Vill að rektor víki úr Háskólaráði Jakob Bjarnar skrifar 24. febrúar 2015 14:14 Einar telur ekki vel að rektorskjöri í Háskóla Íslands staðið. Einar Steingrímsson, prófessor við University of Strathclyde í Glasgow, einn þeirra sem býður sig fram í komandi rektorskjöri við Háskóla Íslands, er ósáttur við hvernig staðið er að málum. Og hann gerir þá kröfu að Kristín Ingólfsdóttir rektor, víki úr háskólaráði, þegar það fjallar um kjörið. Einar hefur boðað gagngerar breytingar á starfi Háskólans, komist hann að og hefur gert grein fyrir því hvernig hann vill taka til í því sem snýr að kennslu og rannsóknum við skólann. „Rektor á að víkja í háskólaráði, tel ég, þegar fjallað er um mál sem tengjast rektorskjörinu af því að einn umsækjenda, Jón Atli Benediktsson, er aðstoðarrektor, valinn á sínum tíma af rektor, fyrir sex árum, og einn nánasti samstarfsmaður hennar til margra ára,“ segir Einar og vísar í lög sem fjalla um vanhæfi starfsmanna eða nefndarmanna til meðferðar máls. „Ef að öðru leyti eru fyrir hendi þær aðstæður sem eru fallnar til þess að draga óhlutdrægni hans í efa með réttu,“ segir þar og Einar bendir á að Jón Atli hafi væntanlega verið valinn af rektor og hefur hann verið einn nánasti samstarfsmaður Kristínar í mörg ár. „Það hlýtur að vera afar mikilvægt fyrir háskólaráð, sem æðstu stjórn skólans, að tryggja að rétt sé staðið að rektorskjörinu, svo ekki skapist efasemdir um réttmæti þeirra ákvarðana sem teknar verða, og til að forðast í lengstu lög að eftir rektorskjörið verði úrskurðað að ekki hafi verið farið að góðum stjórnsýsluháttum.“Einar segir Kristínu hafa brugðist seint og illa við erindi sínu og hann telur hana vanhæfa til að fjalla um komandi rektorskjör í Háskólaráði.Einar hefur sent erindi til Háskólaráðs Háskóla Íslands þar sem hann segist ósáttur við svör sem honum hafa borist frá rektor við spurningum hans og málaleitan, svörin hafi borist seint og illa. Einari finnst einkennilega að þessu kjöri staðið, auglýsingar um starfið eru til dæmis einungis á íslensku, eins og ekki sé gert ráð fyrir því að erlendir fræðimenn eigi möguleika á að sækja um starfið. Það samræmist illa markmiðum um að vilja HÍ í fremstu röð á heimsvísu. Og einnig sýnist honum einungis fjallað um rektorskjörið innan veggja Háskólans, eins og það sé aðeins ætlað þeim hópi sem þar er fyrir á fleti. „Ég tel augljóst að háskólaráði beri skylda til að tryggja jafnræði meðal umsækjenda, og einnig að það hljóti að bera ábyrgð á því að umsækjendur séu kynntir fyrir þeim sem munu kjósa rektor.“ Einar gagnrýnir það einnig að hann sendi fyrir tveimur vikum erindi til Kristínar, sem stílað var á Háskólaráðið allt þar sem þessi sjónarmið og önnur eru útlistuð, en rektor lét undir höfuð leggjast að áframsenda það. Einar vill fá svör frá ráðinu. „Ég geng út frá því að ráðið vilji leggja sig fram um að kynna hæfa umsækjendur vandlega fyrir þeim sem munu kjósa í þetta mikilvægasta starf skólans, enda ber varla að líta rektorskjörið svipuðum augum og prófkjör innan stjórnmálaflokks,“ segir Einar og fer fram á svör við eftirfarandi spurningum:1. Hyggst háskólaráð standa fyrir kynningum á umsækjendum um starf rektors? Ef svo er, hvernig verður þeim háttað? 2. Mun ráðið beita sér fyrir að reynt verði að tímasetja þá viðburði sem skipulagðir verða af aðilum innan skólans og félögum utan hans þannig að ég gæti komist á sem flesta þeirra, án þess að þurfa að koma oft til landsins (sem er ekki auðvelt þar sem ég er talsvert í kennslu á þessum tíma)? 