Sleppibúnaður veitir sjómönnum falskt öryggi Heimir Már Pétursson skrifar 28. júlí 2015 20:00 Jón H. Ingólfsson, rannsóknarstjóri hjá Rannsóknarnefnd samgönguslysa, segir að við rannsókn slyssins hafi neðansjávarmyndavél verið notuð til að skoða aðstæður þar sem báturinn sökk og liggur á um 80 metra dýpi. Sjómenn búa við falskt öryggi ef sjálfvirkur sleppibúnaður björgunarbáta virkar ekki eins og gerðist nýlega þegar bátur fórst úti fyrri Aðalvík. Rannsóknarstjóri Rannsóknarnefndar samgönguslysa segir málið vera alvarlegt og þarfnist ítarlegrar skoðunar. Gúmbjörgunarbátar eru er einn mikilvægasti öryggisbúnaður sem sjófarendur reiða sig á. Ef sjálvirkur sleppibúnaður þeirra virkar ekki er öryggi sjómanna stefnt í voða. Rannsóknarnefnd samgönguslysa hefur að undanförnu rannsakað hvers vegna tveir gúmbjörgunarbátar um borð í Jóni Hákoni BA skutust ekki sjálfkrafa út þegar báturinn sökk úti fyrir Aðalvík nýlega með þeim afleiðingum að einn skipverja fórst en tveir björguðust naumlega. Jón H. Ingólfsson, rannsóknarstjóri hjá Rannsóknarnefnd samgönguslysa, segir að við rannsókn slyssins hafi neðansjávarmyndavél verið notuð til að skoða aðstæður þar sem báturinn sökk og liggur á um 80 metra dýpi. „Annar báturinn sat bara í sínum gálga eins og gengið er frá honum eftir skoðun og annað. Hinn báturinn var að vísu laus en lá á botninum sem er út af fyrir sig athyglivert,“ segir Jón. Fanglína hafi verið tengd við bátinn. Rannsaka þurfi hvers vegna bátarnir blésu ekki upp sjálfkrafa eins og þeir áttu að gera, en svipað atvik átti sér stað árið 2005 þegar sleppibúnaður annar tveggja báta virkaði heldur ekki. „Þarna á ögurstundu brást þessi búnaður og það er alvarlegt mál því þetta er öryggisatriði sem skiptir máli og hefði skipt miklu máli þarna,“ segir Jón. Enda hvolfdi Jóni Hákoni svo hratt að skipverjar höfðu ekki tíma til að komast í flotgalla. Þetta mál verði tekið fyrir í rannsóknarnefndinni en ljóst sé að grípa þurfi til aðgerða og jafnvel skoða sleppibúnað allra báta. En búnaður um borð í Jóni Hákoni fór í árlega skoðun í nóvember í fyrra.Sjómenn reiða sig á þennan búnað, þeir búa þá kannski við falskt öryggi? „Í þessu tilfelli var þetta falskt öryggi já. Það er bara óhætt að segja það eins og það er,“ segir Jón. Þetta gefi tilefni til að skoða þennan búnað í öðrum skipum. Það sé ástæða til að skoða verklag við skoðanir á búnaðinum. Tengdar fréttir Björguðu lífi þriggja sjómanna við Ísafjarðardjúp: „Þetta var erfið stund“ „Við náðum að kippa þeim um borð, við mjög erfiðar aðstæður.“ 7. júlí 2015 18:15 Björgunarbúnaður gæti hafa brugðist Rannsóknarnefnd sjóslysa og lögreglan á Vestfjörðum rannsaka hvort björgunarbúnaður um borð í Jóni Hákoni BA-60 hafi virkað sem skyldi þegar báturinn sökk. Einn skipverji lést þegar báturinn sökk úti fyrir Aðalvík í gærmorgun. 9. júlí 2015 07:00 Nálægur strandveiðibátur kom mönnunum til bjargar Báturinn sökk svo hratt að ekki vannst tími til að klæðast flotgalla. 