Í undirheimum ófrjóseminnar Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 25. apríl 2015 10:15 Oddný Eir varð loksins sátt við barnleysið og varð ólétt þremur vikum síðar. Hún er heltekin af gleði og líka ótta. vísir/ernir Oddný Eir Ævarsdóttir rithöfundur segir á opinskáan og einlægan hátt frá sinni djúpu þrá til að eignast barn og misheppnuðum tilraunum til að verða barnshafandi í nýrri bók sinni Blátt blóð – í leit að kátu sæði. Bókin er lítil og Oddný kallar hana ritgerð eða esseyju. En textinn er áhrifaríkur, bæði nístandi sannur og heillandi hlýr. „Ég leyni því ekkert að sagan fjallar að mestu um mig og fyrrverandi ástmann minn. En ritgerðin er líka á sviði skáldskaparins. Hún dansar þarna á milli. Við reyndum að eignast barn í átta ár en áður en við byrjuðum saman var ég farin að huga að barneignum. Mig hefur alltaf langað að eignast barn og mér fannst sjálfsagt að eignast tvö börn. Það var fyrirframgefin hugmynd.“ Erfiðleikarnir við að eignast barn lögðust ólíkt á parið. Oddný var með miklar áhyggjur af hækkandi aldri og að hennar tími myndi renna út. „Ég held að við konur, og ég í þessu tilfelli, upplifum þetta á allt annan hátt. Tíminn spilar stærri rullu og maður hefur minni þolinmæði fyrir heimspekilegum vangaveltum um fjölskylduformið. Þessi ákveðni í að eignast barn verður auðveldlega að stressi og smám saman að örvæntingu. Sú örvænting er mjög ósexí og erfið. Svo er það líka oft í samböndum að annar tekur að sér einhverja tilfinningu og ef hún verður ráðandi hjá öðrum þá getur hinn leyft sér að vera slakari. Þannig leitar fólk að jafnvægi og vegur hvert annað upp.“„Þetta er ekki lygasaga en samt á einhvern hátt mikil einföldun. Það er komin einhver framvinda í reynsluna sem er auðveldara að vera í samræðu við í staðinn fyrir stóran klump af svartri þögn.“vísir/ernirGróf undan sambandinu Eftir árangurslausar tilraunir til að verða barnshafandi leitaði parið sér aðstoðar. Oddný fór í tækni- og glasafrjóvganir og þau leituðu líka annars konar aðstoðar. Varstu tilbúin til að gera hvað sem er til að verða ólétt? „Nei, ekki hvað sem er. En næstum því. Það breytist nefnilega svo margt á leiðinni. Fyrst setur maður mörk og ég gat ekki hugsað mér gjafasæði, gjafaegg eða neina tæknihjálp. Svo breytist það, sem betur fer. Maður fer inn í einhvern annan veruleika og það sem skiptir máli verður skýrara fyrir manni og hitt verður aukaatriði. Ég leik mér að því í þessari bók að skoða mörkin og alls kyns tilfinningar sem vakna þegar maður er að finna sín mörk. Svo þarf maður auðvitað líka að velta fyrir sér siðferðilegum mörkum málsins.“ Fjöldi misheppnaðra tilrauna til að eignast barn varð að lokum til þess að sambandið liðaðist í sundur. „Sambandið snerist samt um margt annað en þetta og var almennt mjög frjósamt og ánægjulegt. Okkur tókst að láta ófrjósemina ekki smita allt með uppgjöf og þessu sem ekki heppnaðist. Það var nefnilega margt annað sem heppnaðist. En maður sér það eftir á að þetta gróf undan okkur, eins og undiralda.