Ásgeir í tónleikaferð með alt-J um Ástralíu Gunnar Leó Pálsson skrifar 4. febrúar 2015 08:30 Ásgeir ætlar að vinna að nýju efni á árinu þegar hann er ekki á tónleikaferð. vísir/stefán „Mér líst mjög vel á þetta og er mjög spenntur fyrir þessu,“ segir tónlistarmaðurinn Ásgeir Trausti Einarsson en hann er á leið í tónleikaferð með ensku indí-hljómsveitinni alt-J. Hún vann hin virtu Mercury-verðlaun árið 2012 fyrir sína fyrstu plötu, An Awesome Wave. Um er að ræða tónleikaferð um Ástralíu í maí en fyrstu tónleikarnir fara fram í Brisbane 8. maí og verða helstu borgir heimsálfunnar heimsóttar. „Þetta eru líklega með stærstu tónleikum sem við höfum tekið, þetta eru allt tíu til fimmtán þúsund manna tónleikastaðir,“ segir Ásgeir spurður út í ferðalagið. Hann er mjög vinsæll í Ástralíu og fór tvisvar sinnum þangað á síðasta ári. „Stærsti aðdáendahópurinn okkar er líklega í Ástralíu. Við höfum fengið góða spilun á stórri útvarpsstöð þar, Triple J, þannig að fólk fór að tengja við okkur.“ Spurður út í kynni sín af hljómsveitinni alt-J segist Ásgeir alltaf hafa verið mikill aðdáandi sveitarinnar. „Ég hef hlustað á alt-J síðan hún var stofnuð og hef alltaf fílað hana. Ég er mikill aðdáandi og hef verið frá þeirra fyrstu plötu. Við hittum meðlimi sveitarinnar fyrir ekki svo löngu í Ástralíu, við tókum nokkur festivöl með þeim. Þeir sögðust fíla tónlistina okkar, sem var mjög ánægjulegt,“ útskýrir Ásgeir. Síðasta ár var mjög annasamt hjá Ásgeiri í tónleikahaldi og sér hann einnig fram á annasamt ár 2015. „Þetta ár verður samt annasamt að öðru leyti. Við tökum þennan Bandaríkjatúr með Hozier, komum svo heim í tvo mánuði og förum svo með alt-J.“Ásgeir, var nýkominn úr ræktinni þegar blaðamaður náði tali af honum. Er ekki erfitt að halda sér í formi þegar maður er á stöðugu tónleikahaldi? „Ég byrjaði í átaki á síðasta Ástralíutúr. Ég reyni að hreyfa mig á hverjum degi og hef gaman af því að lyfta. Það erfiðasta við það er að maður þarf að reikna út daginn, hvenær maður hefur tíma. Svo þarf maður að finna sér líkamsræktarstöð á þeim stað þar sem maður er.“ Hann segist reyna að lifa heilsusamlegu lífi þó svo að mikið partístand geti einkennt tónleikaferðir. „Á síðasta túr sleppti ég alveg að drekka og það var frábært. Þá er maður meira „on it“, sefur betur og hreyfir sig frekar. Annars er alltaf nóg af áfengi í boði þar sem maður kemur á þessum ferðalögum.“ Ásgeir ætlar að einbeita sér að lagasmíðum þegar hann er ekki á tónleikaferðalagi og sér fyrir sér að hefja upptökur á nýrri plötu í haust en frumraun hans, Dýrð í dauðaþögn, kom út árið 2012. „Ég er byrjaður að semja og er kominn með góða aðstöðu. Ég hef ekki haft tíma til að semja en þetta er að koma inn núna. Ég hef verið að græja aðstöðu undanfarnar vikur og eftir Bandaríkjatúrinn ætla ég að byrja að vinna á fullu,“ segir hann. Hann er kominn með lagahugmyndir í kollinn og ætlar sér að gera mikið á næstu mánuðum í lagasmíðum. Hann segir jafnframt að nýja efnið verði að öllum líkindum samið á íslensku og tekið upp þannig . „Nýja platan gæti verið bæði á íslensku og ensku en þetta kemur í ljós.