Verkalýðshreyfingin fær liðsstyrk í Sigmundi Davíð Þorbjörn Þórðarson skrifar 24. febrúar 2015 20:11 Forsætisráðherra er hlynntur kröfum verkalýðshreyfingarinnar um krónutöluhækkanir í komandi kjarasamningum. Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir mikilvægt að forðast óábyrgar launahækkanir níunda áratugarins því þær brenni inni í verðbólgu. Hörð átök eru framundan á vinnumarkaði. Verkalýðshreyfingin fékk liðsinni innan úr ríkisstjórninni fyrir kröfum sínum um krónutöluhækkanir þegar forsætisráðherra lýsti sig hlynntan þeim á Alþingi í dag. „Mig langar að spyrja hæstvirtan forsætisráðherra, styður hann krónutöluhækkanir sérstaklega fyrir lægst launuðu hópana? Styður hann þessa kröfu um að lægstu taxtar séu ekki undir 300.000 krónum?“ spurði Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna á Alþingi í dag. „Virðulegur forseti. Ég held að ég og háttvirtur þingmaður séum bara nánast alveg sammála um mikilvægi þess að forgangsraða á þann hátt að sérstaklega verði komist til móts við fólk með lægri og meðaltekjur og það sé vel gert, jafnvel best gert með áherslu á krónutöluhækkanir,“ sagði Sigmundur Davíð í svari við fyrirspurn Katrínar. Á þessari mynd sem SA vann upp úr tölum Hagstofunnar sést glögglega hvernig kaupmáttur vegna launahækkana níunda áratugar síðustu aldar, fyrir Þjóðarsáttina, brann allur inni í verðbólgu þess tíma. Hægra megin á myndinni má sjá mun betri árangur hinna Norðurlandanna á sama tíma.Ljóst er að forsætisráðherra og Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra greinir á um þetta miðað við orð fjármálaráðherra í þinginu 5. febrúar en þá sagði Bjarni: „Ég ætla einfaldlega að eftirláta það aðilum vinnumarkaðarins að finna lausn á því hvernig gengið verður frá kjarasamningum að þessu sinni, en þau skilaboð hljóta að fylgja héðan úr þingsal að menn skuli hafa í huga að gangi menn of hart fram segir sagan okkur hvar það endar, miklar nafnlaunahækkanir hafa tilhneigingu til að enda í verðbólgu líkt og Seðlabankinn benti á núna síðast. Og hvað gerist þá? Þá þurfum við að fara eina byltu enn. Úr því kemur engin kaupmáttaraukning.“ Kjarasamningar renna út á föstudag en himinn og haf eru á milli krafna verkalýðshreyfingarinnar og afstöðu Samtaka atvinnulífsins. „Ég held að það blasi alveg við að það verður mjög erfið staða að vinna úr. Ég held að við séum alveg sammála um mikilvægi þess að auka kaupmátt. Við erum bara mjög ósammála um hvaða leiðir séu hentugastar til þess. Ef að við náum saman um það markmið að hækka kaupmátt áfram og byggja á þeim árangri sem náðst hefur þá held ég við getum leyst úr þessari stöðu,“ segir Þorsteinn Víglundsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Þorsteinn Víglundsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Launahækkanir niunda áratugs síðustu aldar brunnu allar inni í verðbólgu.Tvöföld verkan skynsamra kjarasamninga Þorsteinn segir að miklar hækkanir einstakra hópa geti leitt til ástands óðaverðbólgu eins og var hér á níunda áratugnum. Vegna ábyrgra kjarasamninga síðasta árs var vaxtabyrði og verðbótaþáttur húsnæðislána heimilanna á síðasta ári 60 milljörðum króna lægri en árið 2013. „Þetta er þessi tvöfalda verkan skynsamra kjarasamninga. Við náðum verðbólgunni niður og við náðum vaxtastiginu niður en um leið náðum við að auka kaupmátt mjög mikið,“ segir Þorsteinn. Í raun tapa allir á of miklum hækkunum í kjarasamningum því það keyrir upp verðbólguna og kaupmáttaraukning launahækkana verður engin. Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Forsætisráðherra er hlynntur kröfum verkalýðshreyfingarinnar um krónutöluhækkanir í komandi kjarasamningum. Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir mikilvægt að forðast óábyrgar launahækkanir níunda áratugarins því þær brenni inni í verðbólgu. Hörð átök eru framundan á vinnumarkaði. Verkalýðshreyfingin fékk liðsinni innan úr ríkisstjórninni fyrir kröfum sínum um krónutöluhækkanir þegar forsætisráðherra lýsti sig hlynntan þeim á Alþingi í dag. „Mig langar að spyrja hæstvirtan forsætisráðherra, styður hann krónutöluhækkanir sérstaklega fyrir lægst launuðu hópana? Styður hann þessa kröfu um að lægstu taxtar séu ekki undir 300.000 krónum?“ spurði Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna á Alþingi í dag. „Virðulegur forseti. Ég held að ég og háttvirtur þingmaður séum bara nánast alveg sammála um mikilvægi þess að forgangsraða á þann hátt að sérstaklega verði komist til móts við fólk með lægri og meðaltekjur og það sé vel gert, jafnvel best gert með áherslu á krónutöluhækkanir,“ sagði Sigmundur Davíð í svari við fyrirspurn Katrínar. Á þessari mynd sem SA vann upp úr tölum Hagstofunnar sést glögglega hvernig kaupmáttur vegna launahækkana níunda áratugar síðustu aldar, fyrir Þjóðarsáttina, brann allur inni í verðbólgu þess tíma. Hægra megin á myndinni má sjá mun betri árangur hinna Norðurlandanna á sama tíma.Ljóst er að forsætisráðherra og Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra greinir á um þetta miðað við orð fjármálaráðherra í þinginu 5. febrúar en þá sagði Bjarni: „Ég ætla einfaldlega að eftirláta það aðilum vinnumarkaðarins að finna lausn á því hvernig gengið verður frá kjarasamningum að þessu sinni, en þau skilaboð hljóta að fylgja héðan úr þingsal að menn skuli hafa í huga að gangi menn of hart fram segir sagan okkur hvar það endar, miklar nafnlaunahækkanir hafa tilhneigingu til að enda í verðbólgu líkt og Seðlabankinn benti á núna síðast. Og hvað gerist þá? Þá þurfum við að fara eina byltu enn. Úr því kemur engin kaupmáttaraukning.“ Kjarasamningar renna út á föstudag en himinn og haf eru á milli krafna verkalýðshreyfingarinnar og afstöðu Samtaka atvinnulífsins. „Ég held að það blasi alveg við að það verður mjög erfið staða að vinna úr. Ég held að við séum alveg sammála um mikilvægi þess að auka kaupmátt. Við erum bara mjög ósammála um hvaða leiðir séu hentugastar til þess. Ef að við náum saman um það markmið að hækka kaupmátt áfram og byggja á þeim árangri sem náðst hefur þá held ég við getum leyst úr þessari stöðu,“ segir Þorsteinn Víglundsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Þorsteinn Víglundsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Launahækkanir niunda áratugs síðustu aldar brunnu allar inni í verðbólgu.Tvöföld verkan skynsamra kjarasamninga Þorsteinn segir að miklar hækkanir einstakra hópa geti leitt til ástands óðaverðbólgu eins og var hér á níunda áratugnum. Vegna ábyrgra kjarasamninga síðasta árs var vaxtabyrði og verðbótaþáttur húsnæðislána heimilanna á síðasta ári 60 milljörðum króna lægri en árið 2013. „Þetta er þessi tvöfalda verkan skynsamra kjarasamninga. Við náðum verðbólgunni niður og við náðum vaxtastiginu niður en um leið náðum við að auka kaupmátt mjög mikið,“ segir Þorsteinn. Í raun tapa allir á of miklum hækkunum í kjarasamningum því það keyrir upp verðbólguna og kaupmáttaraukning launahækkana verður engin.
Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira