Fordæmalaust klúður meirihlutans Hildur Sverrisdóttir skrifar 23. september 2015 07:00 Undanfarna daga höfum við horft upp á ógurlegt klúður í borgarstjórn. Meirihlutinn hefur viðurkennt að hafa ekki haft hugmynd um hvað hann var að samþykkja þegar ákveðið var að sniðganga vörur frá Ísrael eða hverjar afleiðingarnar yrðu. Þær hafa reynst margvíslegar, bæði fyrir viðskiptahagsmuni og orðspor Íslands. Sumir spyrja: Var ekki verið að standa á prinsippum um mannréttindi? Er ekki sjálfsagt að taka afleiðingunum? Það væri það ef til þess bærir aðilar hefðu tekið ákvörðunina, í samstarfi við bandalagsríki okkar. En samþykkt borgarstjórnar gekk þvert á utanríkisstefnu Íslands og utanríkisviðskiptastefnuna eins og hún hefur verið praktíseruð; að eiga sem frjálsust viðskipti við öll ríki þótt við höfum mögulega enga velþóknun á stjórnarfari þeirra. Þessar heimatilbúnu refsiaðgerðir ganga líka gegn landslögum. Þess vegna eru neikvæðu afleiðingarnar ólíðandi; þær koma til af því að ákvörðunin var illa ígrunduð og undirbúin. Klúðrið vindur upp á sig nánast daglega. Borgarstjóri er duglegur að vitna í að innkaupastefna borgarinnar heimili ákvarðanir um innkaup á grundvelli mannréttindasjónarmiða. Í gær upplýstist á fundi mannréttindaráðs að framkvæmd þeirra ákvæða stefnunnar hefur aldrei verið útfærð og borgarkerfið telur það taka þrjú ár, enda vandasamt og hugsanlega illframkvæmanlegt innan ramma landslaga. Meirihlutinn hefur með öðrum orðum heldur ekki hugmynd um hvernig á að fylgja reglunum, sem hann vitnar stöðugt í. Ég stóð í þeirri trú að það ætti að reyna að vinda ofan af þessu máli á borgarstjórnarfundi í gær. Því miður virtist meirihlutinn ekki bera nógu mikla virðingu fyrir alvarleika þess til að svara skýrt hvort ætti að draga samþykktina til baka og setja afgerandi punkt eða finna nýja útfærslu á að sniðganga ísraelskar vörur. Í annarri atrennu reyndist meirihlutinn aftur illa undirbúinn og ræður ekki við málið. Það er þá ágætt að það er ekki hlutverk hans að beita ríki viðskiptaþvingunum. Nú ættu flokkarnir fjórir að leggja af sína vel meinandi en vanhugsuðu utanríkisstefnu og láta réttum stjórnvöldum eftir að styðja Palestínuríki og gagnrýna mannréttindabrot í Mið-Austurlöndum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hildur Sverrisdóttir Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Sjá meira
Undanfarna daga höfum við horft upp á ógurlegt klúður í borgarstjórn. Meirihlutinn hefur viðurkennt að hafa ekki haft hugmynd um hvað hann var að samþykkja þegar ákveðið var að sniðganga vörur frá Ísrael eða hverjar afleiðingarnar yrðu. Þær hafa reynst margvíslegar, bæði fyrir viðskiptahagsmuni og orðspor Íslands. Sumir spyrja: Var ekki verið að standa á prinsippum um mannréttindi? Er ekki sjálfsagt að taka afleiðingunum? Það væri það ef til þess bærir aðilar hefðu tekið ákvörðunina, í samstarfi við bandalagsríki okkar. En samþykkt borgarstjórnar gekk þvert á utanríkisstefnu Íslands og utanríkisviðskiptastefnuna eins og hún hefur verið praktíseruð; að eiga sem frjálsust viðskipti við öll ríki þótt við höfum mögulega enga velþóknun á stjórnarfari þeirra. Þessar heimatilbúnu refsiaðgerðir ganga líka gegn landslögum. Þess vegna eru neikvæðu afleiðingarnar ólíðandi; þær koma til af því að ákvörðunin var illa ígrunduð og undirbúin. Klúðrið vindur upp á sig nánast daglega. Borgarstjóri er duglegur að vitna í að innkaupastefna borgarinnar heimili ákvarðanir um innkaup á grundvelli mannréttindasjónarmiða. Í gær upplýstist á fundi mannréttindaráðs að framkvæmd þeirra ákvæða stefnunnar hefur aldrei verið útfærð og borgarkerfið telur það taka þrjú ár, enda vandasamt og hugsanlega illframkvæmanlegt innan ramma landslaga. Meirihlutinn hefur með öðrum orðum heldur ekki hugmynd um hvernig á að fylgja reglunum, sem hann vitnar stöðugt í. Ég stóð í þeirri trú að það ætti að reyna að vinda ofan af þessu máli á borgarstjórnarfundi í gær. Því miður virtist meirihlutinn ekki bera nógu mikla virðingu fyrir alvarleika þess til að svara skýrt hvort ætti að draga samþykktina til baka og setja afgerandi punkt eða finna nýja útfærslu á að sniðganga ísraelskar vörur. Í annarri atrennu reyndist meirihlutinn aftur illa undirbúinn og ræður ekki við málið. Það er þá ágætt að það er ekki hlutverk hans að beita ríki viðskiptaþvingunum. Nú ættu flokkarnir fjórir að leggja af sína vel meinandi en vanhugsuðu utanríkisstefnu og láta réttum stjórnvöldum eftir að styðja Palestínuríki og gagnrýna mannréttindabrot í Mið-Austurlöndum.
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun