Innlent

SLFÍ og SFR samþykkja verkföll

Óli Kristján Ármannsson skrifar
Mikill hiti var í félögum SFR, SLFÍ og LL á baráttufundi í Háskólabíói fyrr í þessum mánuði.
Mikill hiti var í félögum SFR, SLFÍ og LL á baráttufundi í Háskólabíói fyrr í þessum mánuði. vísir/anton
„Fram undan eru verkföll,“ segir í frétt á vef SFR – stéttarfélags í almannaþjónustu, um niðurstöður atkvæðagreiðslu félagsins og Sjúkraliðafélags Íslands (SLFÍ) um verkfallsaðgerðir.

Kosningu lauk í hádeginu í gær og lágu niðurstöður fyrir upp úr klukkan tvö. Aðgerðirnar voru samþykktar með 85,15 prósentum atkvæða hjá SFR og 90,9 prósentum hjá sjúkraliðum. „Alls tóku 63,81 prósent félagsmanna SFR þátt í atkvæðagreiðslunni og 69,8 prósent hjá Sjúkraliðafélaginu.“

Boðaðar aðgerðir hefjast 15. október hafi ekki samist fyrir þann tíma. Mestur þungi boðaðra aðgerða félaganna er hjá Landspítalanum, Ríkisskattstjóra, sýslumannsembættunum og Tollstjóra.

Rúm vika er síðan fundað var í kjaradeilu félaganna við ríkið og enginn fundur boðaður, að því er fram kemur á vef SRF. Auk SFR og SLFÍ tekur Landssamband lögreglumanna þátt í samningaviðræðum við ríkið, en félögin eru þrjú stærstu félög BSRB.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×