Frestun Dýrafjarðarganga? Nei, takk! Ásthildur Sturludóttir skrifar 28. júlí 2015 07:00 Barátta okkar Vestfirðinga fyrir bættum samgöngum er orðin áratugalöng. Ávallt virðast lausnir í sjónmáli en því miður hafa vestfirskar samgöngubætur liðið fyrir síendurtekna „frestun á framkvæmdum“ um langt skeið. Ýmist hefur þurft að kæla hagkerfið eða draga saman vegna peningaleysis og þá er framkvæmdum á Vestfjörðum iðulega frestað. Vestfirðingar eru skynsamt fólk, seinþreytt til vandræða og hafa í gegnum tíðina sýnt þessum ákvörðunum skilning og tekið þeim af yfirvegun. Dýrafjarðargöng, Dynjandisheiði, vegur um Gufudalssveit og vegur norður í Árneshrepp eru allt framkvæmdir sem áttu að vera tilbúnar fyrir nær 10 árum. Því miður hafa þessar samgöngubætur enn ekki orðið að veruleika. Þessir vegir eru forsenda samvinnu og samstarfs á Vestfjörðum og eflingar byggðanna. Þeir eru forsenda samreksturs heilbrigðisstofnana og samnýtingar starfsfólks. Þær eru forsenda reksturs á sameiginlegum embættum sýslumanns, lögreglustjóra, skattstjóra, starfi minjavarðar, Atvinnuþróunarfélags Vestfjarða og Fjórðungssambands Vestfirðinga. Án vegabóta verður aldrei hægt að ná þeim slagkrafti sem nauðsynlegur er starfsemi þessari. Nú eða til að ná fram þeim sparnaði og fagmennsku sem sameining heilbrigðisstofnana og sýslumannsembætta áttu að skila svæðinu. Án Dýrafjarðarganga verður sameining stofnana á svæðinu ekkert annað en sameiginleg kennitala. Nýlega kom formaður samgöngunefndar og þingmaður Norðvesturkjördæmis fram og sagði að göng undir Fjarðarheiði ættu að færast fremst í röð jarðgangaframkvæmda og hægt yrði að bjóða þau út á næsta ári, enda væri pólitískur vilji fyrir framkvæmdinni. Ég hef mikinn skilning á því að bæta þurfi samgöngur til Seyðisfjarðar, hins vegar finnst Vestfirðingum athyglisvert að flýta þurfi framkvæmdum við fjórðu göngin í NA-kjördæmi – enn og aftur á kostnað Dýrafjarðarganga. Rannsóknir og hönnun Fjarðarheiðarganga eru varla hafnar, en Dýrafjarðargöng hafa verið tilbúin til útboðs í næstum 10 ár! Þjóðin hefur ekki efni á því að gera önnur dýr mistök vegna fljótfærni við gangagerð, sbr. Vaðlaheiðargöng, þar sem mikill afsláttur var gefinn af rannsóknum. Framkvæmdin við Fjarðarheiðargöng verður stærsta jarðgangaframkvæmd allra tíma á Íslandi og mun soga til sín allt jarðgangafé svo árum skiptir. Á meðan verður varla borað í gegnum mörg önnur fjöll! Í hugum okkar Vestfirðinga væri frekari frestun framkvæmda við Dýrafjarðargöng og Dynjandisheiði afar óskynsamleg og í hróplegu ósamræmi við samgönguáætlun og þann sparnað sem hið opinbera ætlar sér að ná fram með sameiningu stofnana á svæðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Uppeldi, færni til framtíðar - fór í skúffu stjórnvalda! Una María Óskarsdóttir skrifar Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Sjá meira
Barátta okkar Vestfirðinga fyrir bættum samgöngum er orðin áratugalöng. Ávallt virðast lausnir í sjónmáli en því miður hafa vestfirskar samgöngubætur liðið fyrir síendurtekna „frestun á framkvæmdum“ um langt skeið. Ýmist hefur þurft að kæla hagkerfið eða draga saman vegna peningaleysis og þá er framkvæmdum á Vestfjörðum iðulega frestað. Vestfirðingar eru skynsamt fólk, seinþreytt til vandræða og hafa í gegnum tíðina sýnt þessum ákvörðunum skilning og tekið þeim af yfirvegun. Dýrafjarðargöng, Dynjandisheiði, vegur um Gufudalssveit og vegur norður í Árneshrepp eru allt framkvæmdir sem áttu að vera tilbúnar fyrir nær 10 árum. Því miður hafa þessar samgöngubætur enn ekki orðið að veruleika. Þessir vegir eru forsenda samvinnu og samstarfs á Vestfjörðum og eflingar byggðanna. Þeir eru forsenda samreksturs heilbrigðisstofnana og samnýtingar starfsfólks. Þær eru forsenda reksturs á sameiginlegum embættum sýslumanns, lögreglustjóra, skattstjóra, starfi minjavarðar, Atvinnuþróunarfélags Vestfjarða og Fjórðungssambands Vestfirðinga. Án vegabóta verður aldrei hægt að ná þeim slagkrafti sem nauðsynlegur er starfsemi þessari. Nú eða til að ná fram þeim sparnaði og fagmennsku sem sameining heilbrigðisstofnana og sýslumannsembætta áttu að skila svæðinu. Án Dýrafjarðarganga verður sameining stofnana á svæðinu ekkert annað en sameiginleg kennitala. Nýlega kom formaður samgöngunefndar og þingmaður Norðvesturkjördæmis fram og sagði að göng undir Fjarðarheiði ættu að færast fremst í röð jarðgangaframkvæmda og hægt yrði að bjóða þau út á næsta ári, enda væri pólitískur vilji fyrir framkvæmdinni. Ég hef mikinn skilning á því að bæta þurfi samgöngur til Seyðisfjarðar, hins vegar finnst Vestfirðingum athyglisvert að flýta þurfi framkvæmdum við fjórðu göngin í NA-kjördæmi – enn og aftur á kostnað Dýrafjarðarganga. Rannsóknir og hönnun Fjarðarheiðarganga eru varla hafnar, en Dýrafjarðargöng hafa verið tilbúin til útboðs í næstum 10 ár! Þjóðin hefur ekki efni á því að gera önnur dýr mistök vegna fljótfærni við gangagerð, sbr. Vaðlaheiðargöng, þar sem mikill afsláttur var gefinn af rannsóknum. Framkvæmdin við Fjarðarheiðargöng verður stærsta jarðgangaframkvæmd allra tíma á Íslandi og mun soga til sín allt jarðgangafé svo árum skiptir. Á meðan verður varla borað í gegnum mörg önnur fjöll! Í hugum okkar Vestfirðinga væri frekari frestun framkvæmda við Dýrafjarðargöng og Dynjandisheiði afar óskynsamleg og í hróplegu ósamræmi við samgönguáætlun og þann sparnað sem hið opinbera ætlar sér að ná fram með sameiningu stofnana á svæðinu.
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun
Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar
Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun
Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun