Íbúar og ferðamenn á Kötlusvæði án farsímasambands í tvo sólarhringa Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. febrúar 2015 18:27 Séð upp hlaðið á Sólheimahjáleigu í Mýrdal. Mynd/Fésbókarsíða Sólheimahjáleigu Einar Freyr Elínarson, bóndi á Sólheimahjáleigu í Mýrdal, er einn þeirra sem var án farsímasambands í um tvo sólarhringa eftir að óveður gekk yfir Suðurlandið á sunnudaginn. Rafmagnslaust var í um sólarhring en farsímasambandsleysið má rekja til örbylgju sem datt út á svæðinu. Örbylgjan fæðir farsímasendi sem festur er við mastur á svæðinu. Sendirinn virðist hafa bilað. „Mér finnst þetta svakalega óþægilegt,“ segir Einar Freyr sem rekur ferðaþjónustu á bænum. Þau séu öllu vön þegar komi að því að missa rafmagnið tímabundið en farsímaleysið sé svolítið framandi. Einar segir að hægt hafi gengið að fá farsímasamband aftur í gang. Var enn farsímalaust þegar blaðamaður ræddi við hann í morgun. „Við erum á Kötlusvæði. Þetta er eina leiðin til þess að fá tilkynningar frá Almannavörnum. Maður er uggandi yfir því að geta raunverulega lent í þessu.“Stórhætta af gosi í Kötlu Katla gýs að meðaltali tvisvar á öld, síðast árið 1918. Eldgosum í Kötlu og Eyjafjallajökli fylgja hættur á borð við eldingar, gjóskufall og jökulhlaup. Gjósi þurfa starfsmenn almannavarna að loka fyrir umferð á svæðinu og koma íbúum þaðan. „Þegar eldgos hefst í Kötlu eða Eyjafjallajökli verður að rýma þau svæði sem líklegt er að jökulhlaup geti ógnað. Íbúar og þeir sem dvelja þar þurfa því að þekkja viðbrögð við eldsumbrotum í eldstöðvunum, undirbúa viðbrögð sín, ásamt rýmingu og skipuleggja hana, s.s. hvað skal taka með og hvert skal halda,“ segir á vef almannavarnardeildar ríkislögreglustjóra. Elín Einarsdóttir, móðir Einars, segir að fólkið í sveitinni sé öllu vant. Einnig verði að hafa í huga þann fjölda ferðamanna sem gera sér enga grein fyrir hvernig á að haga sér í fárviðri líkt og því sem gekk yfir á sunnudaginn. „Þeir missa þá gsm sambandið á þjóðveginum. Það er rosalega hættulegt.“Sólheimahjáleiga í Mýrdal.Óvissa um mastrið Einar var í sambandi við Símann og Mílu auk Almannavarna og Póst- og fjarskiptastofnunar vegna málsins. Unnið var að viðgerð á sendinum í dag sem þau segja að Míla og Síminn hafi umsjón með. Erfitt hafi verið að fá svör en forsvarsmenn Mílu hafi tilkynnt þeim að sendirinn væri á ábyrgð Símans. „Það datt út örbylgja sem fæðir þennan farsímasendi,“ segir Sigurrós Jónsdóttir upplýsingafulltrúi hjá Mílu. Örbylgjan hafi þó fljótlega dottið inn. Hún telur allar líkur á því að sendirinn sé í eigu Símans. Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir, upplýsingafulltrúi hjá Símanum, kannaði málið en fékk þau svör að hvergi lægi farsímasamand hjá fyrirtækinu niðri. „Við vitum að allt er inni,“ sagði Gunnhildur þegar Vísir náði af henni tali eftir hádegið. Þá var farsímasamband aftur komið á á svæðinu.Vilja nýja staðsetningu fyrir mastrið Elín segist vona að skoðað verði hvort ekki verði hægt að finna betri staðsetningu fyrir mastrið með sendinum. Einar tekur undir það. „Það er aftur spáð vondu veðri á morgun svo við getum átt von á því að verða rafmagnslaus á ný,“ segir Einar Freyr. Hann segir mastrið þjóna fjórum sveitabæjum á svæðinu, tveir þeirra séu í ferðaþjónustu, auk allra þeirra sem leið eigi hjá á þjóðvegi eitt. „Ég vil ekki gera lítið úr öðrum svæðum en það er algjört lykilatriði að farsímasamband sé á þessu svæði,“ segir Elín. Ferðamennska á Íslandi Veður Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Sjá meira
