Yngra foreldrið ekki fullgilt hjá Auðkenni fanney birna jónsdóttir skrifar 30. mars 2015 07:00 Mæðgurnar Erna Agnarsdóttir og Birna María Másdóttir fengu ekki að sækja um rafræn skilríki þar sem Erna er yngri en faðir Birnu Maríu. Birna María Másdóttir, 17 ára nemandi í Verzlunarskólanum, og móðir hennar, Erna Agnarsdóttir, fóru tómhentar heim frá fyrirtækinu Auðkenni þar sem móðirin þótti ekki fullnægjandi forráðamaður því að hún er yngra foreldri Birnu. Mæðgurnar mættu til að sækja um rafræn skilríki fyrir Birnu Maríu en var vísað frá þar sem hún var ekki í fylgd „eldri forráðamanns“, það er að segja þess foreldris sem eldra er. „Okkur var vísað frá af því hún var ekki í fylgd eldri forráðamanns,“ segir Erna í samtali við Fréttablaðið. „Ég velti því fyrir mér hvort ég væri ekki orðin nógu gömul þó ég sé að verða 45 ára þegar mér var sagt að eldri forráðamann þyrfti til að nálgast þetta fyrir hana,“ segir Erna í léttum dúr og bætir við að það muni jú heilum mánuði á henni og föður Birnu í aldri. Birna María segir starfsmann Auðkennis sem tilkynnti þeim að þær myndu ekki fá afgreiðslu án eldri forráðamannsins hafa verið mjög vandræðalegan. „Þetta var eiginlega bara fyndið. Við hálf vorkenndum henni að þurfa að segja okkur þetta. En ég hef aldrei heyrt svona lagað áður. Að það væri ekki hægt að taka mömmu gilda sem forráðamann bara af því hún er mánuði yngri en pabbi minn. En nú veit maður hver það er sem raunverulega ræður á heimilinu,“ segir Birna María gamansöm. Hún segir þær mæðgur þó hafa tekið gleði sína á ný þar sem þær gátu fengið rafræn skilríki í bankanum. Ekki náðist í Harald Bjarnason, framkvæmdastjóra Auðkennis, en samkvæmt upplýsingum frá starfsmönnum fyrirtækisins sem höfðu heyrt af atvikinu er um að ræða galla í kerfinu hjá þeim sem tengist svokölluðu fjölskyldunúmeri í Þjóðskrá. „Kerfið var því miður forritað svona til að byrja með. Það er verið að breyta þessu og verður vonandi komið í lag fyrir páska. Okkur þykir þetta afskaplega leitt og hörmum að mæðgurnar hafi þurft að fara í fýluferð,“ segir í svari Auðkennis til Fréttablaðsins. Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Sjá meira
Birna María Másdóttir, 17 ára nemandi í Verzlunarskólanum, og móðir hennar, Erna Agnarsdóttir, fóru tómhentar heim frá fyrirtækinu Auðkenni þar sem móðirin þótti ekki fullnægjandi forráðamaður því að hún er yngra foreldri Birnu. Mæðgurnar mættu til að sækja um rafræn skilríki fyrir Birnu Maríu en var vísað frá þar sem hún var ekki í fylgd „eldri forráðamanns“, það er að segja þess foreldris sem eldra er. „Okkur var vísað frá af því hún var ekki í fylgd eldri forráðamanns,“ segir Erna í samtali við Fréttablaðið. „Ég velti því fyrir mér hvort ég væri ekki orðin nógu gömul þó ég sé að verða 45 ára þegar mér var sagt að eldri forráðamann þyrfti til að nálgast þetta fyrir hana,“ segir Erna í léttum dúr og bætir við að það muni jú heilum mánuði á henni og föður Birnu í aldri. Birna María segir starfsmann Auðkennis sem tilkynnti þeim að þær myndu ekki fá afgreiðslu án eldri forráðamannsins hafa verið mjög vandræðalegan. „Þetta var eiginlega bara fyndið. Við hálf vorkenndum henni að þurfa að segja okkur þetta. En ég hef aldrei heyrt svona lagað áður. Að það væri ekki hægt að taka mömmu gilda sem forráðamann bara af því hún er mánuði yngri en pabbi minn. En nú veit maður hver það er sem raunverulega ræður á heimilinu,“ segir Birna María gamansöm. Hún segir þær mæðgur þó hafa tekið gleði sína á ný þar sem þær gátu fengið rafræn skilríki í bankanum. Ekki náðist í Harald Bjarnason, framkvæmdastjóra Auðkennis, en samkvæmt upplýsingum frá starfsmönnum fyrirtækisins sem höfðu heyrt af atvikinu er um að ræða galla í kerfinu hjá þeim sem tengist svokölluðu fjölskyldunúmeri í Þjóðskrá. „Kerfið var því miður forritað svona til að byrja með. Það er verið að breyta þessu og verður vonandi komið í lag fyrir páska. Okkur þykir þetta afskaplega leitt og hörmum að mæðgurnar hafi þurft að fara í fýluferð,“ segir í svari Auðkennis til Fréttablaðsins.
Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Sjá meira