Augu kvenna? Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar 28. júlí 2015 06:15 Þekktur íslenskur kvikmyndagerðarmaður segir í viðtali við Fréttablaðið 24. júlí að hann vilji láta setja „kynjakvóta“ á úthlutanir fjár úr kvikmyndasjóði. Með þeim hætti vilji hann „auka hlut kvenna í kvikmyndagerð“. Daginn eftir talar blaðið við menntamálaráðherrann sem segir með tungutaki nútímans: „Þetta er hugmynd sem ég er tilbúinn að skoða alvarlega.“ Ekki verður betur séð en þessir menn séu að mæla með því að gert skuli upp á milli umsókna um framlög úr þessum opinbera sjóði á grundvelli kynferðis umsækjenda. Í orðum þeirra felst ráðagerð um að karlmenn sem sækja um skuli ekki njóta sama réttar til framlags og konur. Í 2. mgr. 65. gr. stjórnarskrár okkar er að finna svofellt ákvæði: „Konur og karlar skulu njóta jafns réttar í hvívetna.“ Gaman væri að heyra þessa tvo menn skýra út fyrir okkur hvernig þessar hugmyndir samrýmast ákvæðinu. Þeir hljóta að ráða við það eða hvað? Nema þeir meini ekkert með því sem þeir segja og séu aðeins að reyna að ganga í augu kvenna. Það væri þá ekki í fyrsta skipti sem karlmenn leggja lykkju á leið sína í þeim tilgangi! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Steinar Gunnlaugsson Mest lesið ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson skrifar Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Þekktur íslenskur kvikmyndagerðarmaður segir í viðtali við Fréttablaðið 24. júlí að hann vilji láta setja „kynjakvóta“ á úthlutanir fjár úr kvikmyndasjóði. Með þeim hætti vilji hann „auka hlut kvenna í kvikmyndagerð“. Daginn eftir talar blaðið við menntamálaráðherrann sem segir með tungutaki nútímans: „Þetta er hugmynd sem ég er tilbúinn að skoða alvarlega.“ Ekki verður betur séð en þessir menn séu að mæla með því að gert skuli upp á milli umsókna um framlög úr þessum opinbera sjóði á grundvelli kynferðis umsækjenda. Í orðum þeirra felst ráðagerð um að karlmenn sem sækja um skuli ekki njóta sama réttar til framlags og konur. Í 2. mgr. 65. gr. stjórnarskrár okkar er að finna svofellt ákvæði: „Konur og karlar skulu njóta jafns réttar í hvívetna.“ Gaman væri að heyra þessa tvo menn skýra út fyrir okkur hvernig þessar hugmyndir samrýmast ákvæðinu. Þeir hljóta að ráða við það eða hvað? Nema þeir meini ekkert með því sem þeir segja og séu aðeins að reyna að ganga í augu kvenna. Það væri þá ekki í fyrsta skipti sem karlmenn leggja lykkju á leið sína í þeim tilgangi!
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar