Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Haukar 73-80 | Oddaleikur var það heillin Árni Jóhannsson skrifar 30. mars 2015 21:00 Alex Francis var öflugur í kvöld og skoraði 21 stig og tók 15 fráköst. vísir/vilhelm Haukar tryggðu sér oddaleik á Ásvöllum á Skírdag með því að bera sigurorð af Keflvíkingum í hörku og þá meina ég hörku leik í TM höllinni í Keflavík. Heimamenn voru yfir bróðurpart leiksins en með góðum fjórða fjórðung sigldu Haukar fram úr og tryggðu sér fimmta leik. Lokatölur 73-80 og það þarf eitthvað að láta undan á fimmtudaginn. Gestirnir úr Hafnarfirði voru aðeins sterkari aðilinn framan af fyrsta leikhluta en náðu ekki að slíta sig almennilega frá heimamönnum sem voru aldrei meira en fjórum stigum á eftir. Heimamenn komust síðan yfir þegar stutt var eftir af fyrsta leikhluta í fyrsta sinn síðan á fyrstu mínútunni. Gestirnir kláruðu síðan seinustu mínútuna betur og settu fimm stig í körfuna án þess að heimamenn næðu að svara og fóru með tveggja stiga forskot í leikhléið milli fjórðunga. Heimamenn voru fyrri á blaðið þegar annar leikhluti byrjaði en skipst var á körfum fyrstu mínútur fjórðungsins og var jafnt á með liðunum, eins og svo oft áður í þessu einvígi. Heimamenn komust yfir þegar Usher hamraði boltanum með glæsitroðslu ofan í körfuna ásamt þriggja stiga skoti sem rataði rétta leið. Eftir það var stemmningin með heimaönnum sem náðu að stöðva sóknarleik gestanna nokkrum sinnum ásamt því að nýta sér það í sókninni. Náðu heimamenn mest níu stigum í forskot en Haukarnir náðu að leysa varnarleik heimamanna þegar leið á fjórðunginn og misstu því Keflvíkinga aldrei of langt frá sér. Munurinn var sjö stig í hálfleik 44-37 fyrir heimamenn og voru það Davon Usher með 14 stig og Haukur Óskarsson með 9 stig sem fóru fyrir sitt hvoru liðinu. Keflvíkingar voru sterkari aðilinn í þriðja leikhluta og náðu þeir mest 10 stiga þegar tæpar tvær mínútur voru eftir af leikhlutanum en varnarleikur heimamanna var á tíðum flottur og náðu þeir oft að stela knettinum en aftur á móti hentu þeir boltanum of oft frá sér til að nýta það að fullu hversu góða vörn þeir spiluðu. Það þýddi að þeir náðu ekki að slíta sig nóg langt frá gestunum sem náðu að halda sér vel inn í leiknum og þar með einvíginu alveg til loka leikhlutans. Staðan var 62-55 fyrir heimamenn þegar flautað var til leikhlés milli leikhluta. Haukar mættu mikið grimmari til leiks í fjórða leikhlutann og með góða svæðisvörn að vopni náðu þeir að naga forskot heimamann niður í eitt stig um miðjan leikhluta og svo í jafna stöðu, 67-67, þegar fjórar mínútur lifðu af leiknum. Heimamenn náðu ekki að halda haus nógu vel og góð hittni gestanna fyrir utan línuna gerðu það að verkum að þegar um hálf mínúta var eftir voru Haukar þremur stigum yfir, 73-76. Heimamenn þurftu því að taka upp á því að brjóta á gestunum og öfugt við seinasta leik liðanna í Keflavík þá rötuðu vítaskotin ofan í og sigri Hauka var siglt í örugga höfn. Lokatölur urðu 73-80 og því þarf að grípa til oddaleiks til að skera úr um hvort liðið fær sæti í undanúrslitum Íslandsmótsins í körfubolta. Leikurinn fer fram á fimmtudaginn næstkomandi, skírdag klukkan 16:00 á Ásvöllum í Hafnarfirði.Guðmundur Jónsson: Of margir tapaðir boltar „Ég bara veit ekki hvað gerist í fjórða leikhluta, þeir fara í svæðisvörn og það truflar okkur eitthvað. Við erum samt búnir að vera að æfa okkur í að spila á móti svæðisvörninni þeirra alla vikuna og það ætti ekkert að koma okkur á óvart varðandi það en það gerði það greinilega í kvöld“, sagði Guðmundur Jónsson þegar hann var spurður hvað hafi gerst í fjórða leikhlutanum fyrr í kvöld. Hann var því næst spurður hvað Keflvíkingar þyrftu að gera á fimmtudaginn til að tryggja sér sigurinn í einvíginu: „Við erum með alltof mikið af auðveldlega töpuðum boltum í kvöld. Við hendum boltanum út af trekk í trekk en samt ekki út af góðri vörn, við vorum bara að taka heimskulegar ákvarðanir. Ef við sleppum því þá ættum við að vera góðir á fimmtudag, þetta var stór hluti ástæðunnar í kvöld.“ Eins og Guðmundur sagði þá átti svæðisvörnin ekki að koma Keflvíkingum á óvart en hann var spurður hvort eitthvað í leik Hauka hafi komið þeim á óvart: „Nei, þetta er fjórði leikurinn á örfáum dögum og sjötti leikurinn í vetur og við vitum alveg hvernig þeir spila og þeir þekkja okkur vel og það kom okkur ekkert á óvart.“Ívar Ásgrímsson: Það lið sem leggur sig meira fram fer áfram Sumarfríi Haukanna var frestað í kvöld og var þjálfari þeirra spurður hvað hans menn gerðu rétt og þá sérstaklega í fjórða leikhlutanum: „Keflvíkingarnir náttúrulega hikstuðu mikið sóknarlega í fjórða leikhluta eftir að við skiptum í svæðisvörn. Þeir voru bara með boltann fyrir utan þriggja stiga línuna en við voru grimmir og spiluðum utarlega á þá og tókum öll fráköst í svæðinu sem hefur oft verið erfitt hjá okkur.“ „Sóknin kom svo í kjölfarið, í þriðja leikhluta vorum við farnir að hengja haus og þurftum við að gera eitthvað til að breyta hugarfarinu og koma okkur aftur í gang. Það gekk með því að skipta um vörn.“ Eins og frægt er orðið þá lentu Haukar undir 2-0 í einvíginu og Ívar var beðinn um að útskýra hver breytingin hefði orðið hjá liðinum í síðustu tveim leikjum. „Ég vil nú ekki segja að það hafi verið mikil breyting, við vorum ekki að mínu mati að spila vel í dag. Við vorum hikandi sóknarlega mestan hluta leiksins og ég er ekki viss um að þessi leikur hafi verið eitthvað betri en fyrstu tveir. Við erum kannsi aðeins skynsamari í lokin, við erum byrjaðir að læra og strákarnir eru orðnir skynsamari í sókninni ásamt því að hafa trú á sjálfum sér. Það er jafnvel málið og þegar menn áttuðu sig á því að vera með bakið upp við þennan fræga vegg þá hafi losnað um pressuna og menn gátu byrjað að spila körfubolta.“ „Við þurfum að leggja okkur fram til að klára dæmið á fimmtudaginn, við vitum að Keflvíkingar koma alveg brjálaðir til leiks. Það lið sem leggur sig fram fer áfram eins og í kvöld þá drápum við frákastabaráttuna og það er spurning um hvað lið berst meira. Það lið vinnur leikinn á fimmtudag.“Keflavík-Haukar 73-80 (20-22, 24-15, 18-18, 11-25)Keflavík: Davon Usher 24/8 fráköst, Damon Johnson 15/4 fráköst, Valur Orri Valsson 10/5 fráköst/6 stolnir, Arnar Freyr Jónsson 8, Gunnar Einarsson 6, Andrés Kristleifsson 6/4 fráköst, Þröstur Leó Jóhannsson 4/4 fráköst. Davíð Páll Hermannsson 0, Eysteinn Bjarni Ævarsson 0, Guðmundur Jónsson 0/4 fráköst, Reggie Dupree 0.Haukar: Alex Francis 21/15 fráköst, Haukur Óskarsson 19/6 fráköst, Kári Jónsson 16, Kristinn Marinósson 15/9 fráköst, Emil Barja 5/8 fráköst, Helgi Björn Einarsson 2, Kristinn Jónasson 2. Til þess að fylgjast með lýsingunni þarf að vera inn í þessari frétt og ýta á refresh-takkann eða F5. Þá birtist lýsingin hér að neðan.Leiklýsing: Keflavík - Haukar4. leikhluti | 73-80: Leiknum er lokið! Það verður oddaleikur á Skírdag, páskarnir byrja af krafti. Tveir oddaleikir á sama degi.4. leikhluti | 73-78: Kári Jónsson stelur boltanum og svo er brotið á Hauki Óskarss. vítin tvö fara langleiðina með að klára þetta. 18 sek eftir og tekið leikhlé.4. leikhluti | 73-76: Risastór þristur fyrir Hauka kom þeim þremur stigum yfir og leikhlé er tekið þegar 36 sek. eru eftir.4. leikhluti | 73-73: Usher skilar tveimur vítum heim og aftur er jafnt þegar 2:14 eru eftir.4. leikhluti | 71-73: Heimamenn komnir í bónus og Usher nýtir sér eitt frítt skot en Haukarnir skora þriggja stiga körfu og eru komnir yfir. 2:44 eftir.4. leikhluti | 70-70: Brotið á Hauki Óskarss. í þriggja stiga skoti og fara öll vítin niður. Klaufagangur hjá heimamönnum. 3:34 eftir.4. leikhluti | 70-67: Gamli seigur, Gunnar Einarsson setur niður rándýrann þrist og kemur heimamönnum aftur yfir. Mikilvægt að hafa svona menn í liðinu. 3:44 eftir.4. leikhluti | 67-67: Kári Jónsson setur niður annað vítið en Haukar ná sóknarfráksti og Kári Jónsson jafnar leikinn. Er þetta að snúast? Haukar eru allavega á góðum sprett. 3:59 eftir.4. leikhluti | 67-64: Leikhlé tekið þegar 4:21 eru eftir. Kári Jónss. er á leiðinni á línuna. Bæði lið eiga í smá vandræðum með að koma knettinum í körfuna.4. leikhluti | 65-64: Haukar stela boltanum en ná ekki að nýta sér það strax, skot geigar. Heimamenn klikka á skoti og Haukar negla niður þrist, þetta er rosalegt. 5:15 eftir4. leikhluti | 65-61: Haukar ná að skora eftir sóknarfrákast, heimamenn náðu síðan ekki að svara fyrir það og Haukar minnka muninn niður í fjögur stig. 6:11 eftir.4. leikhluti | 65-57: Haukar hafa skipt í svæðisvörn og það virkar en heimamenn stela boltanum strax aftur en nýta það ekki. 7:28 eftir.4. leikhluti | 65-57: Francis að gera það sem hann gerir best held ég, að taka sóknarfrákast og skila boltanum heim. Heimamenn missa boltann og það er tekið leikhlé þegar 8:36 eru eftir.4. leikhluti | 65-55: Heimamenn fyrri á blaðið. Usher setur boltann í netið og fær villu. Vítið ofan í og 10 stiga munur aftur. 