Stefnum á 40% minni losun Svavar Hávarðsson skrifar 26. júní 2015 07:00 Bandaríkin og Kína hafa sameiginlega tilkynnt um markmið sín – nokkuð sem hefur gríðarlegt vægi. nordicphotos/afp Landsmarkmið Íslands fyrir fyrirhugaða loftslagsráðstefnu í París er að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda um 40 prósent fyrir árið 2030. Markmiðin verða kynnt í ríkisstjórn í næstu viku. Þetta kom fram í máli Sigrúnar Magnúsdóttur umhverfisráðherra við fyrirspurn Katrínar Jakobsdóttur, formanns Vinstri grænna, í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í gær. Katrín kallaði eftir loftslagsmarkmiðum Íslands, enda væri um að ræða stærsta viðfangsefni samtímans sem gjarnan gleymdist í daglegu argaþrasi þingsins.Sigrún MagnúsdóttirSigrún svaraði því til að verið væri að vinna markmið Íslands og að þau yrðu lögð fram í ríkisstjórn „áður en þing fer heim í næstu viku“. Hún sagði einnig „mjög líklegt, svo ég segi það, að við munum fylgja Noregi og Evrópu“. Orð hennar verða ekki skilin öðruvísi en að ákvörðun liggi fyrir. Norðmenn kynntu Sameinuðu þjóðunum áætlun sína fyrir Parísarfundinn fyrir 31. mars – í tæka tíð líkt og ESB og aðildarríki þess. Stefnt er að því að Noregur semji við ESB um að ná markmiðunum í sameiningu, en ef samkomulag næst ekki ætla Norðmenn að gera slíkt upp á eigin spýtur, eins og segir í tilkynningu norska utanríkisráðuneytisins frá þeim tíma og frétt þar um á heimasíðu upplýsingaskrifstofu SÞ fyrir Vestur-Evrópu.Katrín JakobsdóttirVill róttækar aðgerðir því hvatahugsun hefur ekki skilað árangri Ef markmið ESB og Noregs er skoðað, þá segir þar að stefnt sé að 40 prósenta samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda „hið minnsta“. Er þá reiknað út frá útblæstri árið 1990 eins og venja er í alþjóðasáttmálum um loftslagsmál. Norðmenn hafa sagt í því samhengi að þeir muni íhuga að auka niðurskurð fram yfir 40 prósent ef það kynni að stuðla að metnaðarfyllra samkomulagi í París á heimsvísu. Katrín bað ráðherra vinsamlegast um að nefndir þingsins fengju kynningu á markmiðum Íslands á sama tíma og ríkisstjórnin og hvatti ráðherra til þess „að þau markmið sem verða kynnt hér í næstu viku verði róttæk, þannig að við getum átt von á að þau skili einhverjum árangri“, sagði Katrín.Stórir sem smáir sitja við sama borð BodyEitt það markverðasta við loftslagssamninginn sem verður undirritaður í París í desember, og helsta breytingin, er að hverju ríki verður það í sjálfsvald sett hvaða skuldbindingar það gengst undir og til hvaða aðgerða það treystir sér að grípa. Nýtt samkomulag mun koma í stað Kýótó-bókunarinnar við loftslagssamninginn sem hefur verið í gildi frá 1997, og gildir til 2020. Eins og þekkt er gekkst fjöldi ríkja ekki undir bókunina, eins og mörg þróunarríki, en einnig Bandaríkin. Öll ríki munu hins vegar falla undir samninginn sem gerður verður í París. Allir, stórir sem smáir, munu því sitja við sama borð. Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fleiri fréttir Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Sjá meira
Landsmarkmið Íslands fyrir fyrirhugaða loftslagsráðstefnu í París er að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda um 40 prósent fyrir árið 2030. Markmiðin verða kynnt í ríkisstjórn í næstu viku. Þetta kom fram í máli Sigrúnar Magnúsdóttur umhverfisráðherra við fyrirspurn Katrínar Jakobsdóttur, formanns Vinstri grænna, í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í gær. Katrín kallaði eftir loftslagsmarkmiðum Íslands, enda væri um að ræða stærsta viðfangsefni samtímans sem gjarnan gleymdist í daglegu argaþrasi þingsins.Sigrún MagnúsdóttirSigrún svaraði því til að verið væri að vinna markmið Íslands og að þau yrðu lögð fram í ríkisstjórn „áður en þing fer heim í næstu viku“. Hún sagði einnig „mjög líklegt, svo ég segi það, að við munum fylgja Noregi og Evrópu“. Orð hennar verða ekki skilin öðruvísi en að ákvörðun liggi fyrir. Norðmenn kynntu Sameinuðu þjóðunum áætlun sína fyrir Parísarfundinn fyrir 31. mars – í tæka tíð líkt og ESB og aðildarríki þess. Stefnt er að því að Noregur semji við ESB um að ná markmiðunum í sameiningu, en ef samkomulag næst ekki ætla Norðmenn að gera slíkt upp á eigin spýtur, eins og segir í tilkynningu norska utanríkisráðuneytisins frá þeim tíma og frétt þar um á heimasíðu upplýsingaskrifstofu SÞ fyrir Vestur-Evrópu.Katrín JakobsdóttirVill róttækar aðgerðir því hvatahugsun hefur ekki skilað árangri Ef markmið ESB og Noregs er skoðað, þá segir þar að stefnt sé að 40 prósenta samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda „hið minnsta“. Er þá reiknað út frá útblæstri árið 1990 eins og venja er í alþjóðasáttmálum um loftslagsmál. Norðmenn hafa sagt í því samhengi að þeir muni íhuga að auka niðurskurð fram yfir 40 prósent ef það kynni að stuðla að metnaðarfyllra samkomulagi í París á heimsvísu. Katrín bað ráðherra vinsamlegast um að nefndir þingsins fengju kynningu á markmiðum Íslands á sama tíma og ríkisstjórnin og hvatti ráðherra til þess „að þau markmið sem verða kynnt hér í næstu viku verði róttæk, þannig að við getum átt von á að þau skili einhverjum árangri“, sagði Katrín.Stórir sem smáir sitja við sama borð BodyEitt það markverðasta við loftslagssamninginn sem verður undirritaður í París í desember, og helsta breytingin, er að hverju ríki verður það í sjálfsvald sett hvaða skuldbindingar það gengst undir og til hvaða aðgerða það treystir sér að grípa. Nýtt samkomulag mun koma í stað Kýótó-bókunarinnar við loftslagssamninginn sem hefur verið í gildi frá 1997, og gildir til 2020. Eins og þekkt er gekkst fjöldi ríkja ekki undir bókunina, eins og mörg þróunarríki, en einnig Bandaríkin. Öll ríki munu hins vegar falla undir samninginn sem gerður verður í París. Allir, stórir sem smáir, munu því sitja við sama borð.
Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fleiri fréttir Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Sjá meira