Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Zomimak 34-20 | Haukar í ákaflega vænlegri stöðu Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar 16. október 2015 22:00 vísir/valli Haukar unnu öruggan sigur 34-20 á HC Zomimak frá Makedóníu í fyrri leik liðanna í 3. umferð EHF-bikarsins í handbolta í kvöld. Leikið var í Schenkerhöllinni á Ásvöllum. Leikurinn rétt náði að vera spennandi fyrstu tvær mínúturnar eða svo. Makedónska liðið leit vel út í tveimur fyrstu sóknunum sínum og Haukar virkuðu varkárir í byrjun. Það breyttist fljótt því greinilegur og mikill getumunur var á liðunum í kvöld og kom hann fljótt í ljós. Fyrir vikið stungu Haukar fljótt af og það pirraði gestina. Haukar léku frábærlega í vörninni allan fyrri hálfleikinn og gátu að auki nánast skorað að vild. Munurinn var því kominn í tíu mörk í hálfleik 17-7. Verkefni Hauka inn í seinni hálfleikinn var að halda haus og hleypa gestunum ekki inn í leikinn. Það gekk eftir þó Hauka hafi gefið eftir í vörninni á köflum því sóknin gekk áfram vel og gat Gunnar Magnússon þjálfari Hauka leyft sér að hreyfa mannskapinn vel og gefa lykilmönnum mikilvæga hvíld. Lið Zomimak hefur þrjú síðustu ár enda í þriðja sæti deildarinnar í heimalandinu á eftir stórliðum Vardar og Metalurg. Það gefur til kynna að liðið ætti að vera sterkt en það sýndi það ekki í kvöld. Vöknuðu því spurning hvort gestirnir hafi hreinlega vanmetið Hauka eða hvort ferðaþreyta hafi verið að stríða liðinu. Það gæti komið í ljós á morgun þegar liðin mætast í seinni leiknum í Hafnarfirði. Zomimak þykir sérstaklega erfitt heim að sækja en er mun slakara á útivelli. Leikurinn á morgun er heimaleikur Zomimak en litlar lýkur eru á því að það breyti miklu og að 14 marka forskot Hauka gæti lent í einhverri hættu. Haukar notuðu hópinn sinn vel í kvöld og komust í raun allir vel frá sínu þó Janus Daði Smárason og Adam Haukur Baumruk hafi farið fyrir liðinu í markaskorun. Báðir markverðirnir Giedrius Morkunas og Grétar Ari Guðjónsson vörðu vel en töluverður munur var á varnarleik Hauka í fyrri hálfleik og þeim seinni. Zomimak kom til Íslands með aðeins 10 útispilara og einn markvörð. Varð liðið svo fyrir því áfalli að leikstjórnandi liðsins meiddist í seinni hálfleik og óvíst hvort og þá hversu mikið hann getur beitt sér á morgun. Gunnar: Við vorum frábærir í kvöldGunnar Magnússon þjálfari Hauka fór mikinn í fjölmiðlum fyrir leikinn og lofaði spennandi leik gegn sterkum andstæðing. Slakur leikur gestanna kom honum því á óvart. „Ef þú horfir á svipinn á þeim þá held ég þeir hafi vanmetið okkur. Þeir voru drullu fúlir. Ég held þeir hafi haldið að þetta yrði létt verkefni,“ sagði Gunnar. „Við vorum líka góðir. Við vorum búnir að lesa þá vel og loka á þeirra vopn. Þeir eru einhæfir kannski en við náðum að loka á þeirra styrkleika og stóðum vörnina mjög vel og keyrðum upp hraðann eins og við ætluðum að gera. „Þeir ráða ekki við þennan hraða og svo gerist það líka að þeir verða þreyttir. Þá detta þeir niður á lægra plan. Við vorum frábærir í kvöld,“ sagði Gunnar réttilega. Haukar hefðu hæglega getað unnið enn stærri sigur því liðið gaf eftir í vörninni í seinni hálfleik. „Við gefum aðeins eftir en ég er samt sem áður ánægður með að klára þetta með fjórtán mörkum. Við ætlum áfram á morgun. „Þetta er mjög langt komið. Það var mikilvægt að leika vel í kvöld. Það er leikið þétt og það er mikilvægt að við getum nýtt allan mannskapinn á morgun líka svo við sleppum vel frá þessari helgi líkamlega. „Ég hamraði á þessu í hálfleik því það er mikilvægt að við náum að rúlla öllum og minnka álagið á mönnum. Það er mikið álag í deildinni líka.“ Gunnar var búinn að fara vel yfir lið Zomimak og horfa á upptökur af öllum leikjum liðsins til þessa í vetur. „Það er erfitt þegar maður er að skoða einhver myndbönd og bera þetta saman. Bara sem dæmi þá gerir þetta lið jafntefli á heimavelli við lið sem vinnur Haslem í Noregi um síðustu helgi. „Þeir hafa verið að ná ótrúlega góðum úrslitum á heimavelli. En hins vegar hafa þeir verið arfa slakir á útivelli. Þau myndbönd sýndi ég strákunum ekki. Ég sýndi þeim bara frá þeim á heimavelli til að gera þá betur undirbúna,“ sagði Gunnar. Janus: Það er enginn að missa sigJanus Daði Smárason fór mikinn í liði Hauka í kvöld og gat nánast skorað að vild en hann skoraði 10 mörk í 11 skotum í kvöld og fór oft illa með varnarmenn Zomimak. „Mér fannst þeir staðir varnarlega og við gátum keyrt á þá. Það skilaði okkur mörgum mörkum,“ sagði Janus Daði eftir leikinn í kvöld. „Við lékum vel varnarlega, sérstaklega í fyrri hálfleik og svo fengum við líka nokkuð af hraðaupphlaupum. „Við horfum á þá keppa á móti Vardar sem er með Sterbik í markinu. Svo maður var klár í toppleik sem skilaði sér að við vorum klárir en kannski ekki þeir,“ sagði Janus sem var strax orðinn mjög einbeittur fyrir leikinn á morgun. „Við skulum ekki missa okkur. Við erum kannski ekki svona góðir en við vorum flottir og héldum skipulaginu og mættum klárir sem við gerðum ekki í síðasta leik gegn Aftureldingu (sem Haukar töpuðu). Það var líka hálfgert andleysi af þeirra hálfu. „Það er úrslitaleikur á morgun og við þurfum að hafa töluvert meira fyrir honum en leiknum í kvöld. Við þurfum að hvíla okkur vel í kvöld og taka á þessu á morgun. „Nú finnst okkur formsatriði að kára þetta en við þurfum að hafa fyrir því. Ég held það sé enginn að missa sig. Við fórum til Ítalíu og töpuðum með sex og vorum sínar komnir með átta marka forystu þegar tíu mínútur voru eftir. Það er allt hægt í þessu,“ sagði Janus Daði. Íslenski handboltinn Mest lesið „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Enski boltinn Músaskítur í leikhúsi draumanna Enski boltinn Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Sport Hækkaði um tæp hundrað sæti á heimslistanum í ár Sport Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Körfubolti Aldrei eins margir á heimslistanum fallið úr leik fyrir jól Sport Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Fleiri fréttir Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Sjá meira
Haukar unnu öruggan sigur 34-20 á HC Zomimak frá Makedóníu í fyrri leik liðanna í 3. umferð EHF-bikarsins í handbolta í kvöld. Leikið var í Schenkerhöllinni á Ásvöllum. Leikurinn rétt náði að vera spennandi fyrstu tvær mínúturnar eða svo. Makedónska liðið leit vel út í tveimur fyrstu sóknunum sínum og Haukar virkuðu varkárir í byrjun. Það breyttist fljótt því greinilegur og mikill getumunur var á liðunum í kvöld og kom hann fljótt í ljós. Fyrir vikið stungu Haukar fljótt af og það pirraði gestina. Haukar léku frábærlega í vörninni allan fyrri hálfleikinn og gátu að auki nánast skorað að vild. Munurinn var því kominn í tíu mörk í hálfleik 17-7. Verkefni Hauka inn í seinni hálfleikinn var að halda haus og hleypa gestunum ekki inn í leikinn. Það gekk eftir þó Hauka hafi gefið eftir í vörninni á köflum því sóknin gekk áfram vel og gat Gunnar Magnússon þjálfari Hauka leyft sér að hreyfa mannskapinn vel og gefa lykilmönnum mikilvæga hvíld. Lið Zomimak hefur þrjú síðustu ár enda í þriðja sæti deildarinnar í heimalandinu á eftir stórliðum Vardar og Metalurg. Það gefur til kynna að liðið ætti að vera sterkt en það sýndi það ekki í kvöld. Vöknuðu því spurning hvort gestirnir hafi hreinlega vanmetið Hauka eða hvort ferðaþreyta hafi verið að stríða liðinu. Það gæti komið í ljós á morgun þegar liðin mætast í seinni leiknum í Hafnarfirði. Zomimak þykir sérstaklega erfitt heim að sækja en er mun slakara á útivelli. Leikurinn á morgun er heimaleikur Zomimak en litlar lýkur eru á því að það breyti miklu og að 14 marka forskot Hauka gæti lent í einhverri hættu. Haukar notuðu hópinn sinn vel í kvöld og komust í raun allir vel frá sínu þó Janus Daði Smárason og Adam Haukur Baumruk hafi farið fyrir liðinu í markaskorun. Báðir markverðirnir Giedrius Morkunas og Grétar Ari Guðjónsson vörðu vel en töluverður munur var á varnarleik Hauka í fyrri hálfleik og þeim