7. júlí 2015 15:20 Einn fórst þegar bátur sökk á Ísafjarðardjúpi Þremur mönnum var bjargað en einn fórst þegar fiskibátur sökk út af Rit, við utanvert Ísafjarðardjúp snemma í morgun. 7. júlí 2015 12:05 Myndavél mun skoða flakið Rannsóknarstjóri rannsóknarnefndar samgönguslysa segir vinnslu málsins á algeru frumstigi. 10. júlí 2015 15:33 Vanhöld eru á að skipstjórnarmenn hlusti á neyðarrásina Engin bátur svaraði neyðarsendingu frá Vaktstöð siglinga og stjórnstöð Landhelgisgæslunnar, þegar fiskibáturinn Jón Hákon sökk í Aðalvík á Ströndum í gær. 8. júlí 2015 13:37 Hvorugur björgunarbátanna blés út Báðir bátarnir fóru í árlega skoðun fyriri tæpu ári þar sem gegnið var úr skugga um að þeir væru í fullkomnu lagi. 8. júlí 2015 12:11 „Ég átti að komast upp til að hjálpa þeim“ Þröstur Leó Gunnarsson er einn þeirra þriggja sem björguðust þegar báturinn Jón Hákon sökk við Aðalvík á þriðjudagsmorgun. 9. júlí 2015 10:30 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Fleiri fréttir „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Sjá meira
Sjómenn búa við falskt öryggi ef sjálfvirkur sleppibúnaður björgunarbáta virkar ekki eins og gerðist nýlega þegar bátur fórst úti fyrri Aðalvík. Rannsóknarstjóri Rannsóknarnefndar samgönguslysa segir málið vera alvarlegt og þarfnist ítarlegrar skoðunar. Gúmbjörgunarbátar eru er einn mikilvægasti öryggisbúnaður sem sjófarendur reiða sig á. Ef sjálvirkur sleppibúnaður þeirra virkar ekki er öryggi sjómanna stefnt í voða. Rannsóknarnefnd samgönguslysa hefur að undanförnu rannsakað hvers vegna tveir gúmbjörgunarbátar um borð í Jóni Hákoni BA skutust ekki sjálfkrafa út þegar báturinn sökk úti fyrir Aðalvík nýlega með þeim afleiðingum að einn skipverja fórst en tveir björguðust naumlega. Jón H. Ingólfsson, rannsóknarstjóri hjá Rannsóknarnefnd samgönguslysa, segir að við rannsókn slyssins hafi neðansjávarmyndavél verið notuð til að skoða aðstæður þar sem báturinn sökk og liggur á um 80 metra dýpi. „Annar báturinn sat bara í sínum gálga eins og gengið er frá honum eftir skoðun og annað. Hinn báturinn var að vísu laus en lá á botninum sem er út af fyrir sig athyglivert,“ segir Jón. Fanglína hafi verið tengd við bátinn. Rannsaka þurfi hvers vegna bátarnir blésu ekki upp sjálfkrafa eins og þeir áttu að gera, en svipað atvik átti sér stað árið 2005 þegar sleppibúnaður annar tveggja báta virkaði heldur ekki. „Þarna á ögurstundu brást þessi búnaður og það er alvarlegt mál því þetta er öryggisatriði sem skiptir máli og hefði skipt miklu máli þarna,“ segir Jón. Enda hvolfdi Jóni Hákoni svo hratt að skipverjar höfðu ekki tíma til að komast í flotgalla. Þetta mál verði tekið fyrir í rannsóknarnefndinni en ljóst sé að grípa þurfi til aðgerða og jafnvel skoða sleppibúnað allra báta. En búnaður um borð í Jóni Hákoni fór í árlega skoðun í nóvember í fyrra.Sjómenn reiða sig á þennan búnað, þeir búa þá kannski við falskt öryggi? „Í þessu tilfelli var þetta falskt öryggi já. Það er bara óhætt að segja það eins og það er,“ segir Jón. Þetta gefi tilefni til að skoða þennan búnað í öðrum skipum. Það sé ástæða til að skoða verklag við skoðanir á búnaðinum.
Tengdar fréttir Björguðu lífi þriggja sjómanna við Ísafjarðardjúp: „Þetta var erfið stund“ „Við náðum að kippa þeim um borð, við mjög erfiðar aðstæður.“ 7. júlí 2015 18:15 Björgunarbúnaður gæti hafa brugðist Rannsóknarnefnd sjóslysa og lögreglan á Vestfjörðum rannsaka hvort björgunarbúnaður um borð í Jóni Hákoni BA-60 hafi virkað sem skyldi þegar báturinn sökk. Einn skipverji lést þegar báturinn sökk úti fyrir Aðalvík í gærmorgun. 9. júlí 2015 07:00 Nálægur strandveiðibátur kom mönnunum til bjargar Báturinn sökk svo hratt að ekki vannst tími til að klæðast flotgalla. 7. júlí 2015 15:20 Einn fórst þegar bátur sökk á Ísafjarðardjúpi Þremur mönnum var bjargað en einn fórst þegar fiskibátur sökk út af Rit, við utanvert Ísafjarðardjúp snemma í morgun. 7. júlí 2015 12:05 Myndavél mun skoða flakið Rannsóknarstjóri rannsóknarnefndar samgönguslysa segir vinnslu málsins á algeru frumstigi. 10. júlí 2015 15:33 Vanhöld eru á að skipstjórnarmenn hlusti á neyðarrásina Engin bátur svaraði neyðarsendingu frá Vaktstöð siglinga og stjórnstöð Landhelgisgæslunnar, þegar fiskibáturinn Jón Hákon sökk í Aðalvík á Ströndum í gær. 8. júlí 2015 13:37 Hvorugur björgunarbátanna blés út Báðir bátarnir fóru í árlega skoðun fyriri tæpu ári þar sem gegnið var úr skugga um að þeir væru í fullkomnu lagi. 8. júlí 2015 12:11 „Ég átti að komast upp til að hjálpa þeim“ Þröstur Leó Gunnarsson er einn þeirra þriggja sem björguðust þegar báturinn Jón Hákon sökk við Aðalvík á þriðjudagsmorgun. 9. júlí 2015 10:30 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Fleiri fréttir „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Sjá meira
Björguðu lífi þriggja sjómanna við Ísafjarðardjúp: „Þetta var erfið stund“ „Við náðum að kippa þeim um borð, við mjög erfiðar aðstæður.“ 7. júlí 2015 18:15
Björgunarbúnaður gæti hafa brugðist Rannsóknarnefnd sjóslysa og lögreglan á Vestfjörðum rannsaka hvort björgunarbúnaður um borð í Jóni Hákoni BA-60 hafi virkað sem skyldi þegar báturinn sökk. Einn skipverji lést þegar báturinn sökk úti fyrir Aðalvík í gærmorgun. 9. júlí 2015 07:00
Nálægur strandveiðibátur kom mönnunum til bjargar Báturinn sökk svo hratt að ekki vannst tími til að klæðast flotgalla. 7. júlí 2015 15:20
Einn fórst þegar bátur sökk á Ísafjarðardjúpi Þremur mönnum var bjargað en einn fórst þegar fiskibátur sökk út af Rit, við utanvert Ísafjarðardjúp snemma í morgun. 7. júlí 2015 12:05
Myndavél mun skoða flakið Rannsóknarstjóri rannsóknarnefndar samgönguslysa segir vinnslu málsins á algeru frumstigi. 10. júlí 2015 15:33
Vanhöld eru á að skipstjórnarmenn hlusti á neyðarrásina Engin bátur svaraði neyðarsendingu frá Vaktstöð siglinga og stjórnstöð Landhelgisgæslunnar, þegar fiskibáturinn Jón Hákon sökk í Aðalvík á Ströndum í gær. 8. júlí 2015 13:37
Hvorugur björgunarbátanna blés út Báðir bátarnir fóru í árlega skoðun fyriri tæpu ári þar sem gegnið var úr skugga um að þeir væru í fullkomnu lagi. 8. júlí 2015 12:11
„Ég átti að komast upp til að hjálpa þeim“ Þröstur Leó Gunnarsson er einn þeirra þriggja sem björguðust þegar báturinn Jón Hákon sökk við Aðalvík á þriðjudagsmorgun. 9. júlí 2015 10:30