NBC gerir þætti sem byggja á Quizup Jón Hákon Halldórsson skrifar 30. september 2015 15:05 Þorsteinn Friðriksson hjá Plain Vanilla kemur að gerð þáttanna. Ein stærsta sjónvarpsstöð Bandaríkjanna, NBC, hefur ákveðið að framleiða 10 þátta sjónvarpsseríu sem byggir á íslenska spurningaleiknum QuizUp. Þátttakendur í upptökuveri NBC munu etja kappi við sjónvarpsáhorfendur sem sitja heima hjá sér, hvar sem er í Bandaríkjunum, og spila leikinn í snjalltækjum sínum. Sigurvegarar í þættinum munu hljóta allt að eina milljón dala sem jafngildir u.þ.b. 130 milljónum króna. NBC gerir þættina í samstarfi við íslenska tölvuleikjafyrirtækið Plain Vanilla, sem þróaði QuizUp, en þættirnir munu einfaldlega heita QuizUp. QuizUp er í dag vinsælasti stafræni spurningaleikur í heimi með rúmlega 75 milljónir notenda. Leikurinn hefur komist í fyrsta sæti App Store í 128 löndum. NBC hefur framleitt fjölmarga vinsæla þætti á borð við Frasier, Friends, Seinfeld, The West Wing, Fear Factor, The Office, America's Got Talent, The Biggest Loser, Saturday Night Live, Tonight Show með Jimmy Fallon og The Voice.Þorsteinn Baldur Friðriksso.Vísir/valliMilljón í boði fyrir sigurvegarannÍ tilkynningu frá Plain Vanilla segir að þættirnir gangi þannig fyrir sig að ef þátttakandi í upptökuveri NBC vinnur átta spurningalotur gegn átta ólíkum keppendum, sem geta verið staddir hvar sem er innan Bandaríkjanna, þá geta þeir unnið allt að eina milljón dala. Ef einhverjir af andstæðingunum í heima í stofu vinna sínar lotur, þá hljóta þeir upphæðina sem í boði var fyrir þá lotu. Þeir sem vilja etja kappi við þátttakanda vikunnar í upptökuverinu og eiga möguleika á að hljóta verðlaunaféð munu geta komist í pott með því að keppa í ákveðnum spurningaflokkum í QuizUp appinu vikuna fyrir hvern þátt. Það geta því allir sem eru með QuizUp appið komist í pottinn. Búist er við að sjónvarpsstöðvar víða um heim muni framleiða sínar eigin útgáfur af QuizUp-spurningaþættinum.Með tilkomu My QuizUp viðbótarinnar, sem fór í loftið í síðustu viku, þá geta notendur nú búið til sitt eigið efni og spurningar.„QuizUp sjónvarpsþátturinn er frábært næsta skref hjá okkur og við gætum ekki beðið um betri samstarfsaðila en NBC. Síðastliðna fimm mánuði höfum við algerlega breytt QuizUp með því að færa leikinn nær því að vera líka samfélagsmiðill. Með tilkomu My QuizUp viðbótarinnar, sem fór í loftið í síðustu viku, þá geta notendur nú búið til sitt eigið efni og spurningar. QuizUp sjónvarpsþátturinn mun gera okkur kleift að færa nálgun Plain Vanilla á þetta sammannlega áhugamál fólks, að keppa í að svara spurningum rétt, beint inn í stofu til milljóna sjónvarpsáhorfenda. Við erum afskaplega spennt fyrir því,“ segir Þorsteinn B. Friðriksson, forstjóri og stofnandi QuizUp. Höfundar að QuizUp sjónvarpsþættinum eru þeir Jeff Apploff og Wes Kauple en sá fyrrnefndi mun stýra gerð þáttanna. Framleiðsla þáttanna er í höndum Universal Television og Apploff Entertainment. Verkefninu er stýrt fyrir hönd QuizUp af Viggó Erni Jónssyni og Þorsteinn B. Friðrikssyni. Mest lesið Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Neytendur Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Viðskipti innlent Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Viðskipti innlent Strætómiðinn dýrari Neytendur Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Vigdís frá Play til Nettó Viðskipti innlent Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Viðskipti erlent „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Viðskipti innlent Fleiri fréttir Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Sjá meira
Ein stærsta sjónvarpsstöð Bandaríkjanna, NBC, hefur ákveðið að framleiða 10 þátta sjónvarpsseríu sem byggir á íslenska spurningaleiknum QuizUp. Þátttakendur í upptökuveri NBC munu etja kappi við sjónvarpsáhorfendur sem sitja heima hjá sér, hvar sem er í Bandaríkjunum, og spila leikinn í snjalltækjum sínum. Sigurvegarar í þættinum munu hljóta allt að eina milljón dala sem jafngildir u.þ.b. 130 milljónum króna. NBC gerir þættina í samstarfi við íslenska tölvuleikjafyrirtækið Plain Vanilla, sem þróaði QuizUp, en þættirnir munu einfaldlega heita QuizUp. QuizUp er í dag vinsælasti stafræni spurningaleikur í heimi með rúmlega 75 milljónir notenda. Leikurinn hefur komist í fyrsta sæti App Store í 128 löndum. NBC hefur framleitt fjölmarga vinsæla þætti á borð við Frasier, Friends, Seinfeld, The West Wing, Fear Factor, The Office, America's Got Talent, The Biggest Loser, Saturday Night Live, Tonight Show með Jimmy Fallon og The Voice.Þorsteinn Baldur Friðriksso.Vísir/valliMilljón í boði fyrir sigurvegarannÍ tilkynningu frá Plain Vanilla segir að þættirnir gangi þannig fyrir sig að ef þátttakandi í upptökuveri NBC vinnur átta spurningalotur gegn átta ólíkum keppendum, sem geta verið staddir hvar sem er innan Bandaríkjanna, þá geta þeir unnið allt að eina milljón dala. Ef einhverjir af andstæðingunum í heima í stofu vinna sínar lotur, þá hljóta þeir upphæðina sem í boði var fyrir þá lotu. Þeir sem vilja etja kappi við þátttakanda vikunnar í upptökuverinu og eiga möguleika á að hljóta verðlaunaféð munu geta komist í pott með því að keppa í ákveðnum spurningaflokkum í QuizUp appinu vikuna fyrir hvern þátt. Það geta því allir sem eru með QuizUp appið komist í pottinn. Búist er við að sjónvarpsstöðvar víða um heim muni framleiða sínar eigin útgáfur af QuizUp-spurningaþættinum.Með tilkomu My QuizUp viðbótarinnar, sem fór í loftið í síðustu viku, þá geta notendur nú búið til sitt eigið efni og spurningar.„QuizUp sjónvarpsþátturinn er frábært næsta skref hjá okkur og við gætum ekki beðið um betri samstarfsaðila en NBC. Síðastliðna fimm mánuði höfum við algerlega breytt QuizUp með því að færa leikinn nær því að vera líka samfélagsmiðill. Með tilkomu My QuizUp viðbótarinnar, sem fór í loftið í síðustu viku, þá geta notendur nú búið til sitt eigið efni og spurningar. QuizUp sjónvarpsþátturinn mun gera okkur kleift að færa nálgun Plain Vanilla á þetta sammannlega áhugamál fólks, að keppa í að svara spurningum rétt, beint inn í stofu til milljóna sjónvarpsáhorfenda. Við erum afskaplega spennt fyrir því,“ segir Þorsteinn B. Friðriksson, forstjóri og stofnandi QuizUp. Höfundar að QuizUp sjónvarpsþættinum eru þeir Jeff Apploff og Wes Kauple en sá fyrrnefndi mun stýra gerð þáttanna. Framleiðsla þáttanna er í höndum Universal Television og Apploff Entertainment. Verkefninu er stýrt fyrir hönd QuizUp af Viggó Erni Jónssyni og Þorsteinn B. Friðrikssyni.
Mest lesið Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Neytendur Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Viðskipti innlent Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Viðskipti innlent Strætómiðinn dýrari Neytendur Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Vigdís frá Play til Nettó Viðskipti innlent Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Viðskipti erlent „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Viðskipti innlent Fleiri fréttir Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Sjá meira