Lögreglan vill fara nýjar leiðir til að koma upp um hraðakstur Jóhann Óli Eiðsson skrifar 23. september 2015 13:03 Hingað til hafa aðeins svokallaðar punktmyndavélar verið notaðar á Íslandi. vísir/pjetur Til skoðunar er að taka upp svo kallaðar meðalhraðamyndavélar við sjálfvirkt umferðareftirlit á vegum landsins. Eins og málum er háttað núna eru átján stafrænar hraðamyndavélar starfræktar á landinu en þær eru allar staðbundnar. Meðalhraðavélarnar virka á þann veg að myndavélarnar eru í raun tvær á ákveðnum vegarkafla og báðar smella mynd af bílnum. Myndavélarnar eru búnar sjálfvirkum búnaði sem les á númeraplötuna og ber þannig kennsl á bílinn. Tölvubúnaðurinn sér síðan hvenær myndirnar voru teknar og þar með hve langur tími leið á milli þeirra. Myndir sem sýna ökumenn fara hraðar en leyfilegt er á milli myndavélanna eru vistaðar og ökumenn bílanna geta átt von á sekt en aðrar myndir eyðast samstundis. „Það hefur sýnt sig að áhrif staðbundinna myndavéla á hraða ökumanna vara í um það bil tvo kílómetra en meðalhraðavélarnar hafa áhrif í lengri tíma,“ segir Ólafur Guðmundsson yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Vesturlandi. „Það gæti verið átta, tíu eða tuttugu kílómetrar allt eftir því hve langt yrði á milli myndavélanna.“ Sambærileg kerfi hafa meðal annars verið notuð í Noregi, Skotlandi, Benelúx löndunum, Ítalíu, Austurríki og víðar. Markmiðið með vélunum er að reyna að lækka hraða ökutækja á hættulegum vegaköflum til að minnka líkurnar á alvarlegum slysum. Til að mynda hafi það komið fyrir í Noregi að meðalhraðavélar hafi verið nýttar á hættulegum vegaköflum sem erfitt eða dýrt er að laga.Markmiðið er alltaf að fækka slysum og að auka öryggi „Ef við tökum Noreg sem dæmi þá eru þar mjög ströng skilyrði um hvar má koma svona kerfum fyrir. Þar í landi fengu yfirvöld óháðan aðila til að meta hvort myndavélarnar skiluðu einhverju og niðurstaðan var að þetta skilaði sér í allt að helmingi færri slysum,“ segir Ólafur. Aðspurður um hvar hann sæi slíkar vélar fyrir sér hér á landi segir Ólafur að hvers kyns göng væru kjörin fyrir meðalhraðakerfið. Einnig ætti að vera auðvelt að skoða tölfræði yfir slys, sjá hvar þau eru algengust og koma vélunum fyrir á þeim stöðum. „Það skiptir ekki máli hvort það yrði ein sekt eða þúsund sem koma úr myndavélunum. Markmiðið er alltaf að auka öryggi vegfarenda og fækka slysum en ekki að fá fleiri peninga í ríkissjóð. Færri slys þýða minni kostnaður fyrir samfélagið að ógleymdum þeim sársauka sem aðstandendur og þolendur sleppa við,“ segir Ólafur. Ekki er enn víst hvenær eða hvort meðalhraðavélar verða kynntar til leiks á Íslandi enda þyrfti að öllum líkindum að sníða lög og reglugerðir að þeim auk þess að veita þarf fé til verksins. Ljóst er hins vegar að áhuginn er fyrir hendi hjá lögreglunni enda vélarnar gefið góða raun erlendis. „Í mínum huga er þetta borðleggjandi dæmi,“ segir Ólafur að lokum. Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Fleiri fréttir „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Sjá meira
Til skoðunar er að taka upp svo kallaðar meðalhraðamyndavélar við sjálfvirkt umferðareftirlit á vegum landsins. Eins og málum er háttað núna eru átján stafrænar hraðamyndavélar starfræktar á landinu en þær eru allar staðbundnar. Meðalhraðavélarnar virka á þann veg að myndavélarnar eru í raun tvær á ákveðnum vegarkafla og báðar smella mynd af bílnum. Myndavélarnar eru búnar sjálfvirkum búnaði sem les á númeraplötuna og ber þannig kennsl á bílinn. Tölvubúnaðurinn sér síðan hvenær myndirnar voru teknar og þar með hve langur tími leið á milli þeirra. Myndir sem sýna ökumenn fara hraðar en leyfilegt er á milli myndavélanna eru vistaðar og ökumenn bílanna geta átt von á sekt en aðrar myndir eyðast samstundis. „Það hefur sýnt sig að áhrif staðbundinna myndavéla á hraða ökumanna vara í um það bil tvo kílómetra en meðalhraðavélarnar hafa áhrif í lengri tíma,“ segir Ólafur Guðmundsson yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Vesturlandi. „Það gæti verið átta, tíu eða tuttugu kílómetrar allt eftir því hve langt yrði á milli myndavélanna.“ Sambærileg kerfi hafa meðal annars verið notuð í Noregi, Skotlandi, Benelúx löndunum, Ítalíu, Austurríki og víðar. Markmiðið með vélunum er að reyna að lækka hraða ökutækja á hættulegum vegaköflum til að minnka líkurnar á alvarlegum slysum. Til að mynda hafi það komið fyrir í Noregi að meðalhraðavélar hafi verið nýttar á hættulegum vegaköflum sem erfitt eða dýrt er að laga.Markmiðið er alltaf að fækka slysum og að auka öryggi „Ef við tökum Noreg sem dæmi þá eru þar mjög ströng skilyrði um hvar má koma svona kerfum fyrir. Þar í landi fengu yfirvöld óháðan aðila til að meta hvort myndavélarnar skiluðu einhverju og niðurstaðan var að þetta skilaði sér í allt að helmingi færri slysum,“ segir Ólafur. Aðspurður um hvar hann sæi slíkar vélar fyrir sér hér á landi segir Ólafur að hvers kyns göng væru kjörin fyrir meðalhraðakerfið. Einnig ætti að vera auðvelt að skoða tölfræði yfir slys, sjá hvar þau eru algengust og koma vélunum fyrir á þeim stöðum. „Það skiptir ekki máli hvort það yrði ein sekt eða þúsund sem koma úr myndavélunum. Markmiðið er alltaf að auka öryggi vegfarenda og fækka slysum en ekki að fá fleiri peninga í ríkissjóð. Færri slys þýða minni kostnaður fyrir samfélagið að ógleymdum þeim sársauka sem aðstandendur og þolendur sleppa við,“ segir Ólafur. Ekki er enn víst hvenær eða hvort meðalhraðavélar verða kynntar til leiks á Íslandi enda þyrfti að öllum líkindum að sníða lög og reglugerðir að þeim auk þess að veita þarf fé til verksins. Ljóst er hins vegar að áhuginn er fyrir hendi hjá lögreglunni enda vélarnar gefið góða raun erlendis. „Í mínum huga er þetta borðleggjandi dæmi,“ segir Ólafur að lokum.
Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Fleiri fréttir „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Sjá meira