Minnihlutanum vantreyst og hann fær ekki áheyrnarfulltrúa í Garðabæ Garðar Örn Úlfarsson skrifar 24. febrúar 2015 07:00 Gunnar Einarsson bæjarstjórinn kveðst vilja hafa aga á umræðunni í Garðabæ. Fréttablaðið/GVA „Bæjarstjórinn boðar valdníðslu í Garðabæ með því að leyfa ekki að hafa áheyrnarfulltrúa í nefndum,“ segir María Grétarsdóttir, fulltrúi M-lista, Fólksins í bænum. María vísar til orða Gunnars Einarssonar bæjarstjóra á málþingi á vegum Sambands íslenskra sveitarfélaga um íbúalýðræði 30. janúar síðastliðinn. Þar var meðal annars rætt um áheyrnarfulltrúa í nefndum og ráðum sveitarfélaga. Gunnar útskýrði þá að fengin reynsla af samskiptum í Garðabæ hefði orðið til þess að leyfa minni framboðunum ekki að fá áheyrnarfulltrúa. „Við treystum ekki viðkomandi, sjáum ekki ástæðu, af hverju ættum við að gera það? Það er ekkert fallegt að segja þetta þegar við erum að tala um lýðræði, en svona er þetta,“ sagði Gunnar á þinginu. Þá bætti bæjarstjórinn við að kannski væri þetta líka gert til að „hafa einhvern aga á umræðunni og hvernig við förum fram við hvort annað, gagnvart fjölmiðlum. Eru minnihlutaflokkarnir, þessi eða hinn flokkur, bara í því að reyna að skapa tortryggni og reyna að finna spillingu eða dreifa einhverju?“ sagði Gunnar.María Grétarsdóttir, bæjarfulltrúi M-listans í Garðabæ.Af ellefu fulltrúum í bæjarstjórn Garðabæjar hefur Sjálfstæðisflokkur sjö fulltrúa, Björt framtíð tvo og Samfylking og M-listi einn fulltrúa hvort framboð. María segir M-listann og Samfylkingu hafa skipt með sér aðalfulltrúum í nefndum bæjarins. Eftir síðustu kosningar hafi framboðin beðið um en ekki fengið áheyrnarfulltrúa í nefndum sem þau eigi ekki aðalfulltrúa í. „Það skýtur skökku við að Gunnar segi þetta um okkur sem erum að reyna að vinna eftir lögum og reglum og gæta hagsmuna bæjarbúa. Við höfum til dæmis farið fram á að það sé farið eftir innkaupareglum og ekki verið að versla við aðila án útboðs,“ útskýrir María, sem bað bæjarráð um skýringar á orðum Gunnars. Bæjarráðið sagði ekki í sínum verkahring að svara fyrir orð bæjarstjórans. Það sama var uppi á teningnum í bæjarstjórn. María segir bæjarstjórann ekki hafa komið fram af þeirri háttvísi sem kveðið sé á um í siðareglum fyrir kjörna fulltrúa í Garðabæ. Að sögn Maríu neitaði Gunnar á bæjarráðsfundinum að skýra fyrrgreind orð sín og að þar með sé málinu lokið af hálfu Fólksins í bænum. Gunnar Einarsson svaraði ekki skilaboðum Fréttablaðsins í gær. Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
„Bæjarstjórinn boðar valdníðslu í Garðabæ með því að leyfa ekki að hafa áheyrnarfulltrúa í nefndum,“ segir María Grétarsdóttir, fulltrúi M-lista, Fólksins í bænum. María vísar til orða Gunnars Einarssonar bæjarstjóra á málþingi á vegum Sambands íslenskra sveitarfélaga um íbúalýðræði 30. janúar síðastliðinn. Þar var meðal annars rætt um áheyrnarfulltrúa í nefndum og ráðum sveitarfélaga. Gunnar útskýrði þá að fengin reynsla af samskiptum í Garðabæ hefði orðið til þess að leyfa minni framboðunum ekki að fá áheyrnarfulltrúa. „Við treystum ekki viðkomandi, sjáum ekki ástæðu, af hverju ættum við að gera það? Það er ekkert fallegt að segja þetta þegar við erum að tala um lýðræði, en svona er þetta,“ sagði Gunnar á þinginu. Þá bætti bæjarstjórinn við að kannski væri þetta líka gert til að „hafa einhvern aga á umræðunni og hvernig við förum fram við hvort annað, gagnvart fjölmiðlum. Eru minnihlutaflokkarnir, þessi eða hinn flokkur, bara í því að reyna að skapa tortryggni og reyna að finna spillingu eða dreifa einhverju?“ sagði Gunnar.María Grétarsdóttir, bæjarfulltrúi M-listans í Garðabæ.Af ellefu fulltrúum í bæjarstjórn Garðabæjar hefur Sjálfstæðisflokkur sjö fulltrúa, Björt framtíð tvo og Samfylking og M-listi einn fulltrúa hvort framboð. María segir M-listann og Samfylkingu hafa skipt með sér aðalfulltrúum í nefndum bæjarins. Eftir síðustu kosningar hafi framboðin beðið um en ekki fengið áheyrnarfulltrúa í nefndum sem þau eigi ekki aðalfulltrúa í. „Það skýtur skökku við að Gunnar segi þetta um okkur sem erum að reyna að vinna eftir lögum og reglum og gæta hagsmuna bæjarbúa. Við höfum til dæmis farið fram á að það sé farið eftir innkaupareglum og ekki verið að versla við aðila án útboðs,“ útskýrir María, sem bað bæjarráð um skýringar á orðum Gunnars. Bæjarráðið sagði ekki í sínum verkahring að svara fyrir orð bæjarstjórans. Það sama var uppi á teningnum í bæjarstjórn. María segir bæjarstjórann ekki hafa komið fram af þeirri háttvísi sem kveðið sé á um í siðareglum fyrir kjörna fulltrúa í Garðabæ. Að sögn Maríu neitaði Gunnar á bæjarráðsfundinum að skýra fyrrgreind orð sín og að þar með sé málinu lokið af hálfu Fólksins í bænum. Gunnar Einarsson svaraði ekki skilaboðum Fréttablaðsins í gær.
Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira