Pútín: Blatter á skilið Nóbelsverðlaun Kristinn Páll Teitsson skrifar 28. júlí 2015 10:30 Sáttir saman félagarnir. Vísir/Getty Forseti Rússlands, Vladimir Pútín, segir að hinn mjög svo umdeildi forseti Alþjóðaknattspyrnusambandsins, Sepp Blatter, eigi skilið Nóbelsverðlaun fyrir störf sín í þágu knattspyrnuhreyfingarinnar. Blatter hefur samkvæmt miðlum erlendis undanfarin ár sóst eftir friðarverðlaunum Nóbels og var átak knattspyrnusambandsins sem kallað var Friðarhandarbandið hluti af því. Nóbelsverðlaunanefndin hætti hinsvegar öllum afskiptum af knattspyrnusambandinu eftir að sjö háttsettir starfsmenn FIFA voru handteknir vegna gruns um spillingu og mútuþægni innan sambandsins. Leiddu handtökurnar til þess að Blatter ákvað að segja af sér sem forseti sambandsins stuttu eftir að hafa verið kosinn forseti sambandsins í fimmta sinn. Verður kosið um nýjan forseta knattspyrnusambandsins þann 26. febrúar næstkomandi en Blatter virðist ekki vera búinn að gefa upp von að hann verði endurkjörinn og haldi áfram sem forseti sambandsins í stól sem hann hefur setið undanfarin sautján ár. Meðal þess sem þótti hvað umdeildast í stjórnartíð Blatters var ákvörðun framkvæmdarnefndar sambandsins um að úthluta Rússlandi Heimsmeistaramótinu árið 2018 og mið-austurlenska olíuveldinu Katar Heimsmeistaramótinu 2022. Hafa breskir miðlar sannað að meðlimir framkvæmdarráðsins hafi boðið atkvæði sín til sölu en þrátt fyrir það hefur Blatter sagt að ákvörðuninni verði ekki haggað. Pútín var í viðtali við svissneska miðilinn RTS í tilefni þess að dregið var í riðla í undankeppni Heimsmeistaramótsins 2018 í Rússlandi um helgina og kom hann vini sínum til varnar. „Forystumenn íþróttahreyfinga út um allan heim eins og herra Blatter, eiga að mínu mati skilið sérstakar viðurkenningar fyrir störf sín í þágu íþróttana. Ef einhver á skilið að fá Nóbelsverðlaunin, þá er það þetta fólk. Þótt við höfum öll lesið um spillinguna innan knattspyrnusambandsins þá er ég viss um að hann sjálfur átti engan þátt í þessu.“ FIFA Nóbelsverðlaun Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Leik lokið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Íslenski boltinn Í beinni: Arsenal - Crystal Palace | Palace getur tryggt Liverpool titilinn Enski boltinn Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Leik lokið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Körfubolti Fleiri fréttir Leik lokið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann Leik lokið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Ari á skotskónum í dramatískum sigri Elfsborg Meistaradeildarvonir Alberts og félaga vænkast Í beinni: Arsenal - Crystal Palace | Palace getur tryggt Liverpool titilinn Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Real Madrid fer liða verst út úr myndbandsdómgæslunni Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Olmo hetja Börsunga Dramatík í Manchester Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Sjá meira
Forseti Rússlands, Vladimir Pútín, segir að hinn mjög svo umdeildi forseti Alþjóðaknattspyrnusambandsins, Sepp Blatter, eigi skilið Nóbelsverðlaun fyrir störf sín í þágu knattspyrnuhreyfingarinnar. Blatter hefur samkvæmt miðlum erlendis undanfarin ár sóst eftir friðarverðlaunum Nóbels og var átak knattspyrnusambandsins sem kallað var Friðarhandarbandið hluti af því. Nóbelsverðlaunanefndin hætti hinsvegar öllum afskiptum af knattspyrnusambandinu eftir að sjö háttsettir starfsmenn FIFA voru handteknir vegna gruns um spillingu og mútuþægni innan sambandsins. Leiddu handtökurnar til þess að Blatter ákvað að segja af sér sem forseti sambandsins stuttu eftir að hafa verið kosinn forseti sambandsins í fimmta sinn. Verður kosið um nýjan forseta knattspyrnusambandsins þann 26. febrúar næstkomandi en Blatter virðist ekki vera búinn að gefa upp von að hann verði endurkjörinn og haldi áfram sem forseti sambandsins í stól sem hann hefur setið undanfarin sautján ár. Meðal þess sem þótti hvað umdeildast í stjórnartíð Blatters var ákvörðun framkvæmdarnefndar sambandsins um að úthluta Rússlandi Heimsmeistaramótinu árið 2018 og mið-austurlenska olíuveldinu Katar Heimsmeistaramótinu 2022. Hafa breskir miðlar sannað að meðlimir framkvæmdarráðsins hafi boðið atkvæði sín til sölu en þrátt fyrir það hefur Blatter sagt að ákvörðuninni verði ekki haggað. Pútín var í viðtali við svissneska miðilinn RTS í tilefni þess að dregið var í riðla í undankeppni Heimsmeistaramótsins 2018 í Rússlandi um helgina og kom hann vini sínum til varnar. „Forystumenn íþróttahreyfinga út um allan heim eins og herra Blatter, eiga að mínu mati skilið sérstakar viðurkenningar fyrir störf sín í þágu íþróttana. Ef einhver á skilið að fá Nóbelsverðlaunin, þá er það þetta fólk. Þótt við höfum öll lesið um spillinguna innan knattspyrnusambandsins þá er ég viss um að hann sjálfur átti engan þátt í þessu.“
FIFA Nóbelsverðlaun Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Leik lokið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Íslenski boltinn Í beinni: Arsenal - Crystal Palace | Palace getur tryggt Liverpool titilinn Enski boltinn Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Leik lokið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Körfubolti Fleiri fréttir Leik lokið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann Leik lokið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Ari á skotskónum í dramatískum sigri Elfsborg Meistaradeildarvonir Alberts og félaga vænkast Í beinni: Arsenal - Crystal Palace | Palace getur tryggt Liverpool titilinn Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Real Madrid fer liða verst út úr myndbandsdómgæslunni Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Olmo hetja Börsunga Dramatík í Manchester Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Sjá meira