Boeing 757 farþegaþotu Icelandair, sem máluð hefur verið í norðurljósalitum, verður flogið útsýnisflugi yfir Reykjavík laust eftir klukka fimm síðdegis í dag.
Í tilkynningu frá Icelandair kemur fram að flugið verði nýtt til að ná góðum myndum af flugvélinni á flugi yfir Reykjavík til nota í kynningarskyni á alþjóðamarkaði.
Sjá einnig: Flugvél Icelandair skreytt með norðurljósunum
Um borð verða um 20 fulltrúar fjölmiðla frá Bandaríkjunum og Evrópulöndum en einnig stór hópur fyrrverandi starfsmanna Icelandair sem boðið var til útsýnisflugsins. Hekla Aurora er ekki aðeins prýdd norðurljósunum að utan, heldur hefur norðurljósalýsingu einnig verið komið fyrir í farrýmum hennar. Engin önnur farþegaþota í heiminum hefur áður verið skreytt á þennan hátt og því er flugupplifun með vélinni sannarlega einstök.
Norðurljósavél Icelandair flýgur yfir Reykjavík í dag
Tengdar fréttir
Flugvél Icelandair skreytt með norðurljósunum
„Við fórum að rekast á myndir af henni nokkrum mínútum eftir að hún kom úr skýlinu."