhrif á niðurstöðu málsins hefðu þau komið í ljós áður en dæmt var í málinu. Þar að auki séu verulegar líkur leiddar að því að sönnunargögn hafi verið rangt metin við meðferð málsins.Aðrar orsakir ekki útilokaðar Dr. Wayne Squier var fenginn til að leggja mat á hver væri líklegasta dánarorsök drengsins. Ef ekki væri hægt að kveða um það, var hann beðinn um að leggja mat á hvort hægt væri að útiloka að aðrar orsakir kynnu að hafa leitt drenginn til dauða. Hann komst ekki að niðurstöðu um dánarorsök. Hann sagði einnig að taugameinafræðileg einkenni hafi ekki verið ótilgreind í þeim hlutum sem hann kannaði og hefðu getað stafað af truflunum á blóðstreymi og/eða súrefnisflæði til heilans. Í þriðja lagi komst Squier að þeirri niðurstöðu að engin ótvíræð gögn hafi verið um högg og engin merki um áverka sem samsvari harkalegum hristingi. Þar að auki sagði hann að engar klínískar rannsóknir og krufning hafi sýnt fram á merki um ofbeldi eða gripför, mar eða rifsbeinsbrot. Það væri viðbúið ef níu mánaða barn væri hrist harkalega. Að lokum taldi hann að skoða þyrfti margar aðrar samanburðargreiningar. Í niðurstöðu nefndarinnar segir að mælingar og rannsóknir sem gætu hafa útilokað aðrar orsakir hafi ekki verið gerðar.
Tengdar fréttir Efast um að drengurinn hafi látist vegna hristings Dr. Waney Squier, breskur sérfræðingur í meinafræði, gaf álit sitt í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag varðandi dánarorsök 9 mánaða gamals drengs sem lést í umsjón dagforeldra árið 2001. 9. desember 2014 17:07 Dæmdur fyrir að verða kornabarni að bana - vill endurupptöku málsins Maður sem dæmdur var í átján mánaða fangelsi í Hæstarétti fyrir níu árum fyrir að valda dauða níu mánaða drengs með hristingi, ætlar að fara fram á að mál sitt verði endurupptekið. Hann vísar í álit erlendra sérfæðinga og nýjar rannsóknir. 20. febrúar 2012 18:28 Segir útilokað að andlát megi rekja til ungbarnahristings Breskur taugameinafræðingur og dómkvaddur sérfræðingur í máli manns sem dæmdur var í átján mánaða fangelsi fyrir að valda dauða 9 mánaða drengs með hristingi fyrir áratug, hefur í skýrslu sinni útilokað að dauða barnsins megi rekja til heilkennis ungbarnahristings. Lögmaður mannsins segir skýrsluna verða lagða fyrir endurupptökunefnd og farið verði fram á endurupptöku málsins. 4. júní 2013 18:45 Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Innlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Erlent „Allt tal um baktjaldamakk er tóm þvæla“ Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent Kórmenn fastir um allan fjörð og uppseldum tónleikum frestað Innlent Fleiri fréttir Mannskætt flugslys, öfgaveður og Alfreð Finnboga Kórmenn fastir um allan fjörð og uppseldum tónleikum frestað „Allt tal um baktjaldamakk er tóm þvæla“ Straumar og stefnur stjórnmálanna 2024 Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Sjá meira
Efast um að drengurinn hafi látist vegna hristings Dr. Waney Squier, breskur sérfræðingur í meinafræði, gaf álit sitt í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag varðandi dánarorsök 9 mánaða gamals drengs sem lést í umsjón dagforeldra árið 2001. 9. desember 2014 17:07
Dæmdur fyrir að verða kornabarni að bana - vill endurupptöku málsins Maður sem dæmdur var í átján mánaða fangelsi í Hæstarétti fyrir níu árum fyrir að valda dauða níu mánaða drengs með hristingi, ætlar að fara fram á að mál sitt verði endurupptekið. Hann vísar í álit erlendra sérfæðinga og nýjar rannsóknir. 20. febrúar 2012 18:28
Segir útilokað að andlát megi rekja til ungbarnahristings Breskur taugameinafræðingur og dómkvaddur sérfræðingur í máli manns sem dæmdur var í átján mánaða fangelsi fyrir að valda dauða 9 mánaða drengs með hristingi fyrir áratug, hefur í skýrslu sinni útilokað að dauða barnsins megi rekja til heilkennis ungbarnahristings. Lögmaður mannsins segir skýrsluna verða lagða fyrir endurupptökunefnd og farið verði fram á endurupptöku málsins. 4. júní 2013 18:45