Tekist á í ráðhúsinu Kristjana Guðbrandsdóttir skrifar 23. september 2015 07:00 Samþykkt var tillaga um að draga til baka samþykkt um sniðgöngu frá því í síðustu viku á aukafundi borgarstjórnar í gær. Vísir/Vilhelm Á aukafundi í borgarstjórn í gær í ráðhúsi Reykjavíkur var tekist á um skaða vegna samþykktar borgarráðs um sniðgöngu á ísraelskum vörum, hvort samþykktin hefði falið í sér lögbrot eða ekki og næstu skref. Borgarfulltrúum var mörgum heitt í hamsi. Þá var fjölmennt á áhorfendapöllum. Þar skiptist fólk í fylkingar og mátti sjá fólk með ísraelska fána og svo aðra með palestínska fána og spjöld þar sem minnt var á mannréttindi Palestínumanna.Fundurinn var haldinn að beiðni borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina. Aðeins tvö mál voru á dagskrá fundarins; tvær samhljóðar tillögur um að draga til baka samþykkt borgarstjórnar frá því í seinustu viku um að sniðganga ísraelskar vörur. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri ítrekaði að ákvörðunin hafi ekki verið nægilega undirbúin en tók einnig fram að með því að draga tillöguna til baka sé ekki verið að senda þau skilaboð að Reykjavík standi ekki með mannréttindum. Sóley Tómasdóttir forseti borgarstjórnar minnti á innihald tillögunnar, að standa með mannréttindum Palestínumanna á hernumdum svæðum. Hún væri viss um þörfina hún væri enn vissari eftir atburði síðustu viku og þau hörðu viðbrögð sem samþykktin hefur vakið. „Við erum í alþjóðlegu samhengi rasistar. Ykkur er sama um það,“ sagði Áslaug Friðriksdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í ræðu sinni og sagði borgarfulltrúum meirihlutans standa á sama um afleiðingar ákvörðunar í síðustu viku. „Heimurinn hættir ekki að snúast, við munum halda áfram að bera fram tillögur,“ sagði S. Björn Blöndal, formaður borgarráðs og ítrekaði tvisvar sinnum við Áslaugu að honum stæði ekki á sama. Svo fór eins og lagt var upp með að tillögurnar sem voru til umfjöllunar voru samþykktar með fimmtán atkvæðum. Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Fleiri fréttir „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sjá meira
Á aukafundi í borgarstjórn í gær í ráðhúsi Reykjavíkur var tekist á um skaða vegna samþykktar borgarráðs um sniðgöngu á ísraelskum vörum, hvort samþykktin hefði falið í sér lögbrot eða ekki og næstu skref. Borgarfulltrúum var mörgum heitt í hamsi. Þá var fjölmennt á áhorfendapöllum. Þar skiptist fólk í fylkingar og mátti sjá fólk með ísraelska fána og svo aðra með palestínska fána og spjöld þar sem minnt var á mannréttindi Palestínumanna.Fundurinn var haldinn að beiðni borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina. Aðeins tvö mál voru á dagskrá fundarins; tvær samhljóðar tillögur um að draga til baka samþykkt borgarstjórnar frá því í seinustu viku um að sniðganga ísraelskar vörur. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri ítrekaði að ákvörðunin hafi ekki verið nægilega undirbúin en tók einnig fram að með því að draga tillöguna til baka sé ekki verið að senda þau skilaboð að Reykjavík standi ekki með mannréttindum. Sóley Tómasdóttir forseti borgarstjórnar minnti á innihald tillögunnar, að standa með mannréttindum Palestínumanna á hernumdum svæðum. Hún væri viss um þörfina hún væri enn vissari eftir atburði síðustu viku og þau hörðu viðbrögð sem samþykktin hefur vakið. „Við erum í alþjóðlegu samhengi rasistar. Ykkur er sama um það,“ sagði Áslaug Friðriksdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í ræðu sinni og sagði borgarfulltrúum meirihlutans standa á sama um afleiðingar ákvörðunar í síðustu viku. „Heimurinn hættir ekki að snúast, við munum halda áfram að bera fram tillögur,“ sagði S. Björn Blöndal, formaður borgarráðs og ítrekaði tvisvar sinnum við Áslaugu að honum stæði ekki á sama. Svo fór eins og lagt var upp með að tillögurnar sem voru til umfjöllunar voru samþykktar með fimmtán atkvæðum.
Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Fleiri fréttir „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sjá meira