Kvikmyndin Hrútar eftir Grím Hákonarson heldur áfram að vinna til verðlauna á alþjóðlegum kvikmyndahátíðum. Myndin vann til tvennra verðlauna í Minsk í Hvíta Rússlandi á föstudagskvöldið og var auk þess valin besta myndin í Þessalóníku í Grikklandi á laugardagskvöldið. Það er elsta og virtasta kvikmyndahátíðin á Balkanskaga.
Grímur Hákonarson fékk einnig heiðursverðlaun fyrir framlag sitt til norrænnar kvikmyndagerðar á kvikmyndahátíð í Hollandi um helgina og hefur myndin nú unnið til 18 verðlauna á hinum ýmsu kvikmyndahátíðum, eftir að sigurganga hennar hófst á hátíð í Cannes. Hrútar hefur verið valin sem framlang Íslands til Óskarsverðlaunanna.
Hrútar unnu til þrennra verðlauna um helgina
Gissur Sigurðsson skrifar
