Enski boltinn

Mata gefst ekki upp á spænska landsliðinu

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Juan Mata hefur spilað vel fyrir United en fær ekki tækifæri með landsliðinu.
Juan Mata hefur spilað vel fyrir United en fær ekki tækifæri með landsliðinu. vísir/getty
Juan Mata, miðjumaður Manchester United, hefur ekki gefist upp á spænska landsliðinu þrátt fyrir að hafa ekki komið við sögu hjá því síðan liðið vann 3-0 sigur á Ástralíu á HM í fyrra.

Mata hefur komið við sögu í 34 leikjum fyrir Spán síðan hann spilaði sinn fyrsta leik fyrir sex árum og skorað tíu mörk.

„Eins og ég hef alltaf sagt er ég þakklátur fyrir að hafa spilað með liðinu og unnið heims- og Evrópumeistaratitla. Það var frábært að fá að taka þátt í stærstu mótum heims en ég er enn jafnspenntur fyrir landsliðinu og á fyrsta degi,“ skrifar Mata á heimasíðu sína.

„Ég er sannfærður um að ég sé að besta aldri og hlakka til að fá fleiri tækifæri með landsliðinu og vonandi ná meiri árangri. Þess vegna legg ég svona mikið á mig á hverjum degi.“

„Auðvitað er það þjálfarinn sem velur liðið fyrir hvern leik þannig nú þegar ég er ekki að spila nýti ég tímann til að æfa. Svo get ég líka hvílt mig,“ segir Juan mata.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×