Lífið

Á leið til S-Afríku og uppselt í Bretlandi

Gunnar Leó Pálsson skrifar
Hljómsveitin Of Monsters and Men er á tónleikaferð um Evrópu um þessar mundir.
Hljómsveitin Of Monsters and Men er á tónleikaferð um Evrópu um þessar mundir. Vísir/Getty
Hljómsveitin Of Monsters and Men hefur staðið í ströngu undan­farna mánuði en sveitin er á tónleikaferð um heiminn, til að fylgja plötunni Beneath the Skin eftir. Sveitin er um þessar mundir á ferðalagi um Evrópu og kemur fram á tónleikum í Köln í Þýskalandi í kvöld. Hún heldur svo af stað til Bretlands þar sem hún kemur fram á tíu tónleikum á Bretlandseyjum en uppselt er á þá alla.

Undanfarnar vikur hefur hljómsveitin Mammút verið með sveitinni á tónleikaferðalaginu en Mammút er á leið á heim eftir tónleikana í kvöld.

Of Monsters and Men er enn að bóka tónleika í tónleikaferðina sína sem nær í það minnsta fram í júní. Á næsta ári er sveitin meðal annars á leið til Suður-Afríku og það í fyrsta sinn. Hún kemur fram í Höfðaborg þann 30. mars og Jóhannesarborg 2. apríl. Áður en sveitin heldur til Suður-Afríku kemur hún meðal annars fram víðsvegar í Suður-Ameríku.

Fyrir skömmu lauk sveitin við tónleikaferð sína um Bandaríkin en lokahnykkurinn var spilamennska í spjallþætti Ellenar DeGeneres.

Þá kemur tónlist sveitarinnar enn og aftur við sögu í sjónvarpi því hún á lag í nýrri stiklu fyrir bandaríska sjónvarpsþáttinn Marvel's Jessica Jones fyrir Netflix. Lagið Thousand Eyes hljómar í stiklunni, fyrir hefur sveitin átt lög í kvikmyndum á borð við The Secret Life of Walter Mitty og The Hunger Games: Catching Fire. 

Það er nóg að gera hjá sveitinni þessa dagana en 19 tónleikar á dagskrá hjá Of Monsters and Men fram að jólum og eru 12 tónleikar nú þegar bókaðir eftir áramót fram að Secret Solstice.

Hér má sjá sveitina taka lagið í spjallþætti Ellenar DeGeneres:






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.