Innlent

Nóróveira í skemmtiferðaskipi

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/GVA
Mögulega eru um hundrað manns veikir í skemmtiferðaskipinu Ryndham sem er í Reykjavík. Fólkið smitaðist líklegast af bráðsmitandi nóróveiru sem veldur iðrasýkingum, ógleði, uppköstum og niðurgangi. Þetta kom fram á vef DV í dag.

Þar kemur fram að fulltrúi hjá Landlæknaembættinu segi að fagleg vinnubrögð um borð hafi komið í veg fyrir fleiri smit og að veiran bærist úr skipinu. Þúsundir farþega eru um borð og var hreinsunarteymi sent um borð til að sinna hreinsunarstörfum.

Samkvæmt vef Landlæknis eru nóróveirur víða í umhverfinu. Meðal smitleiða eru:

Að borða mat eða drekka vökva sem eru mengaðir af veirunni.

Að snerta yfirborð eða hluti sem er mengað og stinga síðan hendinni í munninn.

Að vera í snertingu við annan einstakling sem er sýktur og með einkenni, t.d. þegar verið er að sinna veikum einstaklingum eða deila mat eða mataráhöldum með einhverjum sem er veikur og þegar ungum bleiubörnum með niðurgang er sinnt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×