Umfjöllun: ÍBV - HK 37-38 | Fjórði sigur HK á tímabilinu Guðmundur Tómas Sigfússon í Vestmannaeyjum skrifar 30. mars 2015 21:00 Leó Snær Pétursson skoraði 16 mörk vísir/valli Fallnir HK-ingar unnu í kvöld eins marks sigur á Íslandsmeisturum Eyjamanna, 38-37. HK-ingar voru betri stærstan hluta leiksins og áttu sigurinn fyllilega skilinn. Leó Snær Pétursson var frábær í kvöld en hann skoraði sextán mörk. Tvo sterkustu varnarmenn Eyjamanna vantaði í dag líkt og síðustu leikjum, en þeir Sindri Haraldsson og Magnús Stefánsson eru frá vegna meiðsla. Það hefur truflað liðið gríðarlega í undanförnum leikjum og gerði það svo sannarlega í dag. HK-ingar byrjuðu leikinn mun betur, þá sér í lagi Þorgrímur Smári Ólafsson sem átti bestu tíu mínútur ferilsins í byrjun leiks. Hann hafði skorað sjö mörk af fyrstu tíu mörkum HK-inga, sem leiddu leikinn með tíu mörkum gegn átta. Í upphafi var leikurinn gríðarlega hraður og staðan orðin 11-11 eftir sextán mínútna leik. Bæði lið voru með sama leikplanið, að keyra hratt í bakið á hinu liðinu. Ófá mörkin voru skoruð eftir snögga miðju þar sem liðin voru ekki jafnfljót að hlaupa í vörnina. Liðin skiptust á að hafa forystuna undir lok fyrri hálfleiksins en það var Leó Snær, sem sá til þess að hans menn voru yfir í hálfleik. Þar skoraði hann úr einu af sínum átta vítaköstum í leiknum og staðan því 18-19 í hálfleik. HK-ingar virtust eiga svör við vörn ÍBV sem hefur reynst flestum liðum erfið. Þessi vörn er einmitt ástæða þess að Eyjamenn eru Íslands- og bikarmeistarar. HK-ingum tókst þó að opna svæðið fyrir aðra hvora skyttuna margoft og fundu því glufur á vörninni. Í upphafi síðari hálfleiks var það sama uppi á teningnum, bæði lið keyrðu hratt upp völlinn. HK-ingar leiddu stóran hluta síðari hálfleiks og héldu félagarnir Þorgrímur og Leó Snær áfram að skora mörkin. Eyjamenn komust tveimur mörkum yfir í stöðunni 29-27 þegar korter var eftir af leiknum. Þá héldu flestir að heimamenn myndu ganga á lagið og ganga frá HK-ingum. Allt kom fyrir ekki og HK-ingar enn vel inni í leiknum. Aftur komust Eyjamenn tveimur mörkum yfir en HK-ingar ætluðu alls ekki að gefast upp. Að lokum tryggði Guðni Már Kristinsson stigin tvö í lokasókn leiksins, hann fékk þá færi þröngt úr hægra horninu og skilaði boltanum í netið. HK-ingar voru vel að sigrinum komnir en geta þakkað sínum markaskorurum fyrir sigurinn. Þeir Leó Snær og Þorgrímur fengu greinilega skotleyfi fyrir leikinn en þeir tóku átján skot hvor. Leó skilaði sextán þeirra í netið og Þorgrímur tíu. Tapið gerir það að verkum að Eyjamenn geta tekið fram úr Akureyringum, sigri ÍBV FH í lokaleiknum. Þá þarf Akureyri einnig að tapa gegn ÍR-ingum. HK-ingar eru á botninum og verða þar að loknu móti. Olís-deild karla Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Ísak hættur með ÍR Körfubolti Fleiri fréttir Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Sjá meira
Fallnir HK-ingar unnu í kvöld eins marks sigur á Íslandsmeisturum Eyjamanna, 38-37. HK-ingar voru betri stærstan hluta leiksins og áttu sigurinn fyllilega skilinn. Leó Snær Pétursson var frábær í kvöld en hann skoraði sextán mörk. Tvo sterkustu varnarmenn Eyjamanna vantaði í dag líkt og síðustu leikjum, en þeir Sindri Haraldsson og Magnús Stefánsson eru frá vegna meiðsla. Það hefur truflað liðið gríðarlega í undanförnum leikjum og gerði það svo sannarlega í dag. HK-ingar byrjuðu leikinn mun betur, þá sér í lagi Þorgrímur Smári Ólafsson sem átti bestu tíu mínútur ferilsins í byrjun leiks. Hann hafði skorað sjö mörk af fyrstu tíu mörkum HK-inga, sem leiddu leikinn með tíu mörkum gegn átta. Í upphafi var leikurinn gríðarlega hraður og staðan orðin 11-11 eftir sextán mínútna leik. Bæði lið voru með sama leikplanið, að keyra hratt í bakið á hinu liðinu. Ófá mörkin voru skoruð eftir snögga miðju þar sem liðin voru ekki jafnfljót að hlaupa í vörnina. Liðin skiptust á að hafa forystuna undir lok fyrri hálfleiksins en það var Leó Snær, sem sá til þess að hans menn voru yfir í hálfleik. Þar skoraði hann úr einu af sínum átta vítaköstum í leiknum og staðan því 18-19 í hálfleik. HK-ingar virtust eiga svör við vörn ÍBV sem hefur reynst flestum liðum erfið. Þessi vörn er einmitt ástæða þess að Eyjamenn eru Íslands- og bikarmeistarar. HK-ingum tókst þó að opna svæðið fyrir aðra hvora skyttuna margoft og fundu því glufur á vörninni. Í upphafi síðari hálfleiks var það sama uppi á teningnum, bæði lið keyrðu hratt upp völlinn. HK-ingar leiddu stóran hluta síðari hálfleiks og héldu félagarnir Þorgrímur og Leó Snær áfram að skora mörkin. Eyjamenn komust tveimur mörkum yfir í stöðunni 29-27 þegar korter var eftir af leiknum. Þá héldu flestir að heimamenn myndu ganga á lagið og ganga frá HK-ingum. Allt kom fyrir ekki og HK-ingar enn vel inni í leiknum. Aftur komust Eyjamenn tveimur mörkum yfir en HK-ingar ætluðu alls ekki að gefast upp. Að lokum tryggði Guðni Már Kristinsson stigin tvö í lokasókn leiksins, hann fékk þá færi þröngt úr hægra horninu og skilaði boltanum í netið. HK-ingar voru vel að sigrinum komnir en geta þakkað sínum markaskorurum fyrir sigurinn. Þeir Leó Snær og Þorgrímur fengu greinilega skotleyfi fyrir leikinn en þeir tóku átján skot hvor. Leó skilaði sextán þeirra í netið og Þorgrímur tíu. Tapið gerir það að verkum að Eyjamenn geta tekið fram úr Akureyringum, sigri ÍBV FH í lokaleiknum. Þá þarf Akureyri einnig að tapa gegn ÍR-ingum. HK-ingar eru á botninum og verða þar að loknu móti.
Olís-deild karla Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Ísak hættur með ÍR Körfubolti Fleiri fréttir Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Sjá meira