9:28 eftir.4. leikhluti | 62-55: Seinasti leikhlutinn hafinn. Er þetta seinasti leikhluti Hauka á þessu tímabili? Við þurfum að spila smá körfubolta til að komast að því, fylgist með. 9:59 eftir.3. leikhluti | 62-55: Leikhlutanum er lokið. Haukar áttu lokasókn og var dæmd villa á heimamenn og fór Francis á línuna. Eitt víti fór ofan í og það var ekki tími fyrir meira. Sjö stiga forskot eins og í hálfleik. Það er því ekkert breytt hér, þetta fer alla leið í kvöld.3. leikhluti | 62-54: Knötturinn vill ekki ofan í núna. Bæði klaufagangur liðanna og góður varnarleikur hjá báðum liðum. Aftur fiska heimamenn ruðning. 28 sek. eftir.3. leikhluti | 62-54: Tvö víti rata heim hjá Haukum og ná þeir síðan boltanum með stuldi en það er dæmdur ruðningur Haukana. Það er klaufalegt. 1:38 eftir.3. leikhluti | 62-52: Gestirnir með flottann varnarleik og heimamenn klára skotklukkuna. Ná ekki að nýta sér það samt í sókninni og Arnar Freyr Jónsson skorar og fær villu sem er stemmningsaukandi fyrir áhorfendur. Vítið fer ofan í og 10 stiga munur. 1:58 eftir.3. leikhluti | 59-50: Skipst á körfum. Valur Orri með seinustu körfuna frá þriggja stiga línunni og munurinn er 9 stig. 3:33 eftir.3. leikhluti | 54-48: Sem þeir gera en Francis náði sér í villu eftir að hafa brotist upp að körfunni og lagt boltann í. vítið var síðan svokallaður loftbolti (e. airball). 5:05 eftir.3. leikhluti | 54-46: Tvisvar í röð ná heimamenn að stela knettinum og nýta sér það, meiri ákafi kominn í vörn heimamanna aftur. Haukar eiga samt að geta leyst þetta. 5:45 eftir.3. leikhluti | 50-46: Keflvíkinga eiga fyrstu körfu eftir þessa pásu og ná muninum aftur upp í sex stig áður en Francis læðist aftur fyrir vörnina og leggur boltann í. 6:55 eftir.3. leikhluti | 48-44: Jæja, stillansinn er aftur kominn upp að vegg og nú er hægt að spila körfubolta aftur. Vonum að menn hafi ekki kólnað of mikið af þessari bið. 8:07 eftir.3. leikhluti | 48-44: Kári Jónsson er hittinn drengur og það er glapræði að skilja hann eftir einann fyrir utan þriggja stiga línuna, heimamenn finna fyrir því og Haukar minnka síðan muninn niður í fjögur stig. Aftur er tekið leikhlé en það er eitthvað vesen með skotklukkuna í suðurenda TM-hallarinnar. 8:07 eru eftir.3. leikhluti | 48-39: Það er tekið leikhlé þegar 8:43 eru eftir. Liðin skiptast á körfum, það er heldur betur mikilvægt að bæði lið komi sterkt út úr hálfleiknum og það virðist vera raunin. Bæði í vörn og sókn.3. leikhluti | 46-37: Haukarnir náðu ekki að nýta fyrstu sókn en það gerðu heimamenn og juku þar með forskotið í níu stig. 9:15 eftir.3. leikhluti | 44-37: Þetta er byrjað aftur og það eru gestirnir sem eiga fyrstu sókn. Það er held ég engin hætta á öðru en að þetta verði spennandi alveg til leiksloka. 9:59 eftir.2. leikhluti | 44-37: Það er kominn hálfleikur. Heimamenn voru í við sterkari í öðrum leikhluta, vörn þeirra var ákafari en í fyrsta leikhluta og náðu þeir að nýta sér það í sókninni þrátt fyrir að taka kafla þar sem boltanum var fleygt útaf í gríð og erg. Haukar fundu smám saman lausnir á vörn heimamanna og héldu sér inn í leiknum. Þeir áttu lokaskotið sem rataði rétta leið og eru því bara sjö stigum undir. Það urðu einhver læti þegar liðin gengu til búningsherbergja, ég sá ekki almennilega hvað gerðist en stía þurfti leikmönnum í sundur. Engir eftirmálar virðast vera af þessu.2. leikhluti | 39-33: Skipst á körfum núna, ef Haukarnir ná að vera rólegir í sókn sinni þá minnka það möguleika heimamanna á því að stela knettinum með því að komast í sendingarnar. 1:40 eftir.2. leikhluti | 37-29: Guðmundur Jónsson setti hressilega hindrun á Kára Jónsson, dæmd var sóknarvilla en Kári lá eftir í smástund. Heimamenn stálu síðan boltanum og komu honum í körfuna. 2:33 eftir.2. leikhluti | 35-27: Mesta forskot leiksins er heimamanna og hafa þeir náð því með því að spila ákafann varnarleik og Usher er mjög áræðinn á körfuna. 3:51 eftir.2. leikhluti | 30-27: Heimamenn auka við forskotið með því að skora úr einu víti. Vörn heimamanna hefur aukist af ákafa en það stoppar samt ekki Kára Jónss. í að negla niður þrist og heimamenn missa síðan knöttinn. 4:59 eftir.2. leikhluti | 29-24: Keflvíkingar komast yfir með þriggja stiga körfu, þvinga gestina í að klára skotklukkuna hjá sér og stela síðan boltanum eftir að Haukarnir ná sóknarfrákasti. Valur Orri kemur þeim síðan í fimm stiga forskot. 5:40 eftir.2. leikhluti | 24-24: Heimamenn jafna og karfan var af dýrari gerðinni. Usher keyrði völlinn, smeygði sér á milli tveggja Haukamanna og hamraði boltanum ofan í körfuna. Gestirnir taka leikhlé þegar 7:09 eru eftir.2. leikhluti | 22-24: Heimamenn eru búnir að kasta boltanum þrisvar í röð frá sér. Haukarnir nýta það ekki vel og eru því bara með tvö stig í forskot. 