Magic og Jordan í draumaliði Shaq en enginn Kobe Tómas Þór Þórðarson skrifar 23. september 2015 07:45 Kobe Bryant og Shaq unnu þrjá titla saman með Lakers en voru engir vinir. vísir/getty Kevin Durant, leikmaður Oklahoma City Thunder í NBA-deildinni, valdi draumaliðið sitt í NBA á dögunum og virðist hafa komið af stað tískubólu vestanhafs. Durant var með Magic Johnson sem leikstjórnanda, Kobe Bryant sem skotbakvörð, Michael Jordan í þristinum, Tim Duncan sem kraftframherja og Shaquille O'Neal undir körfunni. Nú er Shaq búinn að velja sitt lið, en hann var fenginn til þess af blaðamanni í New Orleans. ESPN greinir frá. Hann, eins og Durant, er með Magic sem leikstjórnanda en Michael Jordan er í hinni bakvarðarstöðunni. Julius Erving spilar þristinn í liði Shaq, Karl Malone er kraftframherji og Bill Russell, sem vann ellefu titla með Boston Celtics, er miðherji liðsins. „Bill Russell vann ellefu meistaratitla. Charles Barkley er minn maður, en ég er hrifnari af Karl Malone. Svo er það náttúrlega maðurinn sem gerði mig að því sem ég er; Dr. J, Julius Erving. Michael Jordan spilar tvistinn og stóri leikstjórnandinn er Magic,“ segir Shaq þegar hann útskýrir valið. Þessi fjórfaldi fyrrverandi NBA-meistari vildi þó taka eitt skýrt fram þar sem hann vissi að blaðamenn myndu gera stórmál úr því að Kobe komst ekki í liðið hans. „Ég sé alveg vandamálið við að svara þessari spurngu. Fullt af fólki mun sárna þetta val. Síðan munuð þið blaðamennirnir reyna að búa til vandræði þar sem Shaq valdi ekki Kobe. Þá byrjar þetta Shaq og Kobe-dæmi aftur,“ segir Shaq. „En þetta er draumaliðið mitt og mennirnir eru valdir fyrir það sem þeir afrekuðu. Russell er kannski ekki með frábærar tölur, en hann vann ellefu meistaratitla og þann árangur mun enginn bæta,“ segir Shaquille O'Neal.Draumalið Shaq: 1) Magic Johnson 2) Michael Jordan 3) Julius Erving 4) Karl Malone 5) Bill Russell NBA Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Í beinni: Nott. Forest - Arsenal | Skytturnar í Skírisskógi Enski boltinn Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Handbolti „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Í beinni: Man Utd - Ipswich | Enda ófarirnar? Enski boltinn Fleiri fréttir Leik lokið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Sjá meira
Kevin Durant, leikmaður Oklahoma City Thunder í NBA-deildinni, valdi draumaliðið sitt í NBA á dögunum og virðist hafa komið af stað tískubólu vestanhafs. Durant var með Magic Johnson sem leikstjórnanda, Kobe Bryant sem skotbakvörð, Michael Jordan í þristinum, Tim Duncan sem kraftframherja og Shaquille O'Neal undir körfunni. Nú er Shaq búinn að velja sitt lið, en hann var fenginn til þess af blaðamanni í New Orleans. ESPN greinir frá. Hann, eins og Durant, er með Magic sem leikstjórnanda en Michael Jordan er í hinni bakvarðarstöðunni. Julius Erving spilar þristinn í liði Shaq, Karl Malone er kraftframherji og Bill Russell, sem vann ellefu titla með Boston Celtics, er miðherji liðsins. „Bill Russell vann ellefu meistaratitla. Charles Barkley er minn maður, en ég er hrifnari af Karl Malone. Svo er það náttúrlega maðurinn sem gerði mig að því sem ég er; Dr. J, Julius Erving. Michael Jordan spilar tvistinn og stóri leikstjórnandinn er Magic,“ segir Shaq þegar hann útskýrir valið. Þessi fjórfaldi fyrrverandi NBA-meistari vildi þó taka eitt skýrt fram þar sem hann vissi að blaðamenn myndu gera stórmál úr því að Kobe komst ekki í liðið hans. „Ég sé alveg vandamálið við að svara þessari spurngu. Fullt af fólki mun sárna þetta val. Síðan munuð þið blaðamennirnir reyna að búa til vandræði þar sem Shaq valdi ekki Kobe. Þá byrjar þetta Shaq og Kobe-dæmi aftur,“ segir Shaq. „En þetta er draumaliðið mitt og mennirnir eru valdir fyrir það sem þeir afrekuðu. Russell er kannski ekki með frábærar tölur, en hann vann ellefu meistaratitla og þann árangur mun enginn bæta,“ segir Shaquille O'Neal.Draumalið Shaq: 1) Magic Johnson 2) Michael Jordan 3) Julius Erving 4) Karl Malone 5) Bill Russell
NBA Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Í beinni: Nott. Forest - Arsenal | Skytturnar í Skírisskógi Enski boltinn Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Handbolti „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Í beinni: Man Utd - Ipswich | Enda ófarirnar? Enski boltinn Fleiri fréttir Leik lokið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Sjá meira