„Ekki eins og fólk sé ekki varað við hættunum“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 24. febrúar 2015 12:45 Ferðamenn hafa ítrekað stefnt sér í voða undanfarið, meðal annars í Reynisfjöru og Jökulsárlóni. Mynd/Ingólfur Bruun/Ulrich Pittroff/Owen Hunt Liðna viku hafa ítrekað borist fréttir af því að ferðafólk stefni sér í voða, til dæmis við Jökulsárlón og Reynisfjöru. Þá splundruðust rúður í bílum ferðamanna sem óku um Öræfasveit í ofsaveðri sem gekk þar yfir á sunnudag. Ólöf Snæhólm Baldursdóttir, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, segir að félagið leggi áherslu á fræðslu og forvarnir til erlendra ferðamanna en það þurfi engu að síður að gera betur í því og þá þurfi meira fjármagn í málaflokkinn. „Við höfum verið með verkefnið safetravel.is þar sem við höfum fengið ferðaþjónustuna og opinbera aðila í lið með okkur til að koma upplýsingum á framfæri við erlenda ferðamenn. Við þurfum þó að stýra ferðamönnunum betur og setja pening í þennan málaflokk. Það má eiginlega segja að þessi mikla fjölgun á stuttum tíma sé að koma svolítið í bakið á okkur. Við erum kannski ekki alveg tilbúin til að taka á móti þessu,“ segir Ólöf.Sjá einnig:Ferðamenn urðu illa úti í ÖræfasveitSumir hlusta ekki á aðvaranir Elías Gíslason, forstöðumaður skrifstofu Ferðamálastofu á Akureyri, vill ekki meina að yfirvöld séu búin að missa stjórn á ferðamannastraumnum þrátt fyrir gríðarmikla fjölgun ferðamanna. „Það sem er verið að gera með átakið „Ísland allt árið“ er tvennt. Það er annars vegar að fá ferðamenn hingað til lands árið um kring og hins vegar að dreifa þeim betur um landið. Við gerum okkur samt fulla grein fyrir því að það er allra veðra von á Íslandi og það er alltaf verið að reyna að koma skilaboðum til ferðamanna,“ segir Elías. Aldrei verður þó hægt að koma í veg fyrir að ferðamenn hlusti ekki á viðvaranir vegna hættu á ferðamannastöðum, að mati Elíasar. „Það er því miður staðreynd að fólk keyrir framhjá lokunum en það er ekki eins og fólk sé ekki varað við hættunum. Það eru til dæmis skilti bæði í Reynisfjöru og Jökulsárlóni með aðvörunum en svo virðist vera sem sumir lesi einfaldlega ekki eða fari einfaldlega ekki eftir því sem segir á skiltunum.“Sjá einnig: „Sumir hlusta bara ekki“„Við getum alltaf gert betur“ Elías segir að þó megi alltaf gera betur í öryggismálum ferðamanna og meðal annars eigi að nota hluta af tekjum náttúrupassans í að auka öryggi. „Þetta er einfaldlega verkefni sem öll ferðaþjónustan þarf að koma að. Gististaðir geta til dæmis varað gesti sína við með því að prenta út veðurspá og þess háttar. Það er margt sem við getum gert, og erum að gera, en við getum alltaf gert betur.“ Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Rúður sprungu í flestum bifreiðum Ofsaveður gekk yfir landið um helgina. Björgunarsveitir áttu fullt í fangi með björgunarstörf á Suðurlandi. Björgunarsveitarmenn fá skemmdir á eigin bílum ekki bættar. Átta bílar voru skildir eftir á milli Péturseyjar og Skóga. 24. febrúar 2015 07:00 Fífldjarfur ferðamaður í Reynisfjöru: „Tímaspursmál hvenær verður stórslys þarna“ Dæmi eru um banaslys í Reynisfjöru undanfarin ár en svo virðist sem ferðamenn geri sér engan veginn grein fyrir hættunni af briminu. 19. febrúar 2015 13:30 Ferðaþjónustan komin að þolmörkum: „Hvernig verður sumarið ef þetta er svona núna?“ Fjöldi ferðamanna á Íslandi í janúar síðastliðnum var álíka og á háannatíma, í júlí og ágúst árið 2006 og árin þar á undan. 17. febrúar 2015 13:44 Eftirlitslaus börn hlaupandi á ísnum við Jökulsárlón "Þetta er algjörlega galið. Fólk virðist ekki sjá hættuna í þessu og er hlæjandi á ísnum,“ segir leiðsögumaðurinn Owen Hunt sem var með hóp fólks við Jökulsárlón í gær. 20. febrúar 2015 10:57 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Allir farþegarnir látnir Erlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Liðna viku hafa ítrekað borist fréttir af því að ferðafólk stefni sér í voða, til dæmis við Jökulsárlón og Reynisfjöru. Þá splundruðust rúður í bílum ferðamanna sem óku um Öræfasveit í ofsaveðri sem gekk þar yfir á sunnudag. Ólöf Snæhólm Baldursdóttir, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, segir að félagið leggi áherslu á fræðslu og forvarnir til