“ Stór klumpur af svartri þögn Oddný skrifar opinskátt um tilfinningar þeirra beggja og viðbrögð við barnleysinu. Er þessi opinberun gerð í sátt við hina aðalpersónuna? „Já, annars myndi ég ekki gefa þetta út. Ég bað hann um að lesa yfir og lofaði að ég myndi ekki gefa þetta út ef hann væri á einhvern hátt ósáttur. Þegar ég ætlaði að hætta við útgáfuna hvatti hann mig til að gefa þetta út. Maður finnur nefnilega ákveðinn létti ef maður nær að segja sögu af einhverju sem er mjög flókið, sárt og erfitt. Þetta er ekki lygasaga en samt á einhvern hátt mikil einföldun. Það er komin einhver framvinda í reynsluna sem er auðveldara að vera í samræðu við í staðinn fyrir stóran klump af svartri þögn. Ég bara vona að hann muni segja sína eigin sögu líka.“„Vinkona mín sagði mér að undirbúa mig undir að finna fyrir biturleika, reiði og öfund þegar ég sæi allar óléttu konurnar á fallegum sumardegi í flaksandi kjólum. Og ég þessi ó-eitthvað. Ófrjó. Óbyrja.“vísir/ernirÓfrjó óbyrja Er ófrjósemi tabú í samfélaginu? „Já, þetta var leyndarmál í nokkur ár. Það fannst mér mjög erfitt. Eins og ég segi í sögunni þá velti ég fyrir mér hvort þetta hafi verið meira leyndarmál því þetta var okkar sameiginlega vandamál. Ófrjósemi karla er meira tabú en ófrjósemi kvenna. Og það eru margir sem lifa með þessari sorg án þess að tala um hana. Því sorgin snýst ekki eingöngu um barnleysið heldur í mörgum tilfellum ítrekaðan fósturmissi. Það kviknar líf og slokknar aftur. Það er ofsalegt álag. Það er aftur á móti jákvætt að nú er farið að tala meira um ófrjósemi. Þagnarhjúpnum er lyft og skömminni hleypt út svo fólk lokist ekki inni í þessum persónulega sársauka, í undirheimum ófrjóseminnar. Það er merkilegt að kynnast þeim fjölmenna heimi, þar búa margir í tímabundinni eða ótímabundinni ófrjósemi. Hvert viðtal skiptir máli. Ég man að ég hámaði í mig allar reynslusögur af ófrjósemi. Þess vegna langaði mig að skrifa bókina. Þótt það sé hárfín lína á milli þess að deila reynslu og að kvarta. Ég vil ekki kvarta við umheiminn og vorkenna mér. Ég hef aldrei hugsað sem svo að ég eigi skilið að eignast börn eða geti krafist þess. Vinkona mín sagði mér að undirbúa mig undir að finna fyrir biturleika, reiði og öfund þegar ég sæi allar óléttu konurnar á fallegum sumardegi í flaksandi kjólum. Og ég þessi ó-eitthvað. Ófrjó. Óbyrja. Ég fann þessa tilfinningu einu sinni og ég varð eiginlega fegin því þá átti ég það ekki eftir á dánarbeðinum. En tilfinningin fór skjótt frá mér, sem betur fer.“Varð sátt og svo ólétt Eftir að sambandinu lauk flutti Oddný í sveit undir Eyjafjöllum og hóf að skrifa um reynslu sína. „Það er jafngamalt mannkyninu að játa og létta á sér með skriftum. Og það gerði ég. Það hafði mjög góð áhrif á mig því ég fann loksins þessa sátt. Ég var oft búin að þykjast vera hætt að hugsa um þetta og hélt ég væri löngu orðin sátt við barnleysið. En þarna fann ég að sáttin varð í alvöru og mér fannst ég geta dáið sátt þótt ég myndi aldrei eignast börn. Það gaf mér æðruleysi og ég ákvað að vera þakklát fyrir allt sem ég hefði og ekki einu sinni hugsa um það sem ég hefði ekki. Þremur vikum eftir þetta uppgjör mitt varð ég ólétt,“ segir Oddný hlæjandi og segir mér í kjölfarið frá manninum sem hún kynntist í sveitinni og á nú von á barni með á allra næstu dögum. „Með titlinum, Blátt blóð, er ég að leika mér að hugmyndum um aðalsblóð og furðuleg blóðblöndunarævintýri heimsins. En líka að í lok bókarinnar finn ég minn kóng og maðurinn sem maður elskar er manns kóngur og hans blóð er manns bláa blóð.“ Í stofunni er Oddný búin að raða upp fötum, vöggu, barnastól. Þótt hún lýsi heimilinu sem sígaunatjaldi þá er greinilega hreiðurgerð í gangi.vísir/ernirGaldurinn að gefast upp Oddný hefur fengið símtöl frá vinkonum sem vilja vita hver galdurinn er, hvernig hún gat loksins orðið ólétt. „Það er mjög erfitt að svara því. Kannski að skrifa þessa bók, flytja úr stressinu í borginni út í náttúruna, hætta að vera undir álagi. Eða fá litlar tíkur á heimilið og finna gleðihormónin flæða. Eða taka inn jurtir sem örva skjaldkirtilinn og vera með einmitt þessum manni. Ég veit það ekki. Ætli það snúist ekki um að sleppa tökunum og gefast upp, sem er ráð sem ég hafði mörgum sinnum fengið. En ég get ómögulega ráðlagt hvernig maður gefst upp. Ég vona bara að bókin geti hjálpað þeim sem eru að eiga við þessa sorg, þótt þetta sé ekki sjálfshjálparbók eða bók full af einhverjum trixum. En vonandi er eitthvað í henni sem hjálpar öðrum, eins og hún hjálpaði mér að vinna á sorginni. En það er auðvitað óskhyggja.“ Næstu dagana verður Oddný í Reykjavík og býr sig undir fæðingu. Hún býr í lítilli íbúð á Ægisíðunni á meðan hún bíður eftir barninu. Í stofunni er hún búin að raða upp fötum, vöggu, barnastól. Þótt hún lýsi heimilinu sem sígaunatjaldi þá er greinilega hreiðurgerð í gangi. „Nú er stefnan tekin á að fæða. Ég skynja að ég veit ekkert hvað ég er að fara út í og ég veit ekkert hvað það er sem ég hef þráð svona lengi. Og þessu fylgir vissulega ótti. Í lok bókarinnar segist ég vera frjáls undan óttanum og væntingunum enda gafst ég upp. Ég var varla búin að sleppa orðinu þegar ég fékk tíðindi sem heltóku mig af gleði. En líka af ótta. Hvað með fæðinguna? Hvernig móðir verð ég? Þessi tilraun til að verða æðrulaus er líklega bara rétt að byrja og ég held henni ljúki ekkert á meðan maður lifir.“ Hætt að vera feimin Bókin kom út á sumardaginn fyrsta og er því nú komin fyrir sjónir almennings. Ertu ekkert feimin við að berskjalda þig svona fyrir heiminum? „Ég er búin að vera mjög feimin við bókina en núna er eins og þetta komi mér ekki eins mikið við. Mér finnst eitthvað fallegt og gott við að hún komi út á sama tíma og ég á að eiga. Líklega þarf ég að sleppa tökunum á bókinni og sorginni og taka við nýju verkefni. Ég guggnaði um daginn og var næstum hætt við útgáfuna því mér fannst þetta auka álag og stress sem ég þurfti ekki á að halda núna. Bókin snertir líka svo marga í kringum mig og ég fann að áhyggjurnar af þeim trufluðu mig mjög mikið. Þá hringdi nágrannakona mín í sveitinni í mig og sagði að fæðing snerist um að sleppa takinu. Þá hugsaði ég að það væri bara gott að sleppa takinu á bókinni. Það myndi kannski hjálpa mér að sleppa takinu í fæðingunni.“Brot úr bókinni Blátt blóðÞögn Þegar við höfðum áttað okkur á því að þetta yrði ekki þrautalaust ferli þá þótti mér erfitt að lifa í þögn og þurfa að snúa út úr þegar mínir nánustu vinir og vandamenn spurðu hvernig gengi og hvað væri að. Árin liðu og við alltaf að reyna. Mig langaði til að opinbera vandann og ræða um hann. En þögnin umlykur karlmennskuna, hina ævagömlu misskildu karlmennsku. Eins og pungurinn sé ekki einvörðungu verndarhjúpur um eistun heldur líka þagnarhjúpur. Er það þess vegna sem karlmenn sparka í pung hver annars? Til að reyna að sprengja upp þögnina sem er að gera þá geðveika? Um leið og ljóst var að vandinn væri ekki eingöngu minn, leitaði ég heimilda um frjósemisvanda karlmanna. Fann ekkert nema óskjalfestan sársauka.Orðsifjafræðin Við sátum á skyndibitastað nálægt frjóvgunarstöðinni með krumpað blað fyrir framan okkur, biðum eftir núðlum, bókhveitinúðlum, löngu búin að taka úr fæðunni hveiti og sykur, fyrir frjósemina. Við litum yfir listann. Notuðum útilokunaraðferðina, strikuðum yfir þá sem ekki voru bláeygir og ljóshærðir. Líka yfir þá sem voru feitir og ómenntaðir. Reyndum að miða á þann sem væri genetískt líkastur honum. Völdum á endanum grannan orðsifjafræðing. Við vorum sammála. Leiddumst inn línóleumklæddan ganginn, inn í flúrljós og kerfiskanínurnar skoppuðu í kring, hjúpurinn okkar var opinn, tilbúinn. Læknirinn, hrósaði okkur fyrir valið og við brostum hvort til annars en þá bætti hann við að þetta væri einmitt mjög vinsælt sæði. Nú? Hvernig má það vera? Vinsælt? Næst völdum við annað frosið sæði. Gáfum því nokkra sénsa eins og hinu. En allt kom fyrir ekki. Það vantaði neistann. Mest lesið „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Lífið Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Lífið Bleikur draumur í Hafnarfirði Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Gervais minnist hundsins úr After Life Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Fleiri fréttir Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Kastkonur eru kröfuhörðustu kúnnarnir „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Gervais minnist hundsins úr After Life „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Sjá meira
Oddný Eir Ævarsdóttir rithöfundur segir á opinskáan og einlægan hátt frá sinni djúpu þrá til að eignast barn og misheppnuðum tilraunum til að verða barnshafandi í nýrri bók sinni Blátt blóð – í leit að kátu sæði. Bókin er lítil og Oddný kallar hana ritgerð eða esseyju. En textinn er áhrifaríkur, bæði nístandi sannur og heillandi hlýr. „Ég leyni því ekkert að sagan fjallar að mestu um mig og fyrrverandi ástmann minn. En ritgerðin er líka á sviði skáldskaparins. Hún dansar þarna á milli. Við reyndum að eignast barn í átta ár en áður en við byrjuðum saman var ég farin að huga að barneignum. Mig hefur alltaf langað að eignast barn og mér fannst sjálfsagt að eignast tvö börn. Það var fyrirframgefin hugmynd.“ Erfiðleikarnir við að eignast barn lögðust ólíkt á parið. Oddný var með miklar áhyggjur af hækkandi aldri og að hennar tími myndi renna út. „Ég held að við konur, og ég í þessu tilfelli, upplifum þetta á allt annan hátt. Tíminn spilar stærri rullu og maður hefur minni þolinmæði fyrir heimspekilegum vangaveltum um fjölskylduformið. Þessi ákveðni í að eignast barn verður auðveldlega að stressi og smám saman að örvæntingu. Sú örvænting er mjög ósexí og erfið. Svo er það líka oft í samböndum að annar tekur að sér einhverja tilfinningu og ef hún verður ráðandi hjá öðrum þá getur hinn leyft sér að vera slakari. Þannig leitar fólk að jafnvægi og vegur hvert annað upp.“„Þetta er ekki lygasaga en samt á einhvern hátt mikil einföldun. Það er komin einhver framvinda í reynsluna sem er auðveldara að vera í samræðu við í staðinn fyrir stóran klump af svartri þögn.“vísir/ernirGróf undan sambandinu Eftir árangurslausar tilraunir til að verða barnshafandi leitaði parið sér aðstoðar. Oddný fór í tækni- og glasafrjóvganir og þau leituðu líka annars konar aðstoðar. Varstu tilbúin til að gera hvað sem er til að verða ólétt? „Nei, ekki hvað sem er. En næstum því. Það breytist nefnilega svo margt á leiðinni. Fyrst setur maður mörk og ég gat ekki hugsað mér gjafasæði, gjafaegg eða neina tæknihjálp. Svo breytist það, sem betur fer. Maður fer inn í einhvern annan veruleika og það sem skiptir máli verður skýrara fyrir manni og hitt verður aukaatriði. Ég leik mér að því í þessari bók að skoða mörkin og alls kyns tilfinningar sem vakna þegar maður er að finna sín mörk. Svo þarf maður auðvitað líka að velta fyrir sér siðferðilegum mörkum málsins.“ Fjöldi misheppnaðra tilrauna til að eignast barn varð að lokum til þess að sambandið liðaðist í sundur. „Sambandið snerist samt um margt annað en þetta og var almennt mjög frjósamt og ánægjulegt. Okkur tókst að láta ófrjósemina ekki smita allt með uppgjöf og þessu sem ekki heppnaðist. Það var nefnilega margt annað sem heppnaðist. En maður sér það eftir á að þetta gróf undan okkur, eins og undiralda.“ Stór klumpur af svartri þögn Oddný skrifar opinskátt um tilfinningar þeirra beggja og viðbrögð við barnleysinu. Er þessi opinberun gerð í sátt við hina aðalpersónuna? „Já, annars myndi ég ekki gefa þetta út. Ég bað hann um að lesa yfir og lofaði að ég myndi ekki gefa þetta út ef hann væri á einhvern hátt ósáttur. Þegar ég ætlaði að hætta við útgáfuna hvatti hann mig til að gefa þetta út. Maður finnur nefnilega ákveðinn létti ef maður nær að segja sögu af einhverju sem er mjög flókið, sárt og erfitt. Þetta er ekki lygasaga en samt á einhvern hátt mikil einföldun. Það er komin einhver framvinda í reynsluna sem er auðveldara að vera í samræðu við í staðinn fyrir stóran klump af svartri þögn. Ég bara vona að hann muni segja sína eigin sögu líka.“„Vinkona mín sagði mér að undirbúa mig undir að finna fyrir biturleika, reiði og öfund þegar ég sæi allar óléttu konurnar á fallegum sumardegi í flaksandi kjólum. Og ég þessi ó-eitthvað. Ófrjó. Óbyrja.“vísir/ernirÓfrjó óbyrja Er ófrjósemi tabú í samfélaginu? „Já, þetta var leyndarmál í nokkur ár. Það fannst mér mjög erfitt. Eins og ég segi í sögunni þá velti ég fyrir mér hvort þetta hafi verið meira leyndarmál því þetta var okkar sameiginlega vandamál. Ófrjósemi karla er meira tabú en ófrjósemi kvenna. Og það eru margir sem lifa með þessari sorg án þess að tala um hana. Því sorgin snýst ekki eingöngu um barnleysið heldur í mörgum tilfellum ítrekaðan fósturmissi. Það kviknar líf og slokknar aftur. Það er ofsalegt álag. Það er aftur á móti jákvætt að nú er farið að tala meira um ófrjósemi. Þagnarhjúpnum er lyft og skömminni hleypt út svo fólk lokist ekki inni í þessum persónulega sársauka, í undirheimum ófrjóseminnar. Það er merkilegt að kynnast þeim fjölmenna heimi, þar búa margir í tímabundinni eða ótímabundinni ófrjósemi. Hvert viðtal skiptir máli. Ég man að ég hámaði í mig allar reynslusögur af ófrjósemi. Þess vegna langaði mig að skrifa bókina. Þótt það sé hárfín lína á milli þess að deila reynslu og að kvarta. Ég vil ekki kvarta við umheiminn og vorkenna mér. Ég hef aldrei hugsað sem svo að ég eigi skilið að eignast börn eða geti krafist þess. Vinkona mín sagði mér að undirbúa mig undir að finna fyrir biturleika, reiði og öfund þegar ég sæi allar óléttu konurnar á fallegum sumardegi í flaksandi kjólum. Og ég þessi ó-eitthvað. Ófrjó. Óbyrja. Ég fann þessa tilfinningu einu sinni og ég varð eiginlega fegin því þá átti ég það ekki eftir á dánarbeðinum. En tilfinningin fór skjótt frá mér, sem betur fer.“Varð sátt og svo ólétt Eftir að sambandinu lauk flutti Oddný í sveit undir Eyjafjöllum og hóf að skrifa um reynslu sína. „Það er jafngamalt mannkyninu að játa og létta á sér með skriftum. Og það gerði ég. Það hafði mjög góð áhrif á mig því ég fann loksins þessa sátt. Ég var oft búin að þykjast vera hætt að hugsa um þetta og hélt ég væri löngu orðin sátt við barnleysið. En þarna fann ég að sáttin varð í alvöru og mér fannst ég geta dáið sátt þótt ég myndi aldrei eignast börn. Það gaf mér æðruleysi og ég ákvað að vera þakklát fyrir allt sem ég hefði og ekki einu sinni hugsa um það sem ég hefði ekki. Þremur vikum eftir þetta uppgjör mitt varð ég ólétt,“ segir Oddný hlæjandi og segir mér í kjölfarið frá manninum sem hún kynntist í sveitinni og á nú von á barni með á allra næstu dögum. „Með titlinum, Blátt blóð, er ég að leika mér að hugmyndum um aðalsblóð og furðuleg blóðblöndunarævintýri heimsins. En líka að í lok bókarinnar finn ég minn kóng og maðurinn sem maður elskar er manns kóngur og hans blóð er manns bláa blóð.“ Í stofunni er Oddný búin að raða upp fötum, vöggu, barnastól. Þótt hún lýsi heimilinu sem sígaunatjaldi þá er greinilega hreiðurgerð í gangi.vísir/ernirGaldurinn að gefast upp Oddný hefur fengið símtöl frá vinkonum sem vilja vita hver galdurinn er, hvernig hún gat loksins orðið ólétt. „Það er mjög erfitt að svara því. Kannski að skrifa þessa bók, flytja úr stressinu í borginni út í náttúruna, hætta að vera undir álagi. Eða fá litlar tíkur á heimilið og finna gleðihormónin flæða. Eða taka inn jurtir sem örva skjaldkirtilinn og vera með einmitt þessum manni. Ég veit það ekki. Ætli það snúist ekki um að sleppa tökunum og gefast upp, sem er ráð sem ég hafði mörgum sinnum fengið. En ég get ómögulega ráðlagt hvernig maður gefst upp. Ég vona bara að bókin geti hjálpað þeim sem eru að eiga við þessa sorg, þótt þetta sé ekki sjálfshjálparbók eða bók full af einhverjum trixum. En vonandi er eitthvað í henni sem hjálpar öðrum, eins og hún hjálpaði mér að vinna á sorginni. En það er auðvitað óskhyggja.“ Næstu dagana verður Oddný í Reykjavík og býr sig undir fæðingu. Hún býr í lítilli íbúð á Ægisíðunni á meðan hún bíður eftir barninu. Í stofunni er hún búin að raða upp fötum, vöggu, barnastól. Þótt hún lýsi heimilinu sem sígaunatjaldi þá er greinilega hreiðurgerð í gangi. „Nú er stefnan tekin á að fæða. Ég skynja að ég veit ekkert hvað ég er að fara út í og ég veit ekkert hvað það er sem ég hef þráð svona lengi. Og þessu fylgir vissulega ótti. Í lok bókarinnar segist ég vera frjáls undan óttanum og væntingunum enda gafst ég upp. Ég var varla búin að sleppa orðinu þegar ég fékk tíðindi sem heltóku mig af gleði. En líka af ótta. Hvað með fæðinguna? Hvernig móðir verð ég? Þessi tilraun til að verða æðrulaus er líklega bara rétt að byrja og ég held henni ljúki ekkert á meðan maður lifir.“ Hætt að vera feimin Bókin kom út á sumardaginn fyrsta og er því nú komin fyrir sjónir almennings. Ertu ekkert feimin við að berskjalda þig svona fyrir heiminum? „Ég er búin að vera mjög feimin við bókina en núna er eins og þetta komi mér ekki eins mikið við. Mér finnst eitthvað fallegt og gott við að hún komi út á sama tíma og ég á að eiga. Líklega þarf ég að sleppa tökunum á bókinni og sorginni og taka við nýju verkefni. Ég guggnaði um daginn og var næstum hætt við útgáfuna því mér fannst þetta auka álag og stress sem ég þurfti ekki á að halda núna. Bókin snertir líka svo marga í kringum mig og ég fann að áhyggjurnar af þeim trufluðu mig mjög mikið. Þá hringdi nágrannakona mín í sveitinni í mig og sagði að fæðing snerist um að sleppa takinu. Þá hugsaði ég að það væri bara gott að sleppa takinu á bókinni. Það myndi kannski hjálpa mér að sleppa takinu í fæðingunni.“Brot úr bókinni Blátt blóðÞögn Þegar við höfðum áttað okkur á því að þetta yrði ekki þrautalaust ferli þá þótti mér erfitt að lifa í þögn og þurfa að snúa út úr þegar mínir nánustu vinir og vandamenn spurðu hvernig gengi og hvað væri að. Árin liðu og við alltaf að reyna. Mig langaði til að opinbera vandann og ræða um hann. En þögnin umlykur karlmennskuna, hina ævagömlu misskildu karlmennsku. Eins og pungurinn sé ekki einvörðungu verndarhjúpur um eistun heldur líka þagnarhjúpur. Er það þess vegna sem karlmenn sparka í pung hver annars? Til að reyna að sprengja upp þögnina sem er að gera þá geðveika? Um leið og ljóst var að vandinn væri ekki eingöngu minn, leitaði ég heimilda um frjósemisvanda karlmanna. Fann ekkert nema óskjalfestan sársauka.Orðsifjafræðin Við sátum á skyndibitastað nálægt frjóvgunarstöðinni með krumpað blað fyrir framan okkur, biðum eftir núðlum, bókhveitinúðlum, löngu búin að taka úr fæðunni hveiti og sykur, fyrir frjósemina. Við litum yfir listann. Notuðum útilokunaraðferðina, strikuðum yfir þá sem ekki voru bláeygir og ljóshærðir. Líka yfir þá sem voru feitir og ómenntaðir. Reyndum að miða á þann sem væri genetískt líkastur honum. Völdum á endanum grannan orðsifjafræðing. Við vorum sammála. Leiddumst inn línóleumklæddan ganginn, inn í flúrljós og kerfiskanínurnar skoppuðu í kring, hjúpurinn okkar var opinn, tilbúinn. Læknirinn, hrósaði okkur fyrir valið og við brostum hvort til annars en þá bætti hann við að þetta væri einmitt mjög vinsælt sæði. Nú? Hvernig má það vera? Vinsælt? Næst völdum við annað frosið sæði. Gáfum því nokkra sénsa eins og hinu. En allt kom fyrir ekki. Það vantaði neistann.
Mest lesið „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Lífið Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Lífið Bleikur draumur í Hafnarfirði Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Gervais minnist hundsins úr After Life Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Fleiri fréttir Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Kastkonur eru kröfuhörðustu kúnnarnir „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Gervais minnist hundsins úr After Life „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Sjá meira