Sumarlífið: „Í dag erum við stoltar druslur“
„Við byrjuðum fyrr í ár að undirbúa allt og vinnan hófst í febrúar,“ segir Sunna Ben, ein af skipuleggjendum Druslugöngunnar.
„Þetta er ótrúlegt að magnað að sjá tuttugu þúsund manns í varningi sem maður hannaði,“ segir Helga Dögg, sem er einnig ein af skipuleggjendunum. Hún hannaði þær húfur og boli sem voru til sölu í aðdraganda göngunnar og í göngunni sjálfri.
„Það er því miður allt of mörg dæmi um það að samfélagið hafi brugðist þolendum sem stíga fram og segja sína sögu,“ segir Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri.
„Það sem þessi hópur er að gera er að snúa þessu hugafari við og hann hefur sýnt ótrúlegt hugrekki og þetta er að breyta samfélaginu. Þetta undirstrikar að við segjum nei við ofbeldi og það gerir samfélagið betra.“
Tengdar fréttir
Réttlætisgangan
Í Druslugöngunni er gengið til réttlætis og betri tíma. Druslugangan er frelsun frá skömm sem átti aldrei heima hjá þolendum en alltaf hjá gerendum.
Við köllum eftir breytingu
Skömminni sem alltof oft lendir á herðum þolenda kynferðisofbeldis. Sú skömm á heima hjá gerendum í öllum tilvikum.
Druslugangan vekur athygli langt út fyrir landsteinanna
Fjölmiðlarisinn Al Jazeera fjallar ítarlega um íslensku Druslugönguna á vef sínum, rétt eins og kínverskir og jamaískir miðlar.
Ritstjóri hvetur nauðgara kærustu sinnar til að kæra sig fyrir hótun
Atli Fannar Bjarkason, ritstjóri Nútímans, skrifar bakþanka í Fréttablaðið í dag í tilefni Druslugöngunnar. Þar greinir hann frá því að kærustu hans hafi verið nauðgað áður en þau kynntust.
Kærastan mín, druslan
Því miður virðist réttarkerfið hannað til að þagga niður í fórnarlömbum kynferðisofbeldis.
Þöggunin er enn til staðar hjá eldri kynslóðinni
Druslugangan verður gengin frá Hallgrímskirkju klukkan tvö í dag. Átakið "drusluákall“ hefur vakið mikla athygli seinustu daga.
Stappað í Druslugöngunni
Druslugangan lagði af stað frá Hallgrímskirkju klukkan tvö í dag.