“ Tónlist Tengdar fréttir Ásgeir Trausti borðaði ástralskt kebab á gamlárskvöld Ásgeir Trausti hefur verið á tónleikaferð um Ástralíu síðan í desember. Í kvöld spilar hann tvívegis í Óperuhúsinu í Sydney. Með á sviðinu verða sjö meðlimir úr Sinfóníuhljómsveit Sydney. Á morgun lýkur síðan ferðalaginu með giggi í Melbourne. Þrennir tónleikar eru svo fram undan í Japan og að þeim loknum fer Ásgeir í langa tónleikaferð um Bandaríkin. Fréttastofa fékk sendar nokkrar skemmtilegar myndir frá túrnum um Ástralíu. 7. janúar 2015 12:30 Ásgeir Trausti í Billboard Tónlistarmaðurinn Ásgeir Trausti er einn þriggja flytjenda sem fjallað var um á vefsíðu bandaríska tímaritsins Billboard í gær. 17. janúar 2015 10:00 Ástralir elska Ásgeir Trausta Ásgeir Trausti hefur heillað ástralska áhorfendur og gagnrýnendur upp úr skónum. 26. janúar 2015 14:08 Ásgeir í tónleikaferð með Hozier Þeir fara saman um Bandaríkin. Hozier á eitt vinsælasta lag landsins í dag. 27. janúar 2015 09:30 Mest lesið Saga sagði já við Sturlu Lífið Illa vegið að íslenskum bjór Lífið Glænýtt par á glænýju ári Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið Sagði barni að halda kjafti Lífið Arnarsson mætti rétt fyrir árslok Lífið Fólk tjáir sig um skaupið Lífið Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
„Mér líst mjög vel á þetta og er mjög spenntur fyrir þessu,“ segir tónlistarmaðurinn Ásgeir Trausti Einarsson en hann er á leið í tónleikaferð með ensku indí-hljómsveitinni alt-J. Hún vann hin virtu Mercury-verðlaun árið 2012 fyrir sína fyrstu plötu, An Awesome Wave. Um er að ræða tónleikaferð um Ástralíu í maí en fyrstu tónleikarnir fara fram í Brisbane 8. maí og verða helstu borgir heimsálfunnar heimsóttar. „Þetta eru líklega með stærstu tónleikum sem við höfum tekið, þetta eru allt tíu til fimmtán þúsund manna tónleikastaðir,“ segir Ásgeir spurður út í ferðalagið. Hann er mjög vinsæll í Ástralíu og fór tvisvar sinnum þangað á síðasta ári. „Stærsti aðdáendahópurinn okkar er líklega í Ástralíu. Við höfum fengið góða spilun á stórri útvarpsstöð þar, Triple J, þannig að fólk fór að tengja við okkur.“ Spurður út í kynni sín af hljómsveitinni alt-J segist Ásgeir alltaf hafa verið mikill aðdáandi sveitarinnar. „Ég hef hlustað á alt-J síðan hún var stofnuð og hef alltaf fílað hana. Ég er mikill aðdáandi og hef verið frá þeirra fyrstu plötu. Við hittum meðlimi sveitarinnar fyrir ekki svo löngu í Ástralíu, við tókum nokkur festivöl með þeim. Þeir sögðust fíla tónlistina okkar, sem var mjög ánægjulegt,“ útskýrir Ásgeir. Síðasta ár var mjög annasamt hjá Ásgeiri í tónleikahaldi og sér hann einnig fram á annasamt ár 2015. „Þetta ár verður samt annasamt að öðru leyti. Við tökum þennan Bandaríkjatúr með Hozier, komum svo heim í tvo mánuði og förum svo með alt-J.“Ásgeir, var nýkominn úr ræktinni þegar blaðamaður náði tali af honum. Er ekki erfitt að halda sér í formi þegar maður er á stöðugu tónleikahaldi? „Ég byrjaði í átaki á síðasta Ástralíutúr. Ég reyni að hreyfa mig á hverjum degi og hef gaman af því að lyfta. Það erfiðasta við það er að maður þarf að reikna út daginn, hvenær maður hefur tíma. Svo þarf maður að finna sér líkamsræktarstöð á þeim stað þar sem maður er.