Ferðamenn orðnir milljón á árinu Sæunn Gísladóttir skrifar 7. október 2015 16:09 Heildarfjöldi ferðamanna í septembermánuði hefur meira en fimmfaldast frá árinu 2002. Vísir/Pjetur Fjöldi ferðamanna sem komið hafa til Íslands á árinu er nú kominn yfir eina milljón. Það sem af er ári hafa 1.010.186 erlendir ferðamenn farið frá landinu eða 222.087 fleiri en á sama tíma í fyrra. Um er að ræða 28,2% aukningu milli ára. Um 123 þúsund erlendir ferðamenn fóru frá landinu í september síðastliðnum samkvæmt talningum Ferðamálastofu í Flugstöð Leifs Eiríkssonar eða 35 þúsund fleiri en í september á síðasta ári. Aukningin nemur 39,4% milli ára og hefur hún ekki mælst svo há milli ára í september frá því Ferðamálastofa hóf talningar, segir í tilkynningu. Aukningin hefur verið alla mánuði ársins milli ára, eða 34,5% í janúar, 34,4% í febrúar, 26,8% í mars, 20,9% í apríl, 36,4% í maí, 24,2% í júní, 25,0% í júlí og 23,4% í ágúst.71% ferðamanna í september af tíu þjóðernum Um 71% ferðamanna í september síðastliðnum voru af tíu þjóðernum. Bandaríkjamenn voru fjölmennastir eða 22,7% af heildarfjölda og næstfjölmennastir voru Þjóðverjar (10,3%) og Bretar (10,3%). Þar á eftir fylgdu síðan Kanadamenn (5,5%), Norðmenn (4,5%), Frakkar (4,1%), Danir (4,0%), Svíar (3,7%), Kínverjar (3,5%) og Spánverjar (2,8%). Af einstaka þjóðernum fjölgaði Bandaríkjamönnum, Bretum, Þjóðverjum, Kanadamönnum og og Kínverjum mest milli ára í september en 12.643 fleiri Bandaríkjamenn komu í september í ár en í fyrra, 3.294 fleiri Bretar, 2.734 fleiri Þjóðverjar, 2.347 fleiri Kanadamenn og 2.342 fleiri Kínverjar. Þessar fimm þjóðir báru uppi 67,2% aukningu ferðamanna í september. Dönum, Norðmönnum og Rússum fækkaði hins vegar í september í ár frá því í fyrra. Heildarfjöldi ferðamanna í septembermánuði hefur meira en fimmfaldast frá árinu 2002 og munar þá mestu um aukningu N-Ameríkana sem hafa nærri áttfaldast og þeirra sem flokkast undir ,,annað“ sem hafa tífaldast. Ferðamenn frá Mið- og S-Evrópu og Bretlandi hafa nærri þrefaldast og Norðurlandabúar ríflega tvöfaldast. Frá áramótum hafa 336.934 Íslendingar farið utan eða 38.246 fleiri en á sama tímabili árið 2014. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Viðskipti innlent Arctic Adventures kaupir Happy Campers Viðskipti innlent Trump-tollar tóku gildi í nótt Viðskipti erlent Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Viðskipti innlent Enn ein eldrauð opnun Viðskipti innlent Ísland brotlegt í pítsaostamálinu Viðskipti innlent Stjórnendur ekki að hvetja starfsfólk til að nýta gervigreindina enda kynslóðamunur á notendum Atvinnulíf ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Viðskipti innlent Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Viðskipti innlent Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Viðskipti innlent Fleiri fréttir ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Sjá meira
Fjöldi ferðamanna sem komið hafa til Íslands á árinu er nú kominn yfir eina milljón. Það sem af er ári hafa 1.010.186 erlendir ferðamenn farið frá landinu eða 222.087 fleiri en á sama tíma í fyrra. Um er að ræða 28,2% aukningu milli ára. Um 123 þúsund erlendir ferðamenn fóru frá landinu í september síðastliðnum samkvæmt talningum Ferðamálastofu í Flugstöð Leifs Eiríkssonar eða 35 þúsund fleiri en í september á síðasta ári. Aukningin nemur 39,4% milli ára og hefur hún ekki mælst svo há milli ára í september frá því Ferðamálastofa hóf talningar, segir í tilkynningu. Aukningin hefur verið alla mánuði ársins milli ára, eða 34,5% í janúar, 34,4% í febrúar, 26,8% í mars, 20,9% í apríl, 36,4% í maí, 24,2% í júní, 25,0% í júlí og 23,4% í ágúst.71% ferðamanna í september af tíu þjóðernum Um 71% ferðamanna í september síðastliðnum voru af tíu þjóðernum. Bandaríkjamenn voru fjölmennastir eða 22,7% af heildarfjölda og næstfjölmennastir voru Þjóðverjar (10,3%) og Bretar (10,3%). Þar á eftir fylgdu síðan Kanadamenn (5,5%), Norðmenn (4,5%), Frakkar (4,1%), Danir (4,0%), Svíar (3,7%), Kínverjar (3,5%) og Spánverjar (2,8%). Af einstaka þjóðernum fjölgaði Bandaríkjamönnum, Bretum, Þjóðverjum, Kanadamönnum og og Kínverjum mest milli ára í september en 12.643 fleiri Bandaríkjamenn komu í september í ár en í fyrra, 3.294 fleiri Bretar, 2.734 fleiri Þjóðverjar, 2.347 fleiri Kanadamenn og 2.342 fleiri Kínverjar. Þessar fimm þjóðir báru uppi 67,2% aukningu ferðamanna í september. Dönum, Norðmönnum og Rússum fækkaði hins vegar í september í ár frá því í fyrra. Heildarfjöldi ferðamanna í septembermánuði hefur meira en fimmfaldast frá árinu 2002 og munar þá mestu um aukningu N-Ameríkana sem hafa nærri áttfaldast og þeirra sem flokkast undir ,,annað“ sem hafa tífaldast. Ferðamenn frá Mið- og S-Evrópu og Bretlandi hafa nærri þrefaldast og Norðurlandabúar ríflega tvöfaldast. Frá áramótum hafa 336.934 Íslendingar farið utan eða 38.246 fleiri en á sama tímabili árið 2014.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Viðskipti innlent Arctic Adventures kaupir Happy Campers Viðskipti innlent Trump-tollar tóku gildi í nótt Viðskipti erlent Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Viðskipti innlent Enn ein eldrauð opnun Viðskipti innlent Ísland brotlegt í pítsaostamálinu Viðskipti innlent Stjórnendur ekki að hvetja starfsfólk til að nýta gervigreindina enda kynslóðamunur á notendum Atvinnulíf ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Viðskipti innlent Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Viðskipti innlent Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Viðskipti innlent Fleiri fréttir ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Sjá meira
Stjórnendur ekki að hvetja starfsfólk til að nýta gervigreindina enda kynslóðamunur á notendum Atvinnulíf
Stjórnendur ekki að hvetja starfsfólk til að nýta gervigreindina enda kynslóðamunur á notendum Atvinnulíf