7:27 eftir.2. leikhluti | 22-22: Heimamenn eru fyrri á blað, vildu sóknarvillu fengu ekki, fengu boltann og misstu strax aftur. Sviptingar í þessu en aftur er jafnt. 8:57 eftir.2. leikhluti | 20-22: Annar leikhluti er hafinn og heimamenn fengu fyrstu sókn, fengu tvö tækifæri í sókninni en Haukarnir stálu boltanum og héldu í sókn. Hún geigaði og staðan því sama þegar 9:20 eru eftir.1. leikhluti | 20-22: Leikhlutanum er lokið. Emil Barja jafnaði leikinn með því að skora og ná sér í villu að auki. Heimamenn fengu sókn en náðu ekki að klára klukkuna en sóknin klúðraðist, Haukar komust aftur yfir en heimamenn misstu boltann aftur og Haukar reyndu við seinasta skotið en misstu sjálfir boltann og leikhlé var tekið af heimamönnum sem þá fengu seinasta skotið. Guðmundur Jónsson náði ekki að setja niður þriggja stiga skot og því eru gestirnir með tveggja stiga forskot.1. leikhluti | 20-17: Heimamenn komust aftur yfir í fyrsta sinn síðan á fyrstu mín. en Francis brennir síðan af tveimur vítum. Hvað á það að þýða, þetta er rándýrt. 1:15 eftir.1. leikhluti | 17-17: Aftur er jafnt og áhorfendur eru vel með á nótunum. 2:35 eftir.1. leikhluti | 14-15: Haukar voru að brenna inni á tíma varðandi skotklukkuna en HAukur Óskarss. skoraði þriggja stiga körfu. Liðin hafa síðan skipst á körfum. 3:11 eftir.1. leikhluti | 10-10: Aftur er staðan jöfn hjá liðunum en Usher var að setja niður tvö víti. Vítin verða líklega mikilvæg í kvöld og Haukar mega ekki leyfa sér að klúðra 15 vítum eins og þeir gerðu seinast þegar þeir voru í Keflavík. 4:12 eftir.1. leikhluti | 8-10: Loksins karfa og kemur hjún frá Haukum og er hún úr þriggja stiga skoti. Keflvíkingar fljótir að svar með tveggja stiga. 4:46 eftir.1. leikhluti | 6-7: Guðmundur Jónssona er að koma inn á þegar fyrsti leikhluti er um það bil hálfnaður. Greinilega á að fara varlega með drenginn. Haukar hafa tapað boltanum tvær sóknir í röð en heimamenn ná ekki að nýta sér það. 5:04 eftir.1. leikhluti | 6-7: Fínar varnir spilaðar báðum megin en Haukar hafa náð að finna körfuna betur hér í upphafi og þar á meðal þriggja stiga körfu og hafa því eitt stig í forskot. 6:03 eftir.1. leikhluti | 2-2: Heimamenn taka forystuna en Francis var fljótur að jafna fyrir gestina eftir að hafa hirt sóknarfrákast. 9 mín eftir.1. leikhluti | 0-0: Við náum ekki að byrja alveg strax en það er eitthvað vesen með skotklukkuna suðurmegin í salnum. Þeir vonandi græja þetta einn tveir og þrír en leikmenn eru komnir út á gólf og tilbúnir í slaginn.Fyrir leik: Hann er vel og þétt setinn bekkurinn þegar tæpar 10 mín. eru í leik. Ég sé að heimamenn eru búnir að stilla upp trommusveit þannig að það verða læti hér í kvöld.Fyrir leik: Mér sýnist allir vera heilir hjá Haukum en Keflvíkingar fá góðar fréttir en Guðmundur Jónsson er í búning og til alls líklegur í leiknum í kvöld.Fyrir leik: Davon Usher hefur farið mikinn í liði heimamanna og skorað 24 stig að meðaltali í þessu einvígi. Hjá Haukum hefur stigaskorið dreifst meira en Alex Francis hefur skorað mest eða 21 stig að meðaltali í leik. Þeir verða væntanlega áfram í aðalhlutverkum í kvöld en þurfa báðir framlag frá liðsmönnum sínum.Fyrir leik: Þetta einvígi hefur verið mjög spennandi hingað til og því til dæmis þá hafa liðin skipst á forystu í leikjunum 31 sinni í þremur leikjum. Það gerir 10,33 sinnum per leik. Alls hefur verið jafnt 19 sinnum eða 6,33 sinnum per leik.Fyrir leik: Eins og segir í fyrirsögn fréttarinnar geta heimamenn í Keflavík klárað einvígið í kvöld en þeir hafa 2-1 forystu þegar flautað verður til leiks í kvöld. Þeir hrifsuðu til sín heimavallaréttinn með því að vinna fyrsta leikinn á Ásvöllum og styrktu svo stöðu sína umtalsvert með því að vinna sinn fyrsta heimaleik. Þeim mistókst hinsvegar að klára dæmið síðastliðinn föstudag í Hafnarfirði. Haukarnir eru náttúrulega með bakið upp við vegginn fræga og því alveg fyrir leikinn á föstudag að þeir myndu ekki leggja árar í bát.Fyrir leik: Komiði sæl og blessuð. Hér verður leik Keflavíkur og Hauka lýst.3. leikhluti | 44-37: Dominos-deild karla Mest lesið Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Fótbolti Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Fótbolti Heimsmeistararnir þrír fóru allir áfram Sport Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Fótbolti Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Handbolti Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Fótbolti Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enski boltinn Tapaði níu leggjum í röð eftir níu pílna leik og var sendur heim Sport Fleiri fréttir Riley búinn að fá nóg og þvertekur fyrir að Miami muni skipta Butler Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Sjá meira
Haukar tryggðu sér oddaleik á Ásvöllum á Skírdag með því að bera sigurorð af Keflvíkingum í hörku og þá meina ég hörku leik í TM höllinni í Keflavík. Heimamenn voru yfir bróðurpart leiksins en með góðum fjórða fjórðung sigldu Haukar fram úr og tryggðu sér fimmta leik. Lokatölur 73-80 og það þarf eitthvað að láta undan á fimmtudaginn. Gestirnir úr Hafnarfirði voru aðeins sterkari aðilinn framan af fyrsta leikhluta en náðu ekki að slíta sig almennilega frá heimamönnum sem voru aldrei meira en fjórum stigum á eftir. Heimamenn komust síðan yfir þegar stutt var eftir af fyrsta leikhluta í fyrsta sinn síðan á fyrstu mínútunni. Gestirnir kláruðu síðan seinustu mínútuna betur og settu fimm stig í körfuna án þess að heimamenn næðu að svara og fóru með tveggja stiga forskot í leikhléið milli fjórðunga. Heimamenn voru fyrri á blaðið þegar annar leikhluti byrjaði en skipst var á körfum fyrstu mínútur fjórðungsins og var jafnt á með liðunum, eins og svo oft áður í þessu einvígi. Heimamenn komust yfir þegar Usher hamraði boltanum með glæsitroðslu ofan í körfuna ásamt þriggja stiga skoti sem rataði rétta leið. Eftir það var stemmningin með heimaönnum sem náðu að stöðva sóknarleik gestanna nokkrum sinnum ásamt því að nýta sér það í sókninni. Náðu heimamenn mest níu stigum í forskot en Haukarnir náðu að leysa varnarleik heimamanna þegar leið á fjórðunginn og misstu því Keflvíkinga aldrei of langt frá sér. Munurinn var sjö stig í hálfleik 44-37 fyrir heimamenn og voru það Davon Usher með 14 stig og Haukur Óskarsson með 9 stig sem fóru fyrir sitt hvoru liðinu. Keflvíkingar voru sterkari aðilinn í þriðja leikhluta og náðu þeir mest 10 stiga þegar tæpar tvær mínútur voru eftir af leikhlutanum en varnarleikur heimamanna var á tíðum flottur og náðu þeir oft að stela knettinum en aftur á móti hentu þeir boltanum of oft frá sér til að nýta það að fullu hversu góða vörn þeir spiluðu. Það þýddi að þeir náðu ekki að slíta sig nóg langt frá gestunum sem náðu að halda sér vel inn í leiknum og þar með einvíginu alveg til loka leikhlutans. Staðan var 62-55 fyrir heimamenn þegar flautað var til leikhlés milli leikhluta. Haukar mættu mikið grimmari til leiks í fjórða leikhlutann og með góða svæðisvörn að vopni náðu þeir að naga forskot heimamann niður í eitt stig um miðjan leikhluta og svo í jafna stöðu, 67-67, þegar fjórar mínútur lifðu af leiknum. Heimamenn náðu ekki að halda haus nógu vel og góð hittni gestanna fyrir utan línuna gerðu það að verkum að þegar um hálf mínúta var eftir voru Haukar þremur stigum yfir, 73-76. Heimamenn þurftu því að taka upp á því að brjóta á gestunum og öfugt við seinasta leik liðanna í Keflavík þá rötuðu vítaskotin ofan í og sigri Hauka var siglt í örugga höfn. Lokatölur urðu 73-80 og því þarf að grípa til oddaleiks til að skera úr um hvort liðið fær sæti í undanúrslitum Íslandsmótsins í körfubolta. Leikurinn fer fram á fimmtudaginn næstkomandi, skírdag klukkan 16:00 á Ásvöllum í Hafnarfirði.Guðmundur Jónsson: Of margir tapaðir boltar „Ég bara veit ekki hvað gerist í fjórða leikhluta, þeir fara í svæðisvörn og það truflar okkur eitthvað. Við erum samt búnir að vera að æfa okkur í að spila á móti svæðisvörninni þeirra alla vikuna og það ætti ekkert að koma okkur á óvart varðandi það en það gerði það greinilega í kvöld“, sagði Guðmundur Jónsson þegar hann var spurður hvað hafi gerst í fjórða leikhlutanum fyrr í kvöld. Hann var því næst spurður hvað Keflvíkingar þyrftu að gera á fimmtudaginn til að tryggja sér sigurinn í einvíginu: „Við erum með alltof mikið af auðveldlega töpuðum boltum í kvöld. Við hendum boltanum út af trekk í trekk en samt ekki út af góðri vörn, við vorum bara að taka heimskulegar ákvarðanir. Ef við sleppum því þá ættum við að vera góðir á fimmtudag, þetta var stór hluti ástæðunnar í kvöld.“ Eins og Guðmundur sagði þá átti svæðisvörnin ekki að koma Keflvíkingum á óvart en hann var spurður hvort eitthvað í leik Hauka hafi komið þeim á óvart: „Nei, þetta er fjórði leikurinn á örfáum dögum og sjötti leikurinn í vetur og við vitum alveg hvernig þeir spila og þeir þekkja okkur vel og það kom okkur ekkert á óvart.“Ívar Ásgrímsson: Það lið sem leggur sig meira fram fer áfram Sumarfríi Haukanna var frestað í kvöld og var þjálfari þeirra spurður hvað hans menn gerðu rétt og þá sérstaklega í fjórða leikhlutanum: „Keflvíkingarnir náttúrulega hikstuðu mikið sóknarlega í fjórða leikhluta eftir að við skiptum í svæðisvörn. Þeir voru bara með boltann fyrir utan þriggja stiga línuna en við voru grimmir og spiluðum utarlega á þá og tókum öll fráköst í svæðinu sem hefur oft verið erfitt hjá okkur.“ „Sóknin kom svo í kjölfarið, í þriðja leikhluta vorum við farnir að hengja haus og þurftum við að gera eitthvað til að breyta hugarfarinu og koma okkur aftur í gang. Það gekk með því að skipta um vörn.“ Eins og frægt er orðið þá lentu Haukar undir 2-0 í einvíginu og Ívar var beðinn um að útskýra hver breytingin hefði orðið hjá liðinum í síðustu tveim leikjum. „Ég vil nú ekki segja að það hafi verið mikil breyting, við vorum ekki að mínu mati að spila vel í dag. Við vorum hikandi sóknarlega mestan hluta leiksins og ég er ekki viss um að þessi leikur hafi verið eitthvað betri en fyrstu tveir. Við erum kannsi aðeins skynsamari í lokin, við erum byrjaðir að læra og strákarnir eru orðnir skynsamari í sókninni ásamt því að hafa trú á sjálfum sér. Það er jafnvel málið og þegar menn áttuðu sig á því að vera með bakið upp við þennan fræga vegg þá hafi losnað um pressuna og menn gátu byrjað að spila körfubolta.“ „Við þurfum að leggja okkur fram til að klára dæmið á fimmtudaginn, við vitum að Keflvíkingar koma alveg brjálaðir til leiks. Það lið sem leggur sig fram fer áfram eins og í kvöld þá drápum við frákastabaráttuna og það er spurning um hvað lið berst meira. Það lið vinnur leikinn á fimmtudag.“Keflavík-Haukar 73-80 (20-22, 24-15, 18-18, 11-25)Keflavík: Davon Usher 24/8 fráköst, Damon Johnson 15/4 fráköst, Valur Orri Valsson 10/5 fráköst/6 stolnir, Arnar Freyr Jónsson 8, Gunnar Einarsson 6, Andrés Kristleifsson 6/4 fráköst, Þröstur Leó Jóhannsson 4/4 fráköst. Davíð Páll Hermannsson 0, Eysteinn Bjarni Ævarsson 0, Guðmundur Jónsson 0/4 fráköst, Reggie Dupree 0.Haukar: Alex Francis 21/15 fráköst, Haukur Óskarsson 19/6 fráköst, Kári Jónsson 16, Kristinn Marinósson 15/9 fráköst, Emil Barja 5/8 fráköst, Helgi Björn Einarsson 2, Kristinn Jónasson 2. Til þess að fylgjast með lýsingunni þarf að vera inn í þessari frétt og ýta á refresh-takkann eða F5. Þá birtist lýsingin hér að neðan.Leiklýsing: Keflavík - Haukar4. leikhluti | 73-80: Leiknum er lokið! Það verður oddaleikur á Skírdag, páskarnir byrja af krafti. Tveir oddaleikir á sama degi.4. leikhluti | 73-78: Kári Jónsson stelur boltanum og svo er brotið á Hauki Óskarss. vítin tvö fara langleiðina með að klára þetta. 18 sek eftir og tekið leikhlé.4. leikhluti | 73-76: Risastór þristur fyrir Hauka kom þeim þremur stigum yfir og leikhlé er tekið þegar 36 sek. eru eftir.4. leikhluti | 73-73: Usher skilar tveimur vítum heim og aftur er jafnt þegar 2:14 eru eftir.4. leikhluti | 71-73: Heimamenn komnir í bónus og Usher nýtir sér eitt frítt skot en Haukarnir skora þriggja stiga körfu og eru komnir yfir. 2:44 eftir.4. leikhluti | 70-70: Brotið á Hauki Óskarss. í þriggja stiga skoti og fara öll vítin niður. Klaufagangur hjá heimamönnum. 3:34 eftir.4. leikhluti | 70-67: Gamli seigur, Gunnar Einarsson setur niður rándýrann þrist og kemur heimamönnum aftur yfir. Mikilvægt að hafa svona menn í liðinu. 3:44 eftir.4. leikhluti | 67-67: Kári Jónsson setur niður annað vítið en Haukar ná sóknarfráksti og Kári Jónsson jafnar leikinn. Er þetta að snúast? Haukar eru allavega á góðum sprett. 3:59 eftir.4. leikhluti | 67-64: Leikhlé tekið þegar 4:21 eru eftir. Kári Jónss. er á leiðinni á línuna. Bæði lið eiga í smá vandræðum með að koma knettinum í körfuna.4. leikhluti | 65-64: Haukar stela boltanum en ná ekki að nýta sér það strax, skot geigar. Heimamenn klikka á skoti og Haukar negla niður þrist, þetta er rosalegt. 5:15 eftir4. leikhluti | 65-61: Haukar ná að skora eftir sóknarfrákast, heimamenn náðu síðan ekki að svara fyrir það og Haukar minnka muninn niður í fjögur stig. 6:11 eftir.4. leikhluti | 65-57: Haukar hafa skipt í svæðisvörn og það virkar en heimamenn stela boltanum strax aftur en nýta það ekki. 7:28 eftir.4. leikhluti | 65-57: Francis að gera það sem hann gerir best held ég, að taka sóknarfrákast og skila boltanum heim. Heimamenn missa boltann og það er tekið leikhlé þegar 8:36 eru eftir.4. leikhluti | 65-55: Heimamenn fyrri á blaðið. Usher setur boltann í netið og fær villu. Vítið ofan í og 10 stiga munur aftur. 9:28 eftir.4. leikhluti | 62-55: Seinasti leikhlutinn hafinn. Er þetta seinasti leikhluti Hauka á þessu tímabili? Við þurfum að spila smá körfubolta til að komast að því, fylgist með. 9:59 eftir.3. leikhluti | 62-55: Leikhlutanum er lokið. Haukar áttu lokasókn og var dæmd villa á heimamenn og fór Francis á línuna. Eitt víti fór ofan í og það var ekki tími fyrir meira. Sjö stiga forskot eins og í hálfleik. Það er því ekkert breytt hér, þetta fer alla leið í kvöld.3. leikhluti | 62-54: Knötturinn vill ekki ofan í núna. Bæði klaufagangur liðanna og góður varnarleikur hjá báðum liðum. Aftur fiska heimamenn ruðning. 28 sek. eftir.3. leikhluti | 62-54: Tvö víti rata heim hjá Haukum og ná þeir síðan boltanum með stuldi en það er dæmdur ruðningur Haukana. Það er klaufalegt. 1:38 eftir.3. leikhluti | 62-52: Gestirnir með flottann varnarleik og heimamenn klára skotklukkuna. Ná ekki að nýta sér það samt í sókninni og Arnar Freyr Jónsson skorar og fær villu sem er stemmningsaukandi fyrir áhorfendur. Vítið fer ofan í og 10 stiga munur. 1:58 eftir.3. leikhluti | 59-50: Skipst á körfum. Valur Orri með seinustu körfuna frá þriggja stiga línunni og munurinn er 9 stig. 3:33 eftir.3. leikhluti | 54-48: Sem þeir gera en Francis náði sér í villu eftir að hafa brotist upp að körfunni og lagt boltann í. vítið var síðan svokallaður loftbolti (e. airball). 5:05 eftir.3. leikhluti | 54-46: Tvisvar í röð ná heimamenn að stela knettinum og nýta sér það, meiri ákafi kominn í vörn heimamanna aftur. Haukar eiga samt að geta leyst þetta. 5:45 eftir.3. leikhluti | 50-46: Keflvíkinga eiga fyrstu körfu eftir þessa pásu og ná muninum aftur upp í sex stig áður en Francis læðist aftur fyrir vörnina og leggur boltann í. 6:55 eftir.3. leikhluti | 48-44: Jæja, stillansinn er aftur kominn upp að vegg og nú er hægt að spila körfubolta aftur. Vonum að menn hafi ekki kólnað of mikið af þessari bið. 8:07 eftir.3. leikhluti | 48-44: Kári Jónsson er hittinn drengur og það er glapræði að skilja hann eftir einann fyrir utan þriggja stiga línuna, heimamenn finna fyrir því og Haukar minnka síðan muninn niður í fjögur stig. Aftur er tekið leikhlé en það er eitthvað vesen með skotklukkuna í suðurenda TM-hallarinnar. 8:07 eru eftir.3. leikhluti | 48-39: Það er tekið leikhlé þegar 8:43 eru eftir. Liðin skiptast á körfum, það er heldur betur mikilvægt að bæði lið komi sterkt út úr hálfleiknum og það virðist vera raunin. Bæði í vörn og sókn.3. leikhluti | 46-37: Haukarnir náðu ekki að nýta fyrstu sókn en það gerðu heimamenn og juku þar með forskotið í níu stig. 9:15 eftir.3. leikhluti | 44-37: Þetta er byrjað aftur og það eru gestirnir sem eiga fyrstu sókn. Það er held ég engin hætta á öðru en að þetta verði spennandi alveg til leiksloka. 9:59 eftir.2. leikhluti | 44-37: Það er kominn hálfleikur. Heimamenn voru í við sterkari í öðrum leikhluta, vörn þeirra var ákafari en í fyrsta leikhluta og náðu þeir að nýta sér það í sókninni þrátt fyrir að taka kafla þar sem boltanum var fleygt útaf í gríð og erg. Haukar fundu smám saman lausnir á vörn heimamanna og héldu sér inn í leiknum. Þeir áttu lokaskotið sem rataði rétta leið og eru því bara sjö stigum undir. Það urðu einhver læti þegar liðin gengu til búningsherbergja, ég sá ekki almennilega hvað gerðist en stía þurfti leikmönnum í sundur. Engir eftirmálar virðast vera af þessu.2. leikhluti | 39-33: Skipst á körfum núna, ef Haukarnir ná að vera rólegir í sókn sinni þá minnka það möguleika heimamanna á því að stela knettinum með því að komast í sendingarnar. 1:40 eftir.2. leikhluti | 37-29: Guðmundur Jónsson setti hressilega hindrun á Kára Jónsson, dæmd var sóknarvilla en Kári lá eftir í smástund. Heimamenn stálu síðan boltanum og komu honum í körfuna. 2:33 eftir.2. leikhluti | 35-27: Mesta forskot leiksins er heimamanna og hafa þeir náð því með því að spila ákafann varnarleik og Usher er mjög áræðinn á körfuna. 3:51 eftir.2. leikhluti | 30-27: Heimamenn auka við forskotið með því að skora úr einu víti. Vörn heimamanna hefur aukist af ákafa en það stoppar samt ekki Kára Jónss. í að negla niður þrist og heimamenn missa síðan knöttinn. 4:59 eftir.2. leikhluti | 29-24: Keflvíkingar komast yfir með þriggja stiga körfu, þvinga gestina í að klára skotklukkuna hjá sér og stela síðan boltanum eftir að Haukarnir ná sóknarfrákasti. Valur Orri kemur þeim síðan í fimm stiga forskot. 5:40 eftir.2. leikhluti | 24-24: Heimamenn jafna og karfan var af dýrari gerðinni. Usher keyrði völlinn, smeygði sér á milli tveggja Haukamanna og hamraði boltanum ofan í körfuna. Gestirnir taka leikhlé þegar 7:09 eru eftir.2. leikhluti | 22-24: Heimamenn eru búnir að kasta boltanum þrisvar í röð frá sér. Haukarnir nýta það ekki vel og eru því bara með tvö stig í forskot. 7:27 eftir.2. leikhluti | 22-22: Heimamenn eru fyrri á blað, vildu sóknarvillu fengu ekki, fengu boltann og misstu strax aftur. Sviptingar í þessu en aftur er jafnt. 8:57 eftir.2. leikhluti | 20-22: Annar leikhluti er hafinn og heimamenn fengu fyrstu sókn, fengu tvö tækifæri í sókninni en Haukarnir stálu boltanum og héldu í sókn. Hún geigaði og staðan því sama þegar 9:20 eru eftir.1. leikhluti | 20-22: Leikhlutanum er lokið. Emil Barja jafnaði leikinn með því að skora og ná sér í villu að auki. Heimamenn fengu sókn en náðu ekki að klára klukkuna en sóknin klúðraðist, Haukar komust aftur yfir en heimamenn misstu boltann aftur og Haukar reyndu við seinasta skotið en misstu sjálfir boltann og leikhlé var tekið af heimamönnum sem þá fengu seinasta skotið. Guðmundur Jónsson náði ekki að setja niður þriggja stiga skot og því eru gestirnir með tveggja stiga forskot.1. leikhluti | 20-17: Heimamenn komust aftur yfir í fyrsta sinn síðan á fyrstu mín. en Francis brennir síðan af tveimur vítum. Hvað á það að þýða, þetta er rándýrt. 1:15 eftir.1. leikhluti | 17-17: Aftur er jafnt og áhorfendur eru vel með á nótunum. 2:35 eftir.1. leikhluti | 14-15: Haukar voru að brenna inni á tíma varðandi skotklukkuna en HAukur Óskarss. skoraði þriggja stiga körfu. Liðin hafa síðan skipst á körfum. 3:11 eftir.1. leikhluti | 10-10: Aftur er staðan jöfn hjá liðunum en Usher var að setja niður tvö víti. Vítin verða líklega mikilvæg í kvöld og Haukar mega ekki leyfa sér að klúðra 15 vítum eins og þeir gerðu seinast þegar þeir voru í Keflavík. 4:12 eftir.1. leikhluti | 8-10: Loksins karfa og kemur hjún frá Haukum og er hún úr þriggja stiga skoti. Keflvíkingar fljótir að svar með tveggja stiga. 4:46 eftir.1. leikhluti | 6-7: Guðmundur Jónssona er að koma inn á þegar fyrsti leikhluti er um það bil hálfnaður. Greinilega á að fara varlega með drenginn. Haukar hafa tapað boltanum tvær sóknir í röð en heimamenn ná ekki að nýta sér það. 5:04 eftir.1. leikhluti | 6-7: Fínar varnir spilaðar báðum megin en Haukar hafa náð að finna körfuna betur hér í upphafi og þar á meðal þriggja stiga körfu og hafa því eitt stig í forskot. 6:03 eftir.1. leikhluti | 2-2: Heimamenn taka forystuna en Francis var fljótur að jafna fyrir gestina eftir að hafa hirt sóknarfrákast. 9 mín eftir.1. leikhluti | 0-0: Við náum ekki að byrja alveg strax en það er eitthvað vesen með skotklukkuna suðurmegin í salnum. Þeir vonandi græja þetta einn tveir og þrír en leikmenn eru komnir út á gólf og tilbúnir í slaginn.Fyrir leik: Hann er vel og þétt setinn bekkurinn þegar tæpar 10 mín. eru í leik. Ég sé að heimamenn eru búnir að stilla upp trommusveit þannig að það verða læti hér í kvöld.Fyrir leik: Mér sýnist allir vera heilir hjá Haukum en Keflvíkingar fá góðar fréttir en Guðmundur Jónsson er í búning og til alls líklegur í leiknum í kvöld.Fyrir leik: Davon Usher hefur farið mikinn í liði heimamanna og skorað 24 stig að meðaltali í þessu einvígi. Hjá Haukum hefur stigaskorið dreifst meira en Alex Francis hefur skorað mest eða 21 stig að meðaltali í leik. Þeir verða væntanlega áfram í aðalhlutverkum í kvöld en þurfa báðir framlag frá liðsmönnum sínum.Fyrir leik: Þetta einvígi hefur verið mjög spennandi hingað til og því til dæmis þá hafa liðin skipst á forystu í leikjunum 31 sinni í þremur leikjum. Það gerir 10,33 sinnum per leik. Alls hefur verið jafnt 19 sinnum eða 6,33 sinnum per leik.Fyrir leik: Eins og segir í fyrirsögn fréttarinnar geta heimamenn í Keflavík klárað einvígið í kvöld en þeir hafa 2-1 forystu þegar flautað verður til leiks í kvöld. Þeir hrifsuðu til sín heimavallaréttinn með því að vinna fyrsta leikinn á Ásvöllum og styrktu svo stöðu sína umtalsvert með því að vinna sinn fyrsta heimaleik. Þeim mistókst hinsvegar að klára dæmið síðastliðinn föstudag í Hafnarfirði. Haukarnir eru náttúrulega með bakið upp við vegginn fræga og því alveg fyrir leikinn á föstudag að þeir myndu ekki leggja árar í bát.Fyrir leik: Komiði sæl og blessuð. Hér verður leik Keflavíkur og Hauka lýst.3. leikhluti | 44-37:
Dominos-deild karla Mest lesið Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Fótbolti Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Fótbolti Heimsmeistararnir þrír fóru allir áfram Sport Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Fótbolti Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Handbolti Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Fótbolti Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enski boltinn Tapaði níu leggjum í röð eftir níu pílna leik og var sendur heim Sport Fleiri fréttir Riley búinn að fá nóg og þvertekur fyrir að Miami muni skipta Butler Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum