Reyndu aftur á táknmáli sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 16. október 2015 09:52 Hulda Halldórsdóttir sá um þýðingarnar. Lagið vinsæla Reyndu aftur með Mannakornum kom út í breyttri mynd á dögunum. Nú gleður það ekki einungis eyrað heldur augað einnig, því hópur heyrnarlausra hefur þýtt það yfir á táknmál og gefið það út á netinu. Markmiðið er að vekja athygli á táknmáli sem fullgildu móðurmáli. Fjórir einstaklingar, sem kalla sig Sign Crew, standa að baki verkefninu. Gunnar Snær Jónsson skrifaði handritið og leikstýrði, en hann vildi með þessu sýna fólki nýja hlið á sínu tungumáli.Hlusta heyrnarlausir á tónlist? „Oft hefur fólk velt því fyrir sér hvort heyrnarlaust fólk hlusti nokkuð á tónlist. Ég veit það því ég hef fengið þessa spurningu nokkuð oft. Staðreyndin er sú að við höfum mikinn áhuga, en oft á tíðum finnst okkur eins og samfélagið hleypi okkur ekki inn með því að gera senuna óaðgengilega fyrir döff menningu. Þá er ég að meina að það er fullt af íslenskum tónlistarmyndböndum, án íslensks texta,“ segir Gunnar. Hann segir hugmyndina hafa sprottið fyrir um ári síðan þegar hópurinn var í táknmálskórnum Vox Signum, sem sá um að þýða lög yfir á íslenskt táknmál. „Á þessum tíma leitaði ég oft eftir nýjum hugmyndum til að vekja athygli samfélagsins á táknmáli, sem er móðurmál heyrnarlausra og einnig í útrýmingarhættu,“ útskýrir Gunnar.Falleg listræn tjáning „Ég fékk hugmynd um að skapa tónlistarmyndband af íslensku lagi sungnu með táknmáli og setja það inn á Youtube, til að sýna nýja hlið af móðurmáli mínu og hvernig það nýtist með tónlist. Oft hefur fólk ímyndað sér að táknmál sé aðeins fyrir heyrnarlausa, en raunin er sú að það lítur mjög vel út sem listræn tjáning, eins og tónlist. Það má vitna í rapp, þegar söngvarar hreyfa sig stöðugt með höndum til að koma ákveðnum skilaboðum fram með táknum sem þýða eitthvað,“ bætir hann við. Gunnar segir það tíðkast í útlöndum að bæta enskum texta við tónlistarmyndbönd, til dæmis á Youtube. „Þetta er leiðin sem við viljum nota til að sýna samfélaginu hvernig við döff fólk öðlumst upplýsingar og getum fylgjumst með á netinu, með texta. Því miður er það mjög óvirkt hér á Íslandi en með textun viljum við brjóta niður þennan vegg.“Myndbandið má sjá hér fyrir neðan. Þar er Hulda Halldórsdóttir í aðalhlutverki en hún sá einnig um þýðingarnar. Tónlist Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira
Lagið vinsæla Reyndu aftur með Mannakornum kom út í breyttri mynd á dögunum. Nú gleður það ekki einungis eyrað heldur augað einnig, því hópur heyrnarlausra hefur þýtt það yfir á táknmál og gefið það út á netinu. Markmiðið er að vekja athygli á táknmáli sem fullgildu móðurmáli. Fjórir einstaklingar, sem kalla sig Sign Crew, standa að baki verkefninu. Gunnar Snær Jónsson skrifaði handritið og leikstýrði, en hann vildi með þessu sýna fólki nýja hlið á sínu tungumáli.Hlusta heyrnarlausir á tónlist? „Oft hefur fólk velt því fyrir sér hvort heyrnarlaust fólk hlusti nokkuð á tónlist. Ég veit það því ég hef fengið þessa spurningu nokkuð oft. Staðreyndin er sú að við höfum mikinn áhuga, en oft á tíðum finnst okkur eins og samfélagið hleypi okkur ekki inn með því að gera senuna óaðgengilega fyrir döff menningu. Þá er ég að meina að það er fullt af íslenskum tónlistarmyndböndum, án íslensks texta,“ segir Gunnar. Hann segir hugmyndina hafa sprottið fyrir um ári síðan þegar hópurinn var í táknmálskórnum Vox Signum, sem sá um að þýða lög yfir á íslenskt táknmál. „Á þessum tíma leitaði ég oft eftir nýjum hugmyndum til að vekja athygli samfélagsins á táknmáli, sem er móðurmál heyrnarlausra og einnig í útrýmingarhættu,“ útskýrir Gunnar.Falleg listræn tjáning „Ég fékk hugmynd um að skapa tónlistarmyndband af íslensku lagi sungnu með táknmáli og setja það inn á Youtube, til að sýna nýja hlið af móðurmáli mínu og hvernig það nýtist með tónlist. Oft hefur fólk ímyndað sér að táknmál sé aðeins fyrir heyrnarlausa, en raunin er sú að það lítur mjög vel út sem listræn tjáning, eins og tónlist. Það má vitna í rapp, þegar söngvarar hreyfa sig stöðugt með höndum til að koma ákveðnum skilaboðum fram með táknum sem þýða eitthvað,“ bætir hann við. Gunnar segir það tíðkast í útlöndum að bæta enskum texta við tónlistarmyndbönd, til dæmis á Youtube. „Þetta er leiðin sem við viljum nota til að sýna samfélaginu hvernig við döff fólk öðlumst upplýsingar og getum fylgjumst með á netinu, með texta. Því miður er það mjög óvirkt hér á Íslandi en með textun viljum við brjóta niður þennan vegg.“Myndbandið má sjá hér fyrir neðan. Þar er Hulda Halldórsdóttir í aðalhlutverki en hún sá einnig um þýðingarnar.
Tónlist Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira