Sigurður Einarsson kominn í Hegningarhúsið Jakob Bjarnar skrifar 30. mars 2015 11:33 Sigurður Einarsson hefur nú hafið afplánun og situr í Hegningarhúsinu við Skólavörðustíg. Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings, hefur hafið afplánun. Páll Winkel fangelsismálastjóri segir fangelsisyfirvöld halda sínu striki þrátt fyrir mikla umfjöllun um dæmda bankamenn. Sigurður Einarsson hóf afplánun sína í gær og situr nú í Hegningarhúsinu. Þetta þýðir að þrír af þeim fjórum sem dæmdir voru í Al Thani-málinu hafa hafið afplánun: Hreiðar Már Sigurðsson hlaut fimm og hálfs árs fangelsisdóm og er hann nú á Kvíabryggju. Það gerir Ólafur Ólafsson einnig en hann var dæmdur til fjögurra og hálfs árs fangelsisvistar en Sigurður hlaut fjögurra ára dóm. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur Magnús Guðmundsson, sem hlaut fjögur og hálft ár, ekki hafið afplánun enn.Menn hafa sterkar skoðanir á Al Thani-málinu Al Thani-málið hefur verið mjög til umfjöllunar og spurt er hvort sú umfjöllun hafi ekki óhjákvæmilega áhrif á hvernig fangelsismálayfirvöld halda á málum? „Nei, alls ekki. Við pössum bara að vinna eftir sömu reglum fyrir þessa dómþola sem og alla aðra. Við erum meðvituð um að það er fylgst með kerfinu en við þurfum ekki að gera neitt annað en vinna vinnuna okkar,“ segir Páll. En, nú hefur það sýnt sig í viðbrögðum við þessu máli að það menn hafa á því miklar skoðanir, nokkurrar refsigleði gætir og jafnvel gæti manni virst sem svo að það sé skotleyfi á þessa menn. Er það eitthvað sem fangelsisyfirvöld horfa til. „Nei, við gerum það nú ekki að öðru leyti en því að tryggja okkar eigið öryggi. Það er rétt, menn hafa á þessu sterkar skoðanir,“ segir Páll. En, ítrekar að reglurnar sem unnið er eftir eru býsna skýrar. „Vinna okkar er, eins og venjulega, markviss.“Fjórmenniningarnir í Al Thani-málinu sem allir hlutu fangelsisdóma.Gætt að öryggi bankamannanna En, í þessu ljósi, bæði hversu sterkar skoðanir menn hafa á þessu: Þarf að gera einhverjar sérstakar ráðstafanir gagnvart þessum tilteknu föngum? Vitaskuld er það svo að þú átt erfitt með að tjá þig um einstaka skjólstæðinga fangelsismálastofnunar en óneitanlega hafa þessi mál verið mjög í deiglunni? „Nei, það sem við þurfum að tryggja er öryggi allra sem vistast á okkar vegum. Það á við um þessa menn sem og alla aðra og við erum meðvituð um það,“ segir Páll Winkel fangelsismálastjóri. Fram hefur komið að Sigurður Einarsson er afar ósáttur við dóminn, hann telur hann engan veginn standast skoðun. Þetta kom meðal annars fram í ítarlegu viðtali við Vísi, sem hann veitti daginn eftir að dómur í hæstarétti féll. Þá sagði hann, meðal annars, spurður um hvort hann merki Þórðargleði meðal landsmanna vegna dómsins? „Mér er sagt að þetta sé mikið á Facebook sem ég veit ekki hvað er. Ég er ekki aðili að því apparati. En ég les alla fjölmiðla á netinu. Það er einhver Þórðargleði sem er þar og það er dapurt í mínum huga. En, við hverju er að búast? Undanfarin sex ár er búið að æsa upp einhverja stemmningu, fyrst náttúrlega af fyrrverandi forsætisráðherra og fjármálaráðherra og þessari ógæfukonu frönsku sem sótt var til landsins.“ Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings, hefur hafið afplánun. Páll Winkel fangelsismálastjóri segir fangelsisyfirvöld halda sínu striki þrátt fyrir mikla umfjöllun um dæmda bankamenn. Sigurður Einarsson hóf afplánun sína í gær og situr nú í Hegningarhúsinu. Þetta þýðir að þrír af þeim fjórum sem dæmdir voru í Al Thani-málinu hafa hafið afplánun: Hreiðar Már Sigurðsson hlaut fimm og hálfs árs fangelsisdóm og er hann nú á Kvíabryggju. Það gerir Ólafur Ólafsson einnig en hann var dæmdur til fjögurra og hálfs árs fangelsisvistar en Sigurður hlaut fjögurra ára dóm. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur Magnús Guðmundsson, sem hlaut fjögur og hálft ár, ekki hafið afplánun enn.Menn hafa sterkar skoðanir á Al Thani-málinu Al Thani-málið hefur verið mjög til umfjöllunar og spurt er hvort sú umfjöllun hafi ekki óhjákvæmilega áhrif á hvernig fangelsismálayfirvöld halda á málum? „Nei, alls ekki. Við pössum bara að vinna eftir sömu reglum fyrir þessa dómþola sem og alla aðra. Við erum meðvituð um að það er fylgst með kerfinu en við þurfum ekki að gera neitt annað en vinna vinnuna okkar,“ segir Páll. En, nú hefur það sýnt sig í viðbrögðum við þessu máli að það menn hafa á því miklar skoðanir, nokkurrar refsigleði gætir og jafnvel gæti manni virst sem svo að það sé skotleyfi á þessa menn. Er það eitthvað sem fangelsisyfirvöld horfa til. „Nei, við gerum það nú ekki að öðru leyti en því að tryggja okkar eigið öryggi. Það er rétt, menn hafa á þessu sterkar skoðanir,“ segir Páll. En, ítrekar að reglurnar sem unnið er eftir eru býsna skýrar. „Vinna okkar er, eins og venjulega, markviss.“Fjórmenniningarnir í Al Thani-málinu sem allir hlutu fangelsisdóma.Gætt að öryggi bankamannanna En, í þessu ljósi, bæði hversu sterkar skoðanir menn hafa á þessu: Þarf að gera einhverjar sérstakar ráðstafanir gagnvart þessum tilteknu föngum? Vitaskuld er það svo að þú átt erfitt með að tjá þig um einstaka skjólstæðinga fangelsismálastofnunar en óneitanlega hafa þessi mál verið mjög í deiglunni? „Nei, það sem við þurfum að tryggja er öryggi allra sem vistast á okkar vegum. Það á við um þessa menn sem og alla aðra og við erum meðvituð um það,“ segir Páll Winkel fangelsismálastjóri. Fram hefur komið að Sigurður Einarsson er afar ósáttur við dóminn, hann telur hann engan veginn standast skoðun. Þetta kom meðal annars fram í ítarlegu viðtali við Vísi, sem hann veitti daginn eftir að dómur í hæstarétti féll. Þá sagði hann, meðal annars, spurður um hvort hann merki Þórðargleði meðal landsmanna vegna dómsins? „Mér er sagt að þetta sé mikið á Facebook sem ég veit ekki hvað er. Ég er ekki aðili að því apparati. En ég les alla fjölmiðla á netinu. Það er einhver Þórðargleði sem er þar og það er dapurt í mínum huga. En, við hverju er að búast? Undanfarin sex ár er búið að æsa upp einhverja stemmningu, fyrst náttúrlega af fyrrverandi forsætisráðherra og fjármálaráðherra og þessari ógæfukonu frönsku sem sótt var til landsins.“
Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira