Ölfus þarf ekki að afhenda gögn sveinn arnarsson skrifar 4. febrúar 2015 07:00 Íslenska gámafélagið hefur í um eitt ár reynt að fá afhent gögn um útboð Ölfuss á sorphirðu. Fréttablaðið/Heiða Kröfu Íslenska gámafélagsins um að fá afhent gögn vegna útboðs um sorphirðu í Ölfusi í lok árs 2013 var hafnað í Héraðsdómi Suðurlands fyrir helgi. Taldi dómurinn ekki geta tekið afstöðu þar sem einkamál hefði verið höfðað í Héraðsdómi Reykjavíkur milli beggja aðila og Gámaþjónustunnar. Bendir dómurinn á að þegar mál hafi verið þingfest verði dóms ekki krafist um þær kröfur sem eru gerðar í því í öðru máli. Það er álit dómsins að raunverulega sé um að tefla sama sakarefni í báðum málum og því ekki hægt að taka efnislega afstöðu í málinu að þessu sinni. Forsaga málsins er sú að árið 2013 fór fram útboð á sorphirðu sveitarfélagsins. Þrjú fyrirtæki skiluðu tilboðum í sorphirðuna og átti Gámaþjónustan lægsta tilboðið. Gámaþjónustan fékk þar af leiðandi verkið til ársins 2019. Íslenska gámafélagið óskaði eftir því að fá afhent gögn um tilboð Gámaþjónustunnar til að glöggva sig á tilboðinu. Sveitarfélagið neitaði að afhenda þau gögn. Íslenska gámafélagið skaut málinu til úrskurðarnefndar um upplýsingamál og vildi fá afhent téð gögn. Úrskurðarnefndin komst að þeirri niðurstöðu að sveitarfélaginu bæri að afhenda gögnin. Enn neitaði sveitarfélagið að veita fyrirtæki í samkeppni við Gámaþjónustuna upplýsingar um tilboðsgerð hennar. Því hefur verið höfðað mál til þess að fá úr þessu skorið fyrir dómstólum. Lögfræðingar Sambands íslenskra sveitarfélaga og samtaka iðnaðarins hafa sagt það mikilvægt að upplýsingar sem þessar skuli ekki afhentar samkeppnisaðila. Það myndi grafa undan fyrirkomulagi útboða hins opinbera. Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Fleiri fréttir Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjá meira
Kröfu Íslenska gámafélagsins um að fá afhent gögn vegna útboðs um sorphirðu í Ölfusi í lok árs 2013 var hafnað í Héraðsdómi Suðurlands fyrir helgi. Taldi dómurinn ekki geta tekið afstöðu þar sem einkamál hefði verið höfðað í Héraðsdómi Reykjavíkur milli beggja aðila og Gámaþjónustunnar. Bendir dómurinn á að þegar mál hafi verið þingfest verði dóms ekki krafist um þær kröfur sem eru gerðar í því í öðru máli. Það er álit dómsins að raunverulega sé um að tefla sama sakarefni í báðum málum og því ekki hægt að taka efnislega afstöðu í málinu að þessu sinni. Forsaga málsins er sú að árið 2013 fór fram útboð á sorphirðu sveitarfélagsins. Þrjú fyrirtæki skiluðu tilboðum í sorphirðuna og átti Gámaþjónustan lægsta tilboðið. Gámaþjónustan fékk þar af leiðandi verkið til ársins 2019. Íslenska gámafélagið óskaði eftir því að fá afhent gögn um tilboð Gámaþjónustunnar til að glöggva sig á tilboðinu. Sveitarfélagið neitaði að afhenda þau gögn. Íslenska gámafélagið skaut málinu til úrskurðarnefndar um upplýsingamál og vildi fá afhent téð gögn. Úrskurðarnefndin komst að þeirri niðurstöðu að sveitarfélaginu bæri að afhenda gögnin. Enn neitaði sveitarfélagið að veita fyrirtæki í samkeppni við Gámaþjónustuna upplýsingar um tilboðsgerð hennar. Því hefur verið höfðað mál til þess að fá úr þessu skorið fyrir dómstólum. Lögfræðingar Sambands íslenskra sveitarfélaga og samtaka iðnaðarins hafa sagt það mikilvægt að upplýsingar sem þessar skuli ekki afhentar samkeppnisaðila. Það myndi grafa undan fyrirkomulagi útboða hins opinbera.
Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Fleiri fréttir Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjá meira