erlendra ferðamanna en það þurfi engu að síður að gera betur í því og þá þurfi meira fjármagn í málaflokkinn. „Við höfum verið með verkefnið safetravel.is þar sem við höfum fengið ferðaþjónustuna og opinbera aðila í lið með okkur til að koma upplýsingum á framfæri við erlenda ferðamenn. Við þurfum þó að stýra ferðamönnunum betur og setja pening í þennan málaflokk. Það má eiginlega segja að þessi mikla fjölgun á stuttum tíma sé að koma svolítið í bakið á okkur. Við erum kannski ekki alveg tilbúin til að taka á móti þessu,“ segir Ólöf.Sjá einnig:Ferðamenn urðu illa úti í ÖræfasveitSumir hlusta ekki á aðvaranir Elías Gíslason, forstöðumaður skrifstofu Ferðamálastofu á Akureyri, vill ekki meina að yfirvöld séu búin að missa stjórn á ferðamannastraumnum þrátt fyrir gríðarmikla fjölgun ferðamanna. „Það sem er verið að gera með átakið „Ísland allt árið“ er tvennt. Það er annars vegar að fá ferðamenn hingað til lands árið um kring og hins vegar að dreifa þeim betur um landið. Við gerum okkur samt fulla grein fyrir því að það er allra veðra von á Íslandi og það er alltaf verið að reyna að koma skilaboðum til ferðamanna,“ segir Elías. Aldrei verður þó hægt að koma í veg fyrir að ferðamenn hlusti ekki á viðvaranir vegna hættu á ferðamannastöðum, að mati Elíasar. „Það er því miður staðreynd að fólk keyrir framhjá lokunum en það er ekki eins og fólk sé ekki varað við hættunum. Það eru til dæmis skilti bæði í Reynisfjöru og Jökulsárlóni með aðvörunum en svo virðist vera sem sumir lesi einfaldlega ekki eða fari einfaldlega ekki eftir því sem segir á skiltunum.“Sjá einnig: „Sumir hlusta bara ekki“„Við getum alltaf gert betur“ Elías segir að þó megi alltaf gera betur í öryggismálum ferðamanna og meðal annars eigi að nota hluta af tekjum náttúrupassans í að auka öryggi. „Þetta er einfaldlega verkefni sem öll ferðaþjónustan þarf að koma að. Gististaðir geta til dæmis varað gesti sína við með því að prenta út veðurspá og þess háttar. Það er margt sem við getum gert, og erum að gera, en við getum alltaf gert betur.“
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Rúður sprungu í flestum bifreiðum Ofsaveður gekk yfir landið um helgina. Björgunarsveitir áttu fullt í fangi með björgunarstörf á Suðurlandi. Björgunarsveitarmenn fá skemmdir á eigin bílum ekki bættar. Átta bílar voru skildir eftir á milli Péturseyjar og Skóga. 24. febrúar 2015 07:00 Fífldjarfur ferðamaður í Reynisfjöru: „Tímaspursmál hvenær verður stórslys þarna“ Dæmi eru um banaslys í Reynisfjöru undanfarin ár en svo virðist sem ferðamenn geri sér engan veginn grein fyrir hættunni af briminu. 19. febrúar 2015 13:30 Ferðaþjónustan komin að þolmörkum: „Hvernig verður sumarið ef þetta er svona núna?“ Fjöldi ferðamanna á Íslandi í janúar síðastliðnum var álíka og á háannatíma, í júlí og ágúst árið 2006 og árin þar á undan. 17. febrúar 2015 13:44 Eftirlitslaus börn hlaupandi á ísnum við Jökulsárlón "Þetta er algjörlega galið. Fólk virðist ekki sjá hættuna í þessu og er hlæjandi á ísnum,“ segir leiðsögumaðurinn Owen Hunt sem var með hóp fólks við Jökulsárlón í gær. 20. febrúar 2015 10:57 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Allir farþegarnir látnir Erlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Rúður sprungu í flestum bifreiðum Ofsaveður gekk yfir landið um helgina. Björgunarsveitir áttu fullt í fangi með björgunarstörf á Suðurlandi. Björgunarsveitarmenn fá skemmdir á eigin bílum ekki bættar. Átta bílar voru skildir eftir á milli Péturseyjar og Skóga. 24. febrúar 2015 07:00
Fífldjarfur ferðamaður í Reynisfjöru: „Tímaspursmál hvenær verður stórslys þarna“ Dæmi eru um banaslys í Reynisfjöru undanfarin ár en svo virðist sem ferðamenn geri sér engan veginn grein fyrir hættunni af briminu. 19. febrúar 2015 13:30
Ferðaþjónustan komin að þolmörkum: „Hvernig verður sumarið ef þetta er svona núna?“ Fjöldi ferðamanna á Íslandi í janúar síðastliðnum var álíka og á háannatíma, í júlí og ágúst árið 2006 og árin þar á undan. 17. febrúar 2015 13:44
Eftirlitslaus börn hlaupandi á ísnum við Jökulsárlón "Þetta er algjörlega galið. Fólk virðist ekki sjá hættuna í þessu og er hlæjandi á ísnum,“ segir leiðsögumaðurinn Owen Hunt sem var með hóp fólks við Jökulsárlón í gær. 20. febrúar 2015 10:57