“ Hann segist reyna að lifa heilsusamlegu lífi þó svo að mikið partístand geti einkennt tónleikaferðir. „Á síðasta túr sleppti ég alveg að drekka og það var frábært. Þá er maður meira „on it“, sefur betur og hreyfir sig frekar. Annars er alltaf nóg af áfengi í boði þar sem maður kemur á þessum ferðalögum.“ Ásgeir ætlar að einbeita sér að lagasmíðum þegar hann er ekki á tónleikaferðalagi og sér fyrir sér að hefja upptökur á nýrri plötu í haust en frumraun hans, Dýrð í dauðaþögn, kom út árið 2012. „Ég er byrjaður að semja og er kominn með góða aðstöðu. Ég hef ekki haft tíma til að semja en þetta er að koma inn núna. Ég hef verið að græja aðstöðu undanfarnar vikur og eftir Bandaríkjatúrinn ætla ég að byrja að vinna á fullu,“ segir hann. Hann er kominn með lagahugmyndir í kollinn og ætlar sér að gera mikið á næstu mánuðum í lagasmíðum. Hann segir jafnframt að nýja efnið verði að öllum líkindum samið á íslensku og tekið upp þannig . „Nýja platan gæti verið bæði á íslensku og ensku en þetta kemur í ljós.“
Tónlist Tengdar fréttir Ásgeir Trausti borðaði ástralskt kebab á gamlárskvöld Ásgeir Trausti hefur verið á tónleikaferð um Ástralíu síðan í desember. Í kvöld spilar hann tvívegis í Óperuhúsinu í Sydney. Með á sviðinu verða sjö meðlimir úr Sinfóníuhljómsveit Sydney. Á morgun lýkur síðan ferðalaginu með giggi í Melbourne. Þrennir tónleikar eru svo fram undan í Japan og að þeim loknum fer Ásgeir í langa tónleikaferð um Bandaríkin. Fréttastofa fékk sendar nokkrar skemmtilegar myndir frá túrnum um Ástralíu. 7. janúar 2015 12:30 Ásgeir Trausti í Billboard Tónlistarmaðurinn Ásgeir Trausti er einn þriggja flytjenda sem fjallað var um á vefsíðu bandaríska tímaritsins Billboard í gær. 17. janúar 2015 10:00 Ástralir elska Ásgeir Trausta Ásgeir Trausti hefur heillað ástralska áhorfendur og gagnrýnendur upp úr skónum. 26. janúar 2015 14:08 Ásgeir í tónleikaferð með Hozier Þeir fara saman um Bandaríkin. Hozier á eitt vinsælasta lag landsins í dag. 27. janúar 2015 09:30 Mest lesið Saga sagði já við Sturlu Lífið Illa vegið að íslenskum bjór Lífið Glænýtt par á glænýju ári Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið Sagði barni að halda kjafti Lífið Arnarsson mætti rétt fyrir árslok Lífið Fólk tjáir sig um skaupið Lífið Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Ásgeir Trausti borðaði ástralskt kebab á gamlárskvöld Ásgeir Trausti hefur verið á tónleikaferð um Ástralíu síðan í desember. Í kvöld spilar hann tvívegis í Óperuhúsinu í Sydney. Með á sviðinu verða sjö meðlimir úr Sinfóníuhljómsveit Sydney. Á morgun lýkur síðan ferðalaginu með giggi í Melbourne. Þrennir tónleikar eru svo fram undan í Japan og að þeim loknum fer Ásgeir í langa tónleikaferð um Bandaríkin. Fréttastofa fékk sendar nokkrar skemmtilegar myndir frá túrnum um Ástralíu. 7. janúar 2015 12:30
Ásgeir Trausti í Billboard Tónlistarmaðurinn Ásgeir Trausti er einn þriggja flytjenda sem fjallað var um á vefsíðu bandaríska tímaritsins Billboard í gær. 17. janúar 2015 10:00
Ástralir elska Ásgeir Trausta Ásgeir Trausti hefur heillað ástralska áhorfendur og gagnrýnendur upp úr skónum. 26. janúar 2015 14:08
Ásgeir í tónleikaferð með Hozier Þeir fara saman um Bandaríkin. Hozier á eitt vinsælasta lag landsins í dag. 27. janúar 2015 09:30