Skoðun

Launaþróun: 14% hækkun í ár

Björgvin Guðmundsson skrifar
Samkvæmt lögum á við ákvörðun lífeyris aldraðra að taka mið af launaþróun. Á þessu ári hefur launaþróunin verið þessi: Flóabandalag og Starfsgreinasamband 14,5% hækkun lágmarkslauna frá 1. maí, VR 14,5% hækkun lágmarkslauna frá 1. maí. Samiðn 15% hækkun launa, hjúkrunarfræðingar 7,7% launahækkun í ár, BHM 7,2% launahækkun í ár, grunnskólakennarar 9,5% launahækkun í ár, mjólkurfræðingar 18% hækkun í ár, læknar 25% launahækkun og Matvís 16% launahækkun. Alls nemur meðaltalslaunahækkun á árinu 14%. Aðrar hækkanir raska ekki meðaltalinu. En auk þess hafa verkalýðsfélögin samið um verulegar launahækkanir á næstu 3 árum.

300 þúsund á 3 árum

Verkafólk fær launahækkun upp í 300 þúsund krónur á mánuði á 3 árum. Það er 40% hækkun lágmarkslauna. Sama gildir um verslunarmenn. Kennarar framhaldsskóla sömdu um, að þeir fái 44% launahækkun á 3 árum að meðtalinni hækkun yfirstandandi árs og hækkun samkvæmt gerðardómi, grunnskólakennarar fá 33% hækkun og að auki 10% hækkun gegn afsali kennsluafsláttar. Hjúkrunarfræðingar fá 23,9% hækkun á 4 árum og BHM fær 13% hækkun á 2 árum. Læknar fá 25-40% hækkun á 3 árum. Allar þessar umsömdu launahækkanir eru liður í launaþróun.

Miða má við hækkun lágmarkslauna

Davíð Oddsson beitti sér fyrir því sem forsætisráðherra að lagaákvæðinu um lífeyri aldraðra og öryrkja yrði breytt þannig, að í stað þess að miða ætti við lágmarkslaun verkafólks ætti að miða við launaþróun en lífeyrir aldrei að hækka minna en næmi hækkun vísitölu neysluverðs.

Í tengslum við þessa breytingu lýsti Davíð því yfir, að þetta yrði hagstæðara lífeyrisþegum en gamla fyrirkomulagið. Með tilvísun til þessarar yfirlýsingar tel ég að miða megi nú við breytingu lágmarkslauna. Samkvæmt því á lífeyrir aldraðra og öryrkja að hækka um 14,5% frá 1. maí sl. en ef miðað er við launaþróun ársins á hækkunin að nema 14%.




Skoðun

Skoðun

BRCA

Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar

Sjá meira


×