seinni. Zomimak kom til Íslands með aðeins 10 útispilara og einn markvörð. Varð liðið svo fyrir því áfalli að leikstjórnandi liðsins meiddist í seinni hálfleik og óvíst hvort og þá hversu mikið hann getur beitt sér á morgun. Gunnar: Við vorum frábærir í kvöldGunnar Magnússon þjálfari Hauka fór mikinn í fjölmiðlum fyrir leikinn og lofaði spennandi leik gegn sterkum andstæðing. Slakur leikur gestanna kom honum því á óvart. „Ef þú horfir á svipinn á þeim þá held ég þeir hafi vanmetið okkur. Þeir voru drullu fúlir. Ég held þeir hafi haldið að þetta yrði létt verkefni,“ sagði Gunnar. „Við vorum líka góðir. Við vorum búnir að lesa þá vel og loka á þeirra vopn. Þeir eru einhæfir kannski en við náðum að loka á þeirra styrkleika og stóðum vörnina mjög vel og keyrðum upp hraðann eins og við ætluðum að gera. „Þeir ráða ekki við þennan hraða og svo gerist það líka að þeir verða þreyttir. Þá detta þeir niður á lægra plan. Við vorum frábærir í kvöld,“ sagði Gunnar réttilega. Haukar hefðu hæglega getað unnið enn stærri sigur því liðið gaf eftir í vörninni í seinni hálfleik. „Við gefum aðeins eftir en ég er samt sem áður ánægður með að klára þetta með fjórtán mörkum. Við ætlum áfram á morgun. „Þetta er mjög langt komið. Það var mikilvægt að leika vel í kvöld. Það er leikið þétt og það er mikilvægt að við getum nýtt allan mannskapinn á morgun líka svo við sleppum vel frá þessari helgi líkamlega. „Ég hamraði á þessu í hálfleik því það er mikilvægt að við náum að rúlla öllum og minnka álagið á mönnum. Það er mikið álag í deildinni líka.“ Gunnar var búinn að fara vel yfir lið Zomimak og horfa á upptökur af öllum leikjum liðsins til þessa í vetur. „Það er erfitt þegar maður er að skoða einhver myndbönd og bera þetta saman. Bara sem dæmi þá gerir þetta lið jafntefli á heimavelli við lið sem vinnur Haslem í Noregi um síðustu helgi. „Þeir hafa verið að ná ótrúlega góðum úrslitum á heimavelli. En hins vegar hafa þeir verið arfa slakir á útivelli. Þau myndbönd sýndi ég strákunum ekki. Ég sýndi þeim bara frá þeim á heimavelli til að gera þá betur undirbúna,“ sagði Gunnar. Janus: Það er enginn að missa sigJanus Daði Smárason fór mikinn í liði Hauka í kvöld og gat nánast skorað að vild en hann skoraði 10 mörk í 11 skotum í kvöld og fór oft illa með varnarmenn Zomimak. „Mér fannst þeir staðir varnarlega og við gátum keyrt á þá. Það skilaði okkur mörgum mörkum,“ sagði Janus Daði eftir leikinn í kvöld. „Við lékum vel varnarlega, sérstaklega í fyrri hálfleik og svo fengum við líka nokkuð af hraðaupphlaupum. „Við horfum á þá keppa á móti Vardar sem er með Sterbik í markinu. Svo maður var klár í toppleik sem skilaði sér að við vorum klárir en kannski ekki þeir,“ sagði Janus sem var strax orðinn mjög einbeittur fyrir leikinn á morgun. „Við skulum ekki missa okkur. Við erum kannski ekki svona góðir en við vorum flottir og héldum skipulaginu og mættum klárir sem við gerðum ekki í síðasta leik gegn Aftureldingu (sem Haukar töpuðu). Það var líka hálfgert andleysi af þeirra hálfu. „Það er úrslitaleikur á morgun og við þurfum að hafa töluvert meira fyrir honum en leiknum í kvöld. Við þurfum að hvíla okkur vel í kvöld og taka á þessu á morgun. „Nú finnst okkur formsatriði að kára þetta en við þurfum að hafa fyrir því. Ég held það sé enginn að missa sig. Við fórum til Ítalíu og töpuðum með sex og vorum sínar komnir með átta marka forystu þegar tíu mínútur voru eftir. Það er allt hægt í þessu,“ sagði Janus Daði.
Íslenski handboltinn Mest lesið „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Enski boltinn Músaskítur í leikhúsi draumanna Enski boltinn Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Sport Hækkaði um tæp hundrað sæti á heimslistanum í ár Sport Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Körfubolti Aldrei eins margir á heimslistanum fallið úr leik fyrir jól Sport Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Fleiri fréttir Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Sjá meira