Einar Freyr Elínarson, bóndi á Sólheimahjáleigu í Mýrdal, er einn þeirra sem var án farsímasambands í um tvo sólarhringa eftir að óveður gekk yfir Suðurlandið á sunnudaginn. Rafmagnslaust var í um sólarhring en farsímasambandsleysið má rekja til örbylgju sem datt út á svæðinu. Örbylgjan fæðir farsímasendi sem festur er við mastur á svæðinu. Sendirinn virðist hafa bilað. „Mér finnst þetta svakalega óþægilegt,“ segir Einar Freyr sem rekur ferðaþjónustu á bænum. Þau séu öllu vön þegar komi að því að missa rafmagnið tímabundið en farsímaleysið sé svolítið framandi. Einar segir að hægt hafi gengið að fá farsímasamband aftur í gang. Var enn farsímalaust þegar blaðamaður ræddi við hann í morgun. „Við erum á Kötlusvæði. Þetta er eina leiðin til þess að fá tilkynningar frá Almannavörnum. Maður er uggandi yfir því að geta raunverulega lent í þessu.“Stórhætta af gosi í Kötlu Katla gýs að meðaltali tvisvar á öld, síðast árið 1918. Eldgosum í Kötlu og Eyjafjallajökli fylgja hættur á borð við eldingar, gjóskufall og jökulhlaup. Gjósi þurfa starfsmenn almannavarna að loka fyrir umferð á svæðinu og koma íbúum þaðan. „Þegar eldgos hefst í Kötlu eða Eyjafjallajökli verður að rýma þau svæði sem líklegt er að jökulhlaup geti ógnað. Íbúar og þeir sem dvelja þar þurfa því að þekkja viðbrögð við eldsumbrotum í eldstöðvunum, undirbúa viðbrögð sín, ásamt rýmingu og skipuleggja hana, s.s. hvað skal taka með og hvert skal halda,“ segir á vef almannavarnardeildar ríkislögreglustjóra. Elín Einarsdóttir, móðir Einars, segir að fólkið í sveitinni sé öllu vant. Einnig verði að hafa í huga þann fjölda ferðamanna sem gera sér enga grein fyrir hvernig á að haga sér í fárviðri líkt og því sem gekk yfir á sunnudaginn. „Þeir missa þá gsm sambandið á þjóðveginum. Það er rosalega hættulegt.“Sólheimahjáleiga í Mýrdal.Óvissa um mastrið Einar var í sambandi við Símann og Mílu auk Almannavarna og Póst- og fjarskiptastofnunar vegna málsins. Unnið var að viðgerð á sendinum í dag sem þau segja að Míla og Síminn hafi umsjón með. Erfitt hafi verið að fá svör en forsvarsmenn Mílu hafi tilkynnt þeim að sendirinn væri á ábyrgð Símans. „Það datt út örbylgja sem fæðir þennan farsímasendi,“ segir Sigurrós Jónsdóttir upplýsingafulltrúi hjá Mílu. Örbylgjan hafi þó fljótlega dottið inn. Hún telur allar líkur á því að sendirinn sé í eigu Símans. Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir, upplýsingafulltrúi hjá Símanum, kannaði málið en fékk þau svör að hvergi lægi farsímasamand hjá fyrirtækinu niðri. „Við vitum að allt er inni,“ sagði Gunnhildur þegar Vísir náði af henni tali eftir hádegið. Þá var farsímasamband aftur komið á á svæðinu.Vilja nýja staðsetningu fyrir mastrið Elín segist vona að skoðað verði hvort ekki verði hægt að finna betri staðsetningu fyrir mastrið með sendinum. Einar tekur undir það. „Það er aftur spáð vondu veðri á morgun svo við getum átt von á því að verða rafmagnslaus á ný,“ segir Einar Freyr. Hann segir mastrið þjóna fjórum sveitabæjum á svæðinu, tveir þeirra séu í ferðaþjónustu, auk allra þeirra sem leið eigi hjá á þjóðvegi eitt. „Ég vil ekki gera lítið úr öðrum svæðum en það er algjört lykilatriði að farsímasamband sé á þessu svæði,“ segir Elín.
Ferðamennska á Íslandi Veður Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Sjá meira