3. Mun ráðið greiða kostnað af ferðum mínum til landsins í þessum tilgangi?Guðrún og Jón Atli sækjast einnig eftir embættinu en sá síðarnefndi er aðstoðarrektor.Skammur tími er til stefnu, nýr rektor verður kjörinn um miðjan apríl, og í lok júní lætur Kristín Ingólfsdóttir af störfum. Ráðherra skipar rektor samkvæmt tilnefningu háskólaráðs og að undangengnum kosningum í Háskólanum. Umsóknarfrestur rennur út í byrjun mars en þeir sem hafa meldað sig til þátttöku í kjörinu eru auk Einars þau Guðrún Nordal, forstöðumaður Árnastofnunar og Jón Atli Benediktsson, prófessor við verkfræði og náttúruvísindasvið. Tengdar fréttir Guðrún Nordal og Jón Atli bjóða sig fram til rektors Nýr rektor verður kjörinn um miðjan apríl en umsóknarfrestur um stöðuna rennur út í byrjun mars. 5. febrúar 2015 21:28 Vill gera gagngerar breytingar á Háskóla Íslands Einar Steingrímsson fer fram í rektorskjör og telur verk að vinna; staða háskólans gæti verið miklu betri en hún er. 11. febrúar 2015 11:32 Kristín Ingólfsdóttir til starfa hjá MIT Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands og prófessor við Lyfjafræðideild, hefur þegið boð um að verða gestaprófessor við Massachusetts Institute of Technology (MIT). 12. janúar 2015 10:59 Kristín Ingólfs sækist ekki eftir endurkjöri Kristín Ingólfsdóttir hefur gegnt stöðu rektors við Háskóla Íslands frá árinu 2005. 16. september 2014 15:43 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Sjá meira
Einar Steingrímsson, prófessor við University of Strathclyde í Glasgow, einn þeirra sem býður sig fram í komandi rektorskjöri við Háskóla Íslands, er ósáttur við hvernig staðið er að málum. Og hann gerir þá kröfu að Kristín Ingólfsdóttir rektor, víki úr háskólaráði, þegar það fjallar um kjörið. Einar hefur boðað gagngerar breytingar á starfi Háskólans, komist hann að og hefur gert grein fyrir því hvernig hann vill taka til í því sem snýr að kennslu og rannsóknum við skólann. „Rektor á að víkja í háskólaráði, tel ég, þegar fjallað er um mál sem tengjast rektorskjörinu af því að einn umsækjenda, Jón Atli Benediktsson, er aðstoðarrektor, valinn á sínum tíma af rektor, fyrir sex árum, og einn nánasti samstarfsmaður hennar til margra ára,“ segir Einar og vísar í lög sem fjalla um vanhæfi starfsmanna eða nefndarmanna til meðferðar máls. „Ef að öðru leyti eru fyrir hendi þær aðstæður sem eru fallnar til þess að draga óhlutdrægni hans í efa með réttu,“ segir þar og Einar bendir á að Jón Atli hafi væntanlega verið valinn af rektor og hefur hann verið einn nánasti samstarfsmaður Kristínar í mörg ár. „Það hlýtur að vera afar mikilvægt fyrir háskólaráð, sem æðstu stjórn skólans, að tryggja að rétt sé staðið að rektorskjörinu, svo ekki skapist efasemdir um réttmæti þeirra ákvarðana sem teknar verða, og til að forðast í lengstu lög að eftir rektorskjörið verði úrskurðað að ekki hafi verið farið að góðum stjórnsýsluháttum.“Einar segir Kristínu hafa brugðist seint og illa við erindi sínu og hann telur hana vanhæfa til að fjalla um komandi rektorskjör í Háskólaráði.Einar hefur sent erindi til Háskólaráðs Háskóla Íslands þar sem hann segist ósáttur við svör sem honum hafa borist frá rektor við spurningum hans og málaleitan, svörin hafi borist seint og illa. Einari finnst einkennilega að þessu kjöri staðið, auglýsingar um starfið eru til dæmis einungis á íslensku, eins og ekki sé gert ráð fyrir því að erlendir fræðimenn eigi möguleika á að sækja um starfið. Það samræmist illa markmiðum um að vilja HÍ í fremstu röð á heimsvísu. Og einnig sýnist honum einungis fjallað um rektorskjörið innan veggja Háskólans, eins og það sé aðeins ætlað þeim hópi sem þar er fyrir á fleti. „Ég tel augljóst að háskólaráði beri skylda til að tryggja jafnræði meðal umsækjenda, og einnig að það hljóti að bera ábyrgð á því að umsækjendur séu kynntir fyrir þeim sem munu kjósa rektor.“ Einar gagnrýnir það einnig að hann sendi fyrir tveimur vikum erindi til Kristínar, sem stílað var á Háskólaráðið allt þar sem þessi sjónarmið og önnur eru útlistuð, en rektor lét undir höfuð leggjast að áframsenda það. Einar vill fá svör frá ráðinu. „Ég geng út frá því að ráðið vilji leggja sig fram um að kynna hæfa umsækjendur vandlega fyrir þeim sem munu kjósa í þetta mikilvægasta starf skólans, enda ber varla að líta rektorskjörið svipuðum augum og prófkjör innan stjórnmálaflokks,“ segir Einar og fer fram á svör við eftirfarandi spurningum:1. Hyggst háskólaráð standa fyrir kynningum á umsækjendum um starf rektors? Ef svo er, hvernig verður þeim háttað? 2. Mun ráðið beita sér fyrir að reynt verði að tímasetja þá viðburði sem skipulagðir verða af aðilum innan skólans og félögum utan hans þannig að ég gæti komist á sem flesta þeirra, án þess að þurfa að koma oft til landsins (sem er ekki auðvelt þar sem ég er talsvert í kennslu á þessum tíma)? 3. Mun ráðið greiða kostnað af ferðum mínum til landsins í þessum tilgangi?Guðrún og Jón Atli sækjast einnig eftir embættinu en sá síðarnefndi er aðstoðarrektor.Skammur tími er til stefnu, nýr rektor verður kjörinn um miðjan apríl, og í lok júní lætur Kristín Ingólfsdóttir af störfum. Ráðherra skipar rektor samkvæmt tilnefningu háskólaráðs og að undangengnum kosningum í Háskólanum. Umsóknarfrestur rennur út í byrjun mars en þeir sem hafa meldað sig til þátttöku í kjörinu eru auk Einars þau Guðrún Nordal, forstöðumaður Árnastofnunar og Jón Atli Benediktsson, prófessor við verkfræði og náttúruvísindasvið.
Tengdar fréttir Guðrún Nordal og Jón Atli bjóða sig fram til rektors Nýr rektor verður kjörinn um miðjan apríl en umsóknarfrestur um stöðuna rennur út í byrjun mars. 5. febrúar 2015 21:28 Vill gera gagngerar breytingar á Háskóla Íslands Einar Steingrímsson fer fram í rektorskjör og telur verk að vinna; staða háskólans gæti verið miklu betri en hún er. 11. febrúar 2015 11:32 Kristín Ingólfsdóttir til starfa hjá MIT Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands og prófessor við Lyfjafræðideild, hefur þegið boð um að verða gestaprófessor við Massachusetts Institute of Technology (MIT). 12. janúar 2015 10:59 Kristín Ingólfs sækist ekki eftir endurkjöri Kristín Ingólfsdóttir hefur gegnt stöðu rektors við Háskóla Íslands frá árinu 2005. 16. september 2014 15:43 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Sjá meira
Guðrún Nordal og Jón Atli bjóða sig fram til rektors Nýr rektor verður kjörinn um miðjan apríl en umsóknarfrestur um stöðuna rennur út í byrjun mars. 5. febrúar 2015 21:28
Vill gera gagngerar breytingar á Háskóla Íslands Einar Steingrímsson fer fram í rektorskjör og telur verk að vinna; staða háskólans gæti verið miklu betri en hún er. 11. febrúar 2015 11:32
Kristín Ingólfsdóttir til starfa hjá MIT Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands og prófessor við Lyfjafræðideild, hefur þegið boð um að verða gestaprófessor við Massachusetts Institute of Technology (MIT). 12. janúar 2015 10:59
Kristín Ingólfs sækist ekki eftir endurkjöri Kristín Ingólfsdóttir hefur gegnt stöðu rektors við Háskóla Íslands frá árinu 2005. 